Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í Krosseyri, Linnetsstíg 3
Lagðar fram umsagnir foreldraráða leikskólanna Hlíðarenda, Álfasteins, Vesturkots, Stekkjaráss, Álfabergs, Arnarbergs, Hlíðarbergs og Norðurbergs um viðbótarskipulagsdag í leikskólum þann 22. október 2012.$line$$line$
„Fræðsluráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að viðbótarskipulagsdagur sem samþykktur var á fundi fræðsluráðs þann 2. apríl sl. verði 22. október 2012 í samræmi við tillögu leikskólastjóra.$line$Leikskólagjald fyrir þennan mánuð verður lægra sem nemur þessum degi.$line$Henti dagurinn af einhverjum ástæðum ekki í einhverjum leikskólum er heimilt að velja annan dag í samráði við foreldraráð. Viðbótarskipulagsdagur skal koma fram á skóladagatali leikskóla og skal þeim skilað inn í síðasta lagi 31. maí nk.“$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:$line$“Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja tillöguna um sérstakan skipulagsdag að þessu sinni, vegna viðbótarvinnu sem tengist innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Áréttað er að tekið verði mið af óskum foreldra leikskólabarna um tímasetningu þessa skipulagsdags í hverjum skóla eftir því sem unnt er, t.d. með því að tengja þennan dag upphafi eða lokum sumarleyfa. Ástæða er til að endurskoða fyrirkomulag fyrir skipulagsdaga til framtíðar sem henti sem best öllum aðilum.“ $line$$line$$line$Kristinn Andersen (sign)$line$Halldóra Björk Jónsdóttir (sign)$line$$line$$line$Áheyrnarfulltrúi foreldraráðs leikskóla óskar bókað fyrir hönd foreldraráðs leikskóla:$line$Foreldraráð leikskóla Hafnarfjarðar vekur athygli á því að vegna auka skipulagsdags í leikskólum Hafnarfjarðar er ekki tekið tillit til þess að meirihluti foreldraráða leikskóla samþykkti ekki sjötta skipulagsdaginn. Umsögn meirihluta foreldraráða var á þá leið að sjötta skipulagsdaginn ætti að taka yfir sumarlokun leikskóla.$line$Foreldraráð leikskóla Hafnarfjarðar vekur einnig athygli á því að sumarfríslokun leikskóla Hafnarfjarðar er mun lengri en hjá nágrannasveitarfélögunum.
Lagðar fram umsagnir frá skólastjórum grunnskóla, foreldraráði Hafnarfjarðar og foreldraráði leikskóla Hafnarfjarðar um drög að viðmiðunarreglum um samskipti leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar við trúar og lífsskoðunarfélög.
Lagt fram.
Lögð fram túlkun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á álitaefnum sem lúta að skiptingu skóladaga í grunnskólum milli kennsludaga og annarra skóladaga.$line$$line$
„Fræðsluráð beinir því til skólastjóra grunnskólanna að yfirfara innsend skóladagatöl og lagfæra í samræmi við túlkun ráðuneytisins, þar sem þess gerist þörf. Breytt skóladagatöl liggi fyrir á næsta fundi ráðsins.“
Lögð fram skýrsla um ytra mat á Víðistaðaskóla.$line$Matið var unnið af Eiríki Hermannssyni og Óskari J. Sandholt f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Lagt fram til kynningar.
Kynntur tölvupóstur frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem kynntar eru niðurstöður úr ytra mati á skólum í Englandi, en þar eru dregnir fram lykilþættir sem einkenna skólanefndir/fræðslustjórnendur sem hafa náð afburða árangri.$line$Jafnframt eru upplýsingar um starfshætti skóla sem hafa náð afburða árangri m.t.t. stærðfræðikennslu á yngri stigum grunnskóla og um skóla sem eru til fyrirmyndar hvað varðar árangur í læsi nemenda á yngri stigum grunnskóla.
Lögð fram tillaga um gjaldskrá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar fyrir næsta skólaár.$line$Lagt er til að gjaldskrár hækki í samræmi við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá lokum síðasta skólaárs eða 6,4%.
Fræðsluráð samþykkir fram lagða tillögu með þremur atkvæðum meirihluta.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:$line$Undirrituð sitja hjá við afgreiðslu hækkunar gjaldskrárinnar, sem er liður í þeirri fjárhagsáætlun sem meirihluti bæjarstjórnar hefur unnið og Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki að. Rifjað er upp að skólagjöld Tónlistarskólans voru hækkuð ríflega, eða um 20%, við upphaf sl. skólaárs. Fyrirhuguð hækkun fyrir komandi skólaár, um 6,4%, bætir enn í fyrir hafnfirska tónlistarnemendur og er nær því að vera tvöfalt hærri en sú verðbólga sem stjórnvöld gera ráð fyrir á næstunni. $line$Kristinn Andersen (sign)$line$Halldóra Björk Jónsdóttir (sign)$line$$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:$line$Hækkanir Tónlistarskólans sl. haust sem og nú eru eingöngu til að mæta verðlagshækkunum sem þegar hafa orðið.$line$$line$Eyjólfur Sæmundsson (sign)$line$Helena Mjöll Jóhannsdóttir (sign)$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir ( sign)
Tekið fyrir erindi frá foreldraráði leikskólans Álfabergs sem barst fræðsluráði 29. apríl.
Fræðsluráð lýsir áhyggjum sínum á að ekki sé enn búið að leysa loftræstimál leikskólans Álfabergs og felur sviðsstjóra að fylgja málinu eftir nú þegar.$line$$line$Fulltrúi foreldraráðs leikskóla óskar bókað:$line$Fulltrúi krefst þess að Hafnarfjarðarbær sjái til þess að loftræstikerfi leikskólans Álfabergs verði lagfært fyrir 1. júní 2012. Ástandið á Álfabergi er algjörlega óviðunandi og engum boðlegt hvað þá börnum. Nú barst bæjarstjóra Hafnarfjarðar bréf frá foreldraráði Álfabergs í spetember sl. en samt hefur loftræstikerfi ekki verið lagfært. Við þetta gerir fulltrúi foreldraráðs alvarlegar athugasemdir.