Fræðsluráð

12. nóvember 2012 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 268

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gestur Svavarsson aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla
  1. Almenn erindi

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Lögð fram samantekt sviðsstjóra á stöðu tillagna starfshóps um skólaskipan sem fram koma í áfangaskýrslu starfshópsins frá 11. apríl sl.

      Fyrirspurnir, svör og umræður um samantekt fræðslustjóra og frekari kynningar á stöðu mála varðandi þá þætti sem samantektin tekur til.$line$$line$Tillaga frá formanni ráðsins: Lagt er til að starfshópur um skólaskipan verði lagður niður og verkefni hans færð til fræðsluráðs.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað: “Fram kemur á þessum fundi að umfangsmiklar vangaveltur eru á fræðslusviði varðandi framtíðarskipan skólamála án þess að þær séu kynntar og ræddar í þeim starfshóp sem skipaður var til að fjalla sérstaklega um málið.$line$a) Ljóst er að færanlegu stofurnar sem væntanlegar um áramótin við Áslandsskóla duga einungis út yfirstandandi skólaár og hraða þarf viðræðum um varanlega byggingu við skólann. $line$b)Vegna þeirra umfangsmiklu vangaveltna sem til umræðu eru vegna fyrirsjáanlegrar íbúafjölgunar á Völlum væri æskilegt að starfshópur um skólaskipun kæmi saman til að ræða þær.$line$c) Óskað er eftir upplýsingum um kostnað við leikskóladeildina við Hvaleyrarskóla til samanburðar við aðrar deildir og ennfremur upplýsingar um hvort til stendur að reka deildina áfram. $line$d) Ljóst að lausn þarf að finnast á fjölda leikskólarýma haustið 2014 vegna fyrirsjáanlegrar fjölgunar barna og enn og aftur væri gagnlegt að starfshópur um skólaskipun myndi fjalla um málið.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja fulla þörf á að starfshópur um skólaskipan komi saman sem fyrst til þess að tryggja að breið sátt geti skapast um framtíðarskipun skólamála í Hafnarfirði með aðkomu allra aðila í skólasamfélaginu.”$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)$line$Helga Ingólfsdóttir (sign).$line$$line$Fulltrúar meirihlutans svara bókun Sjálfstæðisflokksá eftirfarandi: “Að ósk minnihlutans ætlar meirihluti ráðsins að kalla starfshópinn saman á ný á grundvelli fyrra erindisbréfs sem skila af sér sem fyrst frekari tillögum varðandi skólaskipan.”$line$$line$

    • 0909258 – Fræðslusvið, námskeiðahald

      Lagður fram bæklingur um námskeið fyrir starfsfólk leikskólanna vegna haustannar 2012.

      Þróunarfulltrúi leikskóla fór örstutt yfir framlagðan námskeiðsbækling og svaraði fyrirspurnum um fyrirkomulag námskeiðanna.

    • 1210430 – Félag grunnskólakennara erindi

      Á fundi bæjarstjórnar 7. nóvember sl. var eftifarandi samþykkt gerð:$line$$line$Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 7. nóvember sl. var til umfjöllunar erindi Félags grunnskólakennara í Hafnarfirði varðandi matarmál.$line$Eftirfarandi samþykkt var gerð:$line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur undir þau áform bæjarstjóra sem fram koma í bréfi dagsettu 6. þessa mánaðar vegna framkominna athugasemda frá félagi grunnskólakennara í Hafnarfirði að boðað verði til fundar um fyrirkomulag mötuneytismála í grunnskólum Hafnarfjarðar með fulltrúum frá skólaskrifstofu, starfsfólks grunnskóla, innkaupastjóra, fulltrúa Skólamatar ehf., bæjarráði og fræðsluráði. Einnig er lagt til að óháður aðili verði fenginn til að gera úttekt á matvælum í grunnskólum Hafnarfjarðar í samræmi við almennar kröfur og ábendingar Lýðheilsustofnunar. Jafnframt er bæjarstjóra falið að gera samanburð á fyrirkomulagi mötuneytismála hjá öðrum sveitarfélögum.”$line$$line$

      Tillaga kom frá formanni ráðsins um að fulltrúi fræðsluráðs verði Helena Mjöll Jóhannsdóttir. Samþykkt samhljóða.

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      Lögð fram drög að umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðar ásamt fylgigögnum.$line$Óskað er umsagnar fræðsluráðs fyrir lok nóvembermánaðar.

      Tillaga formanns fræðsluráðs er að stefnudrögum verði vísað til skólastjórnenda með ósk um þeir taki drögin til umræðu í skóla- og foreldraráða leik- og grunnskóla til umsagnar. Óskað verður eftir umsögnum fyrir lok nóvembermánaðar.

    • 1008213 – Fræðsluráð, fundadagskrá

      Úr fundargerð forsetanefndar frá 2. nóvember sl.$line$$line$2. Bæjarstjórnarfundir fram að jólafríi og sumarfríi 2013: “Síðasti fundur fyrir jólafríi þann 19. desember næstkomandi. Fyrsti fundur á nýju ári þann 16. janúar 2013 og síðasti fundur fyrir sumarfrí 3. júlí 2013.”$line$$line$Þetta þýðir að síðasti fundur fræðsluráðs fyrir jólafrí verður 10. desember og fyrsti fundur eftir áramót 7. janúar og síðan á tveggja vikna fresti.$line$

      Lagt fram til kynningar.

    • 1211113 – Frá forsetanefnd

      Kynntur liður 4 í fundargerð forsetanefndar frá 2. nóvember sl.$line$4. Valdframsal bæjarstjórnar, ráða og nefnda til starfsmanna sveitarfélagsins – réttur til að bera upp mál í bæjarstjórn, ráðum og nefndum.$line$$line$”Kynnt var minnisblað frá lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem svar við fyrirspurn Hafnarfjarðarbæjar um efnið. Niðurstaða forsetanefndar er að taka til greina þær ábendingar sem þar koma fram. