Fræðsluráð

14. maí 2012 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 257

Mætt til fundar

 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Halldóra Björk Jónsdóttir varamaður

Ritari

 • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi
 1. Almenn erindi

  • 0905159 – Viðhald húsa og lóða á fræðsluþjónustu

   Rætt um fréttaflutning af viðhaldsmálum Hvaleyrarskóla og viðhaldsmál í skólum almennt.$line$Helgi Arnarson skólastjóri Hvaleyrarskóla ásamt Birni Hilmarssyni og Svanlaugi Sveinssyni frá umhverfi og framkvæmdum mættu vegna þessa liðar.$line$$line$Lagt fram bréf, dagsett 3. maí frá Hjallastefnunni ehf. varðandi ástand leikskólalóðarinnar.$line$Jafnframt lögð fram niðurstaða aðalskoðunar leiksvæðisins, sem framkvæmd var af BSI á Íslandi.

   $line$$line$ $line$Fulltrúi foreldra leikskólabarna leggur fram eftirfarandi bókun: “Í reglugerð nr. 942/2002 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða skal aðalskoða leiksvæði barna af faggildum aðila. Aðalskoðunin skal staðfesta öryggi leiktækja, undirstöðu þeirra og umhverfis. Fulltrúi foreldra leikskólabarna gerir alvarlegar athugasemdir við að Hafnarfjarðarbær hafi ekki látið framkvæma ofangreinda aðalskoðun árlega og telur eðlilegt að þessi skoðun verði gerð hið fyrsta.”$line$ $line$ $line$Fulltrúi foreldra grunnskólabarna styður þessa bókun.$line$ $line$ $line$ $line$ $line$ $line$Fræðsluráð óskar eftir að fá jafnóðum þriggja mánaða úttektir sem gerðar eru á skólalóðum bæjarins.$line$ $line$ $line$Fræðsluráð vísar erindi Hjallastefnunnar til úrvinnslu sviðsstjóra.$line$ $line$ $line$ $line$

  • 1204420 – Álfaberg - stækkun

   Sviðsstjóri fræðsluþjónustu og fulltrúi frá umhverfi og framkvæmdum gerðu grein fyrir stöðu mála.

   <DIV>$line$$line$ $line$Fram kom að hönnunarteikningar loftræstingar í leikskólanum séu væntanlegar í vikunni.$line$Þá verði verkið boðið út og að verklok ættu að geta orðið eftir fjórar til sex vikur.$line$ $line$ $line$Sviðsstjóra falið að fylgja málinu eftir.</DIV>

  • 11021987 – Einkareknir leikskólar, greiðslur

   Lögð fram tillaga að breytingu á reglum um skilyrði um greiðslur til einkarekinna leikskóla.$line$$line$Tillaga:$line$”Fræðsluráð samþykkir að undir lið skilyrði fyrir greiðslu bætist við eftirfarandi: “með börnum yngri en 2ja ára á ungbarnaleikskólum utan Hafnarfjarðar verði greitt samkvæmt almennum niðurgreiðslureglum vegna dvalar barna úr Hafnarfirði hjá dagforeldrum. Skilyrði fyrir niðurgreiðslunni er að um hana hafi verið sótt fyrirfram og hún samþykkt.”

   <DIV>$line$<DIV>Tillagan er samþykkt einróma.</DIV></DIV>

  • 1112080 – Bjarkavellir 3, breyting á deiliskipulagi

   Lagt fram bréf dagsett 3. maí frá byggingafulltrúanum í Hafnarfirði þar sem tilkynnt er um stöðu breytingar á deiliskipulagi á Bjarkavöllum 3. $line$Engar athugasemdir bárust og erindinu hefur verið vísað til skipulags- og byggingaráðs.

   <DIV></DIV>

  • 1104364 – Skóladagatöl leikskóla 2011-2012

   Lögð fram beiðni frá leikskólastjóra á Hvammi um að starfsfólk vinni af sér skipulagsdaginn 18. maí 2012 á tveimur kvöldum.

   <DIV>Fræðsluráð samþykkir beiðni um tilfærslu að þessu sinni, en bendir á að hér er um að ræða breytingu á skóladagatali sem ber að sækja um með góðum fyrirvara. Minnt er á að umsóknir um breytingar á skóladagatölum næsta skólaárs þurfa að berast fræðsluráði fyrir 31. maí nk.</DIV>

  • 1202002 – Skóladagatöl 2012-2013

   Lögð fram beiðni frá leikskólastjóra Hvammi um að færa til skipulagsdaga sem samkvæmt skóladagatali eiga að vera 25. febrúar og 21. maí 2013 og taka þá 2. og 3. maí 2013 vegna fyrirhugaðrar námsferðar starfsfólks.$line$Umsögn foreldraráðs fylgir með.$line$$line$Lögð fram endurskoðuð skóladagatöl Öldutúnsskóla fyrir næsta skólaár.

