Fræðsluráð

3. september 2012 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 262

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gestur Svavarsson aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1208508 – Smáralundur,nafnabreyting

      Lagt fram bréf frá leikskólastjóra Smáralundar þar sem óskað er eftir nafnabreytingu á leikskólanum eftir að leikskólarnir Kató og Smáralundur voru sameinaðir.

      Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og óskar jafnframt eftir því að stjórnendur skólans leiti eftir tillögum að nafni meðal barna, foreldra og starfsmanna skólans.

    • 1105363 – Aðalnámskrár grunn- og leikskóla

      Frá síðasta fundi.$line$Lagðar fram athugasemdir og ábendingar fræðsluþjónustu Hafnarfjarðar við nýja aðalnámskrá grunnskóla, drög að námsviðmiðum og lykilhæfni.$line$

      Fræðsluráð gerir athugasemdir og ábendingar fræðsluþjónustu að sinni.

    • 1208518 – Skóladagar, skilgreining

      Lögð fram skilgreining mennta- og menningarmálaráðuneytisins á skóladögum í grunnskólum.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1208099 – Áslandsskóli, tómstundamiðstöð (félagsmiðstöð/frístundaheimili)

      Kynnt svarbréf sviðsstjóra fræðslu- og fjölskylduþjónustu við erindi skólastjóra.

      Sviðsstjóri fræðslusviðs fór yfir drög að svarbréfi til skólastjóra Áslandsskóla.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í fræðsluráði óska bókað:$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks ítreka fyrri bókanir vegna sameiningar heilsdagsskóla og félagsmiðstöðva og vegna bréfs skólastjóra Áslandsskóla.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að meirihlutinn skuli ekki vera tilbúinn að skoða með opnum huga það frumkvæði sem skólastjóri Áslandsskóla sýnir með erindi sínu. Reynsla síðasta árs ætti að vera nægjanleg til þess að sýna fram á að skipulagsbreyting sú sem gerð var á rekstrarfyrirkomulagi heilsdagsskóla og félagsmiðstöðva hefur ekki gengið sem skyldi.$line$$line$Skorum við á bæjaryfirvöld að taka málefni heilsdagsskóla og félagsmiðstöðva í Hafnarfirði tafarlaust föstum tökum þannig að börn, foreldrar og skólafólk upplifi sig örugg í faglegu tómstundastarfi í öllum skólum bæjarins.$line$$line$Helga Ingólfsdóttir (sign)$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)$line$$line$Fulltrúar meirihluta óska bókað:$line$Full samstaða var í bæjarráði um þá skipulagsbreytingu sem gerð var á heilsdagsskóla og frístundastarfi fyrir unglinga haustið 2011. Nokkrir byrjunarerfiðleikar hafa komið upp í hinu nýja fyrirkomulagi eins og við mátti búast. Því er hafnað að öryggi barna í frístundastarfi sé ekki tryggt. Einnig er bent á að erindi skólastjórans var vel tekið og því sýnd tilhlýðileg virðing.$line$$line$ $line$Eyjólfur Sæmundsson (sign)$line$Helena Mjöll Jóhannsdóttir (sign)$line$Gestur Svavarsson (sign)

    • 1208509 – Námsvistargjaldskrár

      Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem kynnt er ný gjaldskrá vegna nemenda sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélaga.$line$

      Lagt fram til kynningar.

    • 1111268 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2012

      Rekstrarstjóri fræðsluþjónustu fór yfir sex mánaða uppgjör fræðsluþjónustunnar.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt