Fræðsluráð

17. september 2012 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 263

Mætt til fundar

 • Eyjólfur Sæmundsson formaður
 • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Gestur Svavarsson aðalmaður
 • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Ritari

 • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
 1. Almenn erindi

  • 1103214 – Samstarf Tónlistarskóla Hafnarfjarðar (TH) og grunnskóla

   Lögð fram fyrirspurn frá foreldraráði Hafnarfjarðar um hvað hafi verið ákveðið að gera til að auka samstarf Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og grunnskólanna.$line$Stjórnendur TH mættu til fundarins. $line$$line$

   Gunnar Gunnarsson og Helgi Bragason stjórnendur TH fóru yfir stöðuna gagnvart samstarfi Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og grunnskólanna í bænum.$line$Fræðsluráð felur fræðsluþjónustu að kalla til fundar fagaðila og að þar verði farið yfir þessi mál með það í huga að auka samstarf TH og grunnskólanna.

  • 1111153 – Verk- og listgreinar

   Þróunarfulltrúi grunnskóla fór yfir umsagnir sem borist hafa frá list- og verkgreinakennurum.

   Lagðar fram athugasemdir verk- og listgreinakennara í grunnskólum Hafnarfjarðar.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:$line$$line$Skýrsla þróunarfulltrúa um list- og verkgreinakennslu og umsagnir list- og verkgreinakennara um hana staðfestir að tímafjöldi í umræddum kennslugreinum er ekki fullnægjandi í Hafnarfirði samkvæmt gildandi aðalnámskrá. Þegar skiptistundir í list- og verkgreinum voru skornar niður gerði það skólum ekki lengur kleift að uppfylla lög um kennslutímafjölda. Brýnt er að brugðist verði við þessari stöðu eins fljótt og kostur er.$line$$line$Helga Ingólfsdóttir (sign)$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)$line$$line$$line$Fulltrúar VG og Samfylkingar óska bókað:$line$Verk og listgreinar eru geysi mikilvægur þáttur í skólastarfi.$line$Grunnskólar í Hafnarfirði hafa af mikilli útsjónarsemi mætt hagræðingu og sparnaði m.a. með samþættingu ýmissa námsgreina. Við teljum ekki að lög hafi verið brotin við þessa framkvæmd.$line$Eyjólfur Sæmundsson (sign)$line$Helena Mjöll Jóhannsdóttir (sign)$line$Gestur Svavarsson (sign)

  • 1105363 – Aðalnámskrár grunn- og leikskóla

   Þróunarfulltrúi grunnskóla kynnti verkáætlun vegna innleiðingar aðalnámskrár grunnskóla Hafnarfjarðar 2012-2014.

   Fræðsluráð samþykkir þá verkáætlun sem var kynnt og lögð fram á fundinum og felur fræðsluþjónustu að vinna eftir henni með grunnskólunum.

  • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

   Sviðssjóri fór yfir stöðuna.

   Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar skólaskipan í Hafnarfirði í framhaldi af skýrslu vinnuhóps um hana.

  • 1208509 – Námsvistargjaldskrár

   Tekið fyrir að nýju frá síðasta fundi erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem kynnt var ný gjaldskrá vegna nemenda sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélaga.$line$Kynnt kostnaðaráhrif fyrir Hafnarfjörð.

   Rekstrarstjóri fræðsluþjónustu fór yfir hver kostnaðaráhrif verða fyrir Hafnarfjarðarbæ við þessar gjaldskrárbreytingar. Verði fyrirliggjandi hækkun samþykkt mun kostnaðarhlutdeild Hafnarfjarðar vegna hvers barns hækka um 50%.

  • 0907038 – Gjaldskrár á fræðslusviði

   Rekstrarstjóri fræðsluþjónustu fór yfir gjaldskrá leikskóla og viðbótarafslátt.

   Til upplýsinga.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við upphaflega ákvörðunartöku þegar núgildandi reglur og tekjuviðmið voru sett á. Ljóst er að tekjuviðmið, sérstaklega gagnvart einstæðum foreldrum, eru mjög lág. Ástæða er til að hafa áhyggjur af misræmi í gjaldskrá leikskólagjalda til forgangshópa milli sveitarfélaga. Mikilvægt er að endurskoða gjaldskrá í samræmi við framkomnar upplýsingar. $line$$line$Helga Ingólfsdóttir (sign)$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og VG óska bókað:$line$$line$Með núverandi fyrirkomulagi nást fram markmið um stuðning við tekjulægri hópa og þar með meiri jöfnuð.$line$$line$Eyjólfur Sæmundsson (sign)$line$Helena Mjöll Jóhannsdóttir (sign)$line$Gestur Svavarsson (sign)$line$$line$

  • 1208508 – Smáralundur,nafnabreyting

   Lagðar fram tillögur sem borist hafa að nýju nafni á sameinaða leikskóla Smáralund og Kató.

   Lagt fram til kynningar.$line$Þessar hugmyndir komu um nýtt nafn á Smáralundi :$line$$line$1. Mýri$line$2. Laut$line$3. Melur$line$4. Klettur$line$5. Smárakot$line$6. Smáralundur$line$7. Katólundur$line$8. Brosið$line$9. Hæðarendi$line$10. Lundaklettur$line$11. Þróttheimar$line$12. Brekka$line$13. Brekkuhlíð$line$14. Æskan$line$15. Kató$line$16. Hamarinn$line$17. Krummakot$line$18. Brekkuhvammur

Ábendingagátt