Fræðsluráð

6. febrúar 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 250

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1202004 – Dagur leikskólans

      Lagt fram kynningarbréf um dag leikskólans sem er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla.$line$

      Sverrir Sverrisson, aðstoðarleikskólastjóri á Hörðuvöllum mætti til fundarins og afhenti veggspjald sem gefið var út af Félagi leikskólakennara í tilefni dagsins.$line$Þróunarfulltrúi leikskóla kynnti hvað leikskólar í Hafnrfirði gera í tilefni dagsins.

    • 10102849 – Sumarlokun leikskóla

      Á fundi fræðsluráðs 9. janúar sl. var lögð fram svohljóðandi tillaga: Fræðsluráð leggur til að sumarlokun leikskóla 2012 verði frá og með 5. júlí til og með 8. ágúst og sumarið 2013 verði lokað frá og með 4. júlí til og með 7. ágúst.$line$$line$Lagðar fram umsagnir foreldraráða leikskólanna Víðivalla, Tjarnaráss og Hlíðarenda

      Fræðsluráð þakkar fyrir umsagnirnar og samþykkir, samhljóða, framlagða tillögu og mun taka hana til endurskoðunar að tveimur árum liðnum.

    • 1202002 – Skóladagatöl 2012-2013

      Sviðsstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu að samræmingu í skóladagatölum leik- og grunnskóla skólaárið 2012-2013:$line$$line$”Skólasetning í grunnskólum verði 23. ágúst og sameiginlegir skipulagsdagar verði 25. september, 23. nóvember, 2. eða 3. janúar (val skóla), 25. febrúar og 21. maí. Vetrarfrí verði 22., 23. og 24. október í öllum grunnskólum.$line$$line$Í leikskólum verði sameiginlegir skipulagsdagar 25. september, 23. nóvember, 2. eða 3. janúar, 25. febrúar og 21. maí.$line$$line$Heimilt er að sækja um tilfærslu á skipulagsdegi vegna náms- og/eða kynnisferða, enda liggi fyrir því sterk rök. Skulu slíkar umsóknir vegna skólaársins 2012-2013 berast fræðsluráði fyrir skólalok í vor. Umsagnir skólaráða grunnskóla og foreldraráða leikskóla þurfa að fylgja með umsóknum eftir því sem við á.”$line$$line$

      Fræðsluráð samþykkir tillöguna samhljóða.

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Kynnt breyting á starfshópi og stýrihópi.$line$Friðþjófur Helgi Karlsson kemur inn í stað Eyjólfs Sæmundssonar.$line$Lagðir fram fundarpunktar frá 2. fundi stýrihóps.$line$

    • 1109321 – Setbergsskóli, úttekt haustið 2011

      Lagt fram bréf, dags. 18. janúar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu ásamt niðurstöðu úttektar á Setbergsskóla.

      Sviðsstjóri fór yfir úttektina.

    • 1001167 – Námsflokkar Hafnarfjarðar, Miðstöð símenntunar

      Lögð fram umsögn fjölskylduráðs um skýrslu starfshóps.

      Fræðsluráð þakkar fyrir umsögn fjölskylduráðs og vísar tillögum til úrvinnslu á fræðsluþjónustu.

Ábendingagátt