Fræðsluráð

29. maí 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 258

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gestur Svavarsson varamaður

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1111153 – Verk- og listgreinar

      Lögð fram samantekt þróunarfulltrúa grunnskóla á verk- og listgreinakennslu í Hafnarfirði.$line$Frestað á síðasta fundi.

      Þróunarfulltrúi grunnskóla fór yfir skýrsluna. Fræðsluráð samþykkir samhljóða að skýrslan verði send út í skólana til umsagnar hjá list- og verkgreinakennurum.

    • 0905159 – Viðhald húsa og lóða hjá fræðsluþjónustu

      Lögð fram niðurstaða efna- og örverugreiningar á vatni í Hvaleyrarskóla.$line$Lögð fram yfirlýsing stjórnar foreldrafélags Hvaleyrarskóla varðandi viðhaldsverkefni.

      $line$Fræðsluráð fagnar fram komnum áætlunum um viðhaldsverkefni í Hvaleyrarskóla og ítrekar að fylgt verði eftir viðhaldsverkefnum við skólann en leggur áherslu á að ekki verði dregið úr viðhaldi við aðra skóla bæjarins. $line$Fræðsluráð óskar eftir því við fræðsluþjónustu að kynntar verði fyrir foreldrum þær áætlanir sem fram hafa komið. Fræðsluráð beinir þeim orðum til skólaráða að beita sér fyrir bættri umgengni í skólum.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir fram komnar áhyggjur af ástandi skólahúsnæðis, sem er ein birtingarmynd þeirrar þröngu fjárhagsstöðu sem bæjarfélagið er komið í. $line$Kristinn Andersen (sign)$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Lagt fram bréf frá formönnun foreldrafélaga Álfasteins og Hvaleyrarskóla varðandi fimm ára deild í Hvaleyrarskóla ásamt svörum sviðsstjóra við þeim spurningum sem fram eru bornar í bréfinu.$line$Lögð fram tilkynning dags. 21. maí 2012 til foreldra leikskólabarna á Hlíðarbergi og Hlíðarenda um að ákveðið hafi verið að stofna ekki leikskóladeildir í húsnæði Setbergsskóla næsta haust, heldur leitað annarra leiða.$line$Lagður fram undirskriftarlisti foreldra barna í leikskólanum Hlíðarbergi gegn fyrirhuguðum breytingum á skipulagi leikskólans.$line$Lögð fram yfirlýsing ásamt undirskriftarlista foreldra leikskólabarna á Álfasteini gegn fyrrihugaðri fimm ára deild í Hvaleyrarskóla.$line$Lögð fram auglýsing um kynningarfund fyrir foreldra fimm ára barna í skólahverfi Hvaleyrarskóla á fyrirhugaðri fimm ára deild við skólann.$line$

      $line$Fræðsluráð hefur frestað stofnun fimm ára deildar við Setbergsskóla. $line$Fræðsluráð gerir ráð fyrir að valkvæmt verði fyrir foreldra barna í Hvaleyrarskólahverfinu að sækja fimm ára deild við skólann frá næsta hausti. Kynningarfundur um fimm ára deildina verður miðvikudaginn 30. maí kl. 20:00 í Hvaleyrarskóla.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka það sem fram kemur í bókun þeirra frá 16. apríl sl. í fræðsluráði Hafnarfjarðar vegna áfangaskýrslu starfshóps um skólaskipan í Hafnarfirði. Þar var bent á að töluvert ítarlegri upplýsingar vantaði auk nánari útfærslu á tillögum sem settar voru fram í áfangaskýrslunni. Óskað var eftir lokaskýrslu frá starfshópnum þar sem nánar yrði fjallað um hugmyndafræði, útfærslu hugmynda, ábyrgð/forræði, framkvæmd og fjármögnun þeirra leiða sem skoða átti. Ennþá hefur sú lokskýrsla ekki komið fram enda hefur starfshópurinn ekki verið kallaður saman frá því áfangaskýrslan var kynnt í fræðsluráði. Að gefnu tilefni er minnt á málflutning og bókanir sjálfstæðismanna í fræðsluráði og í bæjarstjórn um að nýjungar af þessu tagi fái það ráðrúm sem þarf til undirbúnings og unnið sé að þeim í góðu samráði við foreldra, starfsfólk og aðra sem málið varðar. $line$Kristinn Andersen (sign)$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og VG óska bókað:$line$Af hálfu bæjarbúa er stöðugt unnið að skoðun valkosta til að nýta sem best fjármuni og aðstöðu í eigu bæjarins þannig að saman fari með metnaðarfullu og framsæknu skólastarfi. Fulltrúar Samfylkingar og VG lýsa vonbrigðum sínum með að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins skuli stöðugt koma að slíkum málum með fyrirvörum í stað þess að taka af fullum hug þátt í því starfi sem verið er að vinna.$line$$line$Hvað vísan bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins til þröngrar fjárhagsstöðu bæjarins varðar skal enn á ný rifjað upp að meginorsök hennar má rekja til þess hruns sem hér varð og orsakaðist af hugmyndafræði frjálshyggjunnar. Hins vegar hefur núverandi bæjarstjórn tekist að vinna úr þeim málum þannig að fjárhagsstaða bæjarins er traust til lengri tíma litið.$line$Eyjólfur Sæmundsson (sign)$line$Helena Mjöll Jóhannsdóttir (sign)$line$Gestur Svavarsson (sign)

    • 1205312 – Víðivellir, skógardeild

      Lagt fram bréf frá leikskólastjórum Víðivalla þar sem fram kemur ósk um opnun skógardeildar Víðivalla við Kaldársel.

      Fræðsluráð tekur vel í hugmyndir sem koma fram í bréfi leikskólastjóranna og telur þær áhugaverðar en óskar jafnframt eftir því að lagðar verði fram kostnaðaráætlanir við verkefnið. $line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað: $line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna frumkvæði starfsfólks Víðivalla að því að móta þróunarverkefni um skógardeild við Kaldársel. Að gefnu tilefni er minnt á málflutning og bókanir sjálfstæðismanna í fræðsluráði og í bæjarstjórn um að nýjungar af þessu tagi fái það ráðrúm sem þarf til undirbúnings og unnið sé að þeim í góðu samráði við foreldra, starfsfólk og aðra sem málið varðar. Kristinn Andersen (sign) Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign) $line$$line$Áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna óskar bókað:$line$Bendir á að ef hrinda skal í framkvæmd skógardeild við Víðivelli í Kaldárseli skal fá umsögn frá foreldraráði leikskólans um þessar breytingar áður en þeim er hrint í framkvæmd sbr. 11. gr. laga um leikskóla.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og VG óska bókað:$line$Fulltrúar Samfylkingar og VG hafna því alfarið að hér sé á ferðinni mál sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi sérstaklega borið uppi. Þvert á móti stendur núverandi meirihluti heilshugar að baki því fjölbreytta skólastarfi sem á sér stað í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar og hvetur til og fagnar öllu frumkvæði að nýjungum sem fram koma. $line$Eyjólfur Sæmundsson (sign)$line$Helena Mjöll Jóhannsdóttir (sign)$line$Gestur Svavarsson (sign)$line$

    • 1205292 – Fræðsluráð - fundargerðir

      Lagt fram bréf, dags. 21. maí 2012 frá foreldraráði Hafnarfjarðar vegna fundargerða.

      Lagt fram.

    • 0806092 – Fræðsluráð, viðurkenningar

      Kynnt tillaga fræðsluþjónustu.

      Kynning.

Ábendingagátt