   Afgreiðslu erindis frá Hvammi frestað.$line$Skóladagatal Öldutúnsskóla staðfest.$line$$line$Fulltrúi starfsfólks á leikskólum og grunnskólakennara víkja af fundi.

  • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

   Sviðsstjóri fór yfir stöðuna.

   $line$$line$Fulltrúi foreldra grunnskólabarna leggur fram bókun: Upplýsingar til foreldra um útfærslu og framkvæmd 5 ára deildar í Hvaleyrarskóla er verulega ábótavant að mati foreldra. Þegar leitað var til skólastjórnenda og leikskólastjóra ásamt starfsmanna leikskóla voru mjög takmarkaðar upplýsingar enda skólastjóri og leikskólastjórar ekki búnir að funda saman. Ótækt er að kynna jafn viðamikla breytingu sem taka gildi strax að loknu sumarleyfi með svo stuttum fyrirvara. Foreldrar hafa ekki nægar upplýsingar til ákvarðanatöku. Fulltrúi foreldra grunnskólabarna gerir alvarlega athugasemd um að erindi formanna foreldrafélaga bæði leik- og grunnskóla, dagsett 24. apríl, sé ekki tekið til efnislegrar umfjöllunar og að formaður fræðsluráðs hafi ekki séð það bréf.”$line$$line$Fulltrúi foreldra leikskólabarna leggur fram bókun: “Fulltrúi forelda leikskólabarna vill koma á framfæri að foreldar og foreldraráð leikskóla í hverfum Hvaleyrarskóla og Setbergskóla eru mjög uggandi vegna fyrirhugaðra breytinga. Fulltrúinn gerir einnig athugasemdir við að ekki sé leitað eftir umsögnum þeirra foreldra sem að málið varðar.”$line$$line$Fræðsluráð felur sviðsstjóra að bregðast við innsendum erindum og halda áfram vinnu við umræddar breytingar á skólaskipan í samræmi við samþykkt fræðsluráðs frá 16. apríl sl. Fræðsluráð leggur áherslu á samráð við skólana í hverfinu og að kynningarfundur verði haldinn svo fljótt sem auðið er fyrir foreldra þeirra barna sem málið varðar og starfsfólk skólanna í Setbergshverfi.

  • 1111153 – Verk- og listgreinar

   Lögð fram samantekt þróunarfulltrúa grunnskóla á verk-og listgreinakennslu í Hafnarfirði.

   <DIV>$line$<DIV>Frestað til næsta fundar.</DIV></DIV>

  • 1112082 – Ytra mat grunnskóla

   Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem þakkað er fyrir þátttöku í tilraunaverkefninu um ytra mat á Víðistaðaskóla.$line$Næsta skref sé að skólinn leggi fram áætlun um umbætur fyrir sveitarfélagið, þ.e. skólanefnd, sviðsstjóra og fræðsluþjónustu.

   <DIV></DIV>

  • 1110328 – Foreldraráð Hafnarfjarðar, fyrirspurn

   Tekin fyrir að nýju beiðni foreldraráðs Hafnarfjarðar um upplýsingar um fjölda nemenda sem hafa hætt í grunnskólum Hafnarfjarðar sl. fimm ár og af hvaða ástæðum.

   <DIV>Fræðsluráð samþykkir að fenginn verði óháður aðili til að safna saman frá skólastjórum grunnskóla öllum tilfærslum nemenda milli skóla innan Hafnarfjarðar og úr skólum í Hafnarfrði í skóla í öðrum sveitarfélögum. Í þeim tilfellum sem ekki eru til skráðar ástæður fyrir flutningum verði haft samband við forráðamann nemandans. Rannsókn þessi nái til þriggja síðustu skólaára og verði niðurstöður kynntar í fræðsluráði í byrjun næsta skólaárs.”</DIV>

  • 1205017 – Sérkennslufræði, styrkumsókn

   Áslaug þóra Harðardóttir og Hlín Sigurþórsdóttir, meistaranemar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sækja um styrk til að þróa kennsluefni fyrir byrjendur í lestri þar sem kennsla barna með einhverfu er í brennidepli.

   <DIV>Fræðsluráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.$line$$line$Fulltrúi foreldra grunnskólabarna víkur af fundi.</DIV>

  • 0908146 – Fjölgreinabraut

   Sviðsstjóri gerir grein fyrir stöðu mála.

  • 0806092 – Fræðsluráð, viðurkenningar

   Kynntar tilnefningar

   <DIV>Afgreitt á næsta fundi.</DIV>

Ábendingagátt