Fræðsluráð

16. apríl 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 255

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður
  • Dagbjört Gunnarsdóttir varamaður

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 0702010 – Fjölgun skipulagsdaga í leikskólum

      Tekið fyrir frá síðasta fundi lögð fram bréf frá leikskólastjóra og foreldraráði á Hvammi og frá foreldraráði Hraunvallaskóla.$line$

      Lagt fram.

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Lögð fram fundargerð 4. fundar starfshóps um skólaskipan.$line$Lögð fram áfangaskýrsla starfshópsins til fræðsluráðs.

      Fræðsluráð samþykkir eftirfarandi tillögur starfshópsins og felur sviðsstjóra að fylgja þeim eftir. $line$a. Hafnar verði viðræður við hlutaðeigandi um viðbyggingu við núverandi húsnæði Áslandsskóla þar sem gert verði ráð fyrir aðstöðu til íþróttakennslu ásamt fjórum kennslustofum.$line$b. Farið verði í íbúasamráð við íbúa í Áslands- og Vallahverfi um mögulegt skólafyrirkomulag í þessum hverfum til framtíðar. Leitað verði leiðsagnar sérfræðinga um íbúalýðræði um hentuga aðferð til að tryggja hlutdeild íbúanna og þátttöku í ákvarðanaferlinu.$line$c. Stofnuð verði 5 ára deild í Hvaleyrarskóla frá næsta hausti.$line$d. Komið verði fyrir tveimur til þremur leikskóladeildum í húsnæði Setbergsskóla frá næsta hausti.$line$e. Starfsfólki í starfsstöð Víðistaðaskóla í Engidal og starfsfólki leikskólans Álfabergs verði falið að skoða möguleika á frekari samvinnu en nú er, samstarfi eða sameiningu.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:$line$$line$Tekið er undir bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í starfshópi um skólaskipan, þar sem kemur fram að skýrslan er upphaf að þeirri vinnu sem framundan er, en ljóst er að töluvert ítarlegri upplýsingar þarf til, sem og nánari útfærslu á hugmyndum þeim sem þar koma fram, áður en afstaða er tekin til að koma þeim í framkvæmd. Telja undirrituð því þörf á lokaskýrslu frá starfshópnum þar sem nánar er fjallað um hugmyndafræði, útfærslu hugmynda, ábyrgð/forræði, framkvæmd og fjármögnun þeirra leiða sem skoða á, áður en endanleg afstaða verður tekin til þeirra.$line$$line$Kristin Andersen$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

    • 1003251 – Viðburðir, fræðslusvið

      Kynning á: “Hafnarfjörður á iði 18. apríl nk.”.

      Lagt fram til kynningar.

    • 0703327 – Endurmenntunarsjóður grunnskóla

      Kynnt úthlutun úr endurmenntunarsjóði grunnskóla fyrir næsta skólaár.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1008206 – Barnaskóli Hjallastefnunnar

      Tekin fyrir að nýju umsókn Hjallastefnunnar um fjölgun barna í grunnskólanum við Hjallabraut.

      Fræðsluráð samþykkir að fela sviðsstjóra að ræða við fulltrúa Barnaskóla Hjallastefnunnar um beiðni þeirra um fjölgun nemenda. Jafnframt er sviðsstjóra falið að hefja undirbúning að gerð þjónustusamnings við skólann fyrir skólabyrjun nk. haust.

    • 1202002 – Skóladagatöl 2012-2013

      Lagt fram bréf frá skólastjóra Öldutúnsskóla. Á síðasta fundi fræðsluráðs var óskað eftir skýringum frá skólastjóra á skóladagatali skólans 2012-2013.

      Lagt fram.

    • 1111268 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2012

      Rekstrarstjóri fræðslusviðs kynnti 2ja mánaða uppgjör 2012.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt