Fræðsluráð

15. október 2012 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 265

Mætt til fundar

 • Eyjólfur Sæmundsson formaður
 • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Ritari

 • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
 1. Almenn erindi

  • 1210192 – Foreldrasamstarf

   Lögð fram beiðni Foreldraráðs Hafnarfjarðar vegna starfsemi þess 2013.

   Fræðsluráð samþykkir að koma til móts við erindi Foreldraráðs.

  • 1210198 – Menntaskýrslur

   Úttekt á stærðfræðikennslu á unglingastigi gerð af MMR í átta skólum á landsvísu.$line$Úttektin var gerð á grundvelli 38. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 og samkvæmt þriggja ára áætlun mennta- og menningarmálaráðuneytis um úttektir á grunnskólastigi.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1202073 – Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum.

   Óskað var eftir umsögn fræðslusviðs varðandi stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar.

   Fræðsluráð fagnar stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar og gerir ekki athugasemdir við einstaka þætti hennar. Fræðsluráð vill vekja athygli á því að samstarf skóla í Hafnarfirði við aðila erlendis og innanlands er talsvert og stuðlar að ferðamennsku í bænum.

  • 0801395 – Skólastefna Hafnarfjarðar

   Skólastefna Hafnarfjarðar, endurskoðun 2012-2013.

   Farið var yfir væntanlega vinnu vegna Skólastefnu Hafnarfjarðar. Fræðsluráð samþykkir að stofnaður verði 3ja manna vinnuhópur sem haldi utanum endurskoðun Skólastefnu Hafnarfjarðar. Tilnefnt verði í hópinn á næsta fundi ráðsins.

  • 1008212 – Forvarnir á fræðslusviði

   Margrét Sigmarsdóttir verkefnisstjóri PMT mætti til fundarins og fór yfir verkefni PMT og SMT.

   Margréti þakkað fyrir.

Ábendingagátt