Fræðsluráð

5. nóvember 2012 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 267

Mætt til fundar

 • Eyjólfur Sæmundsson formaður
 • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Gestur Svavarsson aðalmaður
 • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Ritari

 • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
 1. Almenn erindi

  • 1211010 – Sjúkraþjálfun í leikskólum

   Lagt fram bréf frá Sjúkraþjálfaranum ehf. þar sem farið er fram á fjárhagslegan stuðning fræðsluþjónustu vegna samstarfs Sjúkraþjálfarans ehf. og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar.

   Fræðsluráð leggur þunga áherslu á að ríkið standi áfram að fjármögnun verkefnisins en samþykkir jafnframt að vísa erindi Sjúkraþjálfarans ehf. til vinnslu fjárhagsáætlunargerðar sviðsins 2013.$line$$line$Bókun frá fulltrúa foreldraráðs leikskóla:$line$Foreldraráð leikskóla í Hafnarfirði telur mikilvægt að jákvætt verði tekið í beiðni Sjúkraþjálfarans ehf. þar sem þessi þjónusta er mikilvæg fyrir leikskólabörn.

  • 0901064 – Lög og reglugerðir, fræðslusvið

   Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins – verklagsreglur, þjóðarsáttmála gegn einelti, fagráð gegn einelti og fleira.

   Lagt fram til kynningar.$line$Fræðsluráð leggur áherslu á að “Dagur gegn einelti” fái verðuga umfjöllun meðal skólasamfélagsins í Hafnarfirði.

  • 0801395 – Skólastefna Hafnarfjarðar

   Skipað í stýrihóp vegna endurskoðunar skólastefnu Hafnarfjarðar. Tekið fyrir að nýju frá síðasta fundi ráðsins.

   Fræðsluráð samþykkir framlagt erindisbréf vegna starfa stýrihóps um endurskoðun skólastefnu Hafnarfjarðar. $line$Eyjólfur Sæmundsson, fulltrúi Samfylkingar, Gestur Svavarsson, fulltrúi Vinstri grænna og Helga Ingólfsdóttir, fulltrúi Sjálfsætðiflokks voru skipuð í stýrihópinn.

  • 1111268 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2012

   Rekstrarstjóri fræðsluþjónustu kynnir níu mánaða uppgjör.

   Fram kom að rekstur sviðsins er innan áætlunar og fagnar fræðsluráð þeim árangri stjórnenda og starfsmanna á sviðinu.

  • 1205312 – Víðivellir, skógardeild

   Víðivellir voru tilnefndir til nýsköpunarverðlauna í opinberum rekstri fyrir skógardeild í Kaldárseli. Verkefnið var meðal 18 tilnefninga af 62 sem bárust og voru valin til kynningar við afhendingu nýsköpunarverðlauna 2012.$line$Leikskólastjóri Víðivalla mætti til fundarins og fór með kynninguna fyrir fræðsluráð.

   Árdís Grétarsdóttir, leikskólastjóri á Víðvöllum, kynnti verkefnið. Fræðsluráð óskar stjórnendum og starfsfólki á Víðivöllum til hamingju með verkefnið og þakkar fyrir frábært starf.

Ábendingagátt