Fræðsluráð

5. mars 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 252

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður
  • Halldóra Björk Jónsdóttir varamaður

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1003251 – Viðburðir, fræðslusvið

      Stóra upplestrarkeppnin 2012, Ingibjörg Einarsdóttir mætti til fundarins og sagði frá lokahátðiðinni í Hafnarfirði.

      Lokahátiðin verður í Hafnarborg 13. mars nk. Ingibjörgu þakkað fyrir.

    • 1001167 – Námsflokkar Hafnarfjarðar, Miðstöð símenntunar

      Teknar fyrir að nýju tillögur frá síðasta fundi.$line$Skólastjóri NH-Miðstöðvar símenntunar, Theodór Hallsson, mætti til fundarins.

      Theodóri þakkað fyrir.$line$$line$Tillögur starfshóp eru eftirfarandi:$line$”Fræðsluráð tekur undir tillögur starfhópsins og samþykkir að hefja endurskipulagningu stofnunarinnar með eftirfarandi:$line$1. Formanni fræðsluráðs, sviðsstjóra fræðsluþjónustu og skólastjóra NH- miðstöðvar símenntunar falið að undirbúa skipan ráðgjafaráðs í samræmi við tillögu starfshópsins fyrir stofnunina. Stefnt skuli að því að ráðgjafaráðið taki til starfa frá og með næsta skólaári.$line$2. Sviðsstjóra fræðsluþjónustu er falið að auglýsa stöðu náms- og starfsráðgjafa, sem taki til starfa frá og með næsta skólaári.$line$3. Skólastjóra NH-miðstöðvar símenntunar er falið að hefja vinnu við endurbætur á heimasíðu og innritunarkerfi fyrir stofnunina í samráði við þá aðila innan bæjarkerfisins sem hafa með þau mál að gera.”$line$$line$$line$Tillögur starfshópsins eru samþykktar samhljóða.

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Lagðar fram fundargerðir stýrihóps.

      Lagt fram til kynningar.

    • 10103568 – Trúar- , lífsskoðunarfélög og skólastarf

      Tekið fyrir að nýju frá síðasta fundi ráðsins.

      Umræður urðu um málið og verður þetta á dagskrá á næsta fundi ráðsins.

    • 1202531 – Viðmiðunarreglur v/leikskóladvalar utan lögheimilissveitarfélags

      Lagðar fram viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna leikskóladvalar barna utan lögheimilissveitarfélags.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt