Fræðsluráð

20. ágúst 2012 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 261

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gestur Svavarsson aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1006187 – Ráð og nefndir 2010-2014, kosningar

      Á fundi bæjarastjórnar Hafnarfjarðar 27. júní sl. hlutu eftirtaldir kosningu í fræðsluráð:$line$Aðalmenn:$line$Eyjólfur Þór Sæmundsson, formaður$line$Helena Mjöll Jóhannsdóttir$line$Gestur Svavarsson$line$Helga Ingólfsdóttir$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir$line$$line$Varamenn:$line$Friðþjófur Karlsson$line$Dagbjört Gunnarsdóttir$line$Sigurður Magnússon$line$Halldóra Björk Jónsdóttir$line$Þóroddur Skaptason$line$$line$Kosning varaformanns:

      Formaður býður nýtt ráð velkomið til starfa og fundarmenn kynna sig. $line$Samþykkt var samhljóða að Gestur Svavarsson yrði varaformaður fræðsluráðs.

    • 1206323 – Foreldraráð leikskólabarna - fyrirspurn

      Lögð fram svör við fyrirspurn foreldraráðs leikskóla Hafnarfjarðar frá 20. júní sl.$line$Munnleg svör voru gefin á fundi fræðsluráðs 25. júní.

      Þróunarfulltrúi leikskóla fór yfir svörin.

    • 1208235 – Leikskólabyjun,staðan

      Þróunarfulltrúi leikskóla gerði grein fyrir stöðunni í leikskólamálum.

    • 0808128 – Hagir og líðan ungs fólks í Hafnarfirði, niðurstöður rannsókna

      Geir Bjarnason, forvarnarfulltrúi kynnti niðurstöður könnunar á högum og líðan nemenda $line$8. – 10. bekkja í Hafnarfirði 2012.

      Geir þakkað fyrir hans kynningu á niðurstöðum könnunarinnar.$line$Fræðsluráð óskar eftir upplýsingum um hvort hægt sé að fá ítarlegri upplýsingar annars staðar frá um líðan og hagi nemenda í Hafnarfirði.

    • 1208099 – Áslandsskóli, tómstundamiðstöð (félagsmiðstöð/frístundaheimili)

      Lagt fram bréf, dags. 15. júní frá skólastjóra Áslandsskóla þar sem hann óskar eftir að gerð verði tilraun í Áslandsskóla á næsta skólaári með þeim hætti að starfsemi heilsdagsskóla og félagsmiðstöðvar verði færð undir skólastjóra Áslandsskóla.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:$line$Starfsemi heilsdagsskóla er mikilvægur þáttur í skólastarfi yngstu nemenda. Sú ráðstöfun að flytja forræði heilsdagsskóla yfir til íþrótta- og tómstundaráðs (ÍTH) síðastliðið haust hefur mælst ákaflega misjafnlega fyrir og valdið verulegri röskun á högum nemenda í mörgum tilfellum. Ljóst er að undirbúningur var ekki nægilega vandaður og óljóst hvort fjárhagsleg hagræðing sem stefnt var að hafi náðst. Sjálfstæðismenn taka jákvætt í erindið enda er samhljómur í erindinu við málflutning fulltrúa minnihlutans sem lögðu til á síðasta ári að hægar yrði farið í sakirnar og gerð yrði tilraun í einum skóla til reynslu varðandi flutning málaflokksins.$line$Helga Ingólfsdóttir (sign)$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)

    • 0704184 – Áslandsskóli, húsnæðismál

      Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.

    • 1105363 – Aðalnámskrár grunn- og leikskóla

      Lögð fram drög að greinanámskrám.$line$Frestur til athugasemda er til 7. september.$line$$line$Vakin er athygli á því að drög að greinanámskrám eru nú aðgengileg inni á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins til yfirlesturs og athugasemda til 7. september.$line$ http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/namskrardrog/

      Fræðsluráð felur starfsfólki á fræðslusviði að gera drög að umsögn til mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem lögð verði fram á næsta fundi ráðsins.

    • 1206124 – Bæjarráðsfundir

      Lagðar fram reglur sem samþykktar voru á fundi bæjarráðs 9. ágúst sl. um birtingu gagna með fundargerðum.

    • 1208216 – Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2013

      Vegna þessa liðar mætti rekstrarstjóri fræðsluþjónustu og fór yfir tímasetningar vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2013.

Ábendingagátt