Fræðsluráð

1. október 2012 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 264

Mætt til fundar

 • Eyjólfur Sæmundsson formaður
 • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Gestur Svavarsson aðalmaður
 • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Ritari

 • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
 1. Almenn erindi

  • 1209541 – Foreldraráð Hafnarfjarðar, styrkbeiðni

   Lögð fram styrkbeiðni foreldraráðs Hafnarfjarðar að upphæð 75.000 kr. til að standa straum af námskeiði fyrir stjórnir foreldrafélaga í grunnskólum Hafnarfjarðar, fulltrúa foreldra í skólaráðum grunnskóla í Hafnarfirði og fulltrúa foreldra í foreldraráði Hafnarfjarðar.

   Fræðsluráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk til foreldraráðs Hafnarfjarðar.

  • 1209513 – Skólamatur

   Fyrir tekið áskriftarfyrirkomulag í hádegismat í grunnskólum.

   Ingibjörg Einarsdóttir, skrifstofustjóri á Skólaskrifstofu og Guðmundur Ragnar Ólafsson, innkaupastjóri bæjarins mættu til fundarins og fóru yfir fyrirkomulag mataráskriftar. Fræðsluráð ákveður að fyrirkomulag matarpantana í grunnskólum verði ekki breytt að sinni vegna fyrirsjáanlegs kostnaðar.

  • 1209529 – Könnun sambandsins og FG - skýrsla

   Lögð fram til kynningar niðurstaða sameiginlegrar könnunar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara.

   Þróunarfulltrúi grunnskóla fór yfir helstu niðurstöður.

  • 1201501 – Úttektir á leikskólum 2012

   Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu dagsett 13. september 2012 þar sem tilkynnt er um úttekt á leikskólanum Stekkjarási.

   Lagt fram til kynningar. Enn er inni umsókn frá Hafnarfjarðarbæ um úttekt á leikskólanum Hvammi.

  • 1208508 – Smáralundur,nafnabreyting

   Tekið fyrir frá síðasta fundi ráðsins.$line$

   Fræðsluráð samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að nafn hins sameinaða leikskóla, Smáralundar og Kató, verði Brekkuhvammur.

  • 1111153 – Verk- og listgreinar

   Tekið fyrir frá síðasta fundi.

   Til upplýsinga.

  • 0907038 – Gjaldskrár á fræðslusviði

   Tekin fyrir frá síðasta fundi gjaldskrá leikskóla og tekjuviðmið vegna viðbótarafsláttar.

   Lagt fram til kynningar. Fram kom að viðmiðunarmörkin eru til skoðunar fyrir fjárhagsáætlun 2013.

  • 0907038 – Gjaldskrár á fræðslusviði

   Farið yfir reglur og fjárhæðir niðurgreiðslna vegna dvalar barna úr Hafnarfirði hjá dagforeldrum.

   Til kynningar vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2013.

Ábendingagátt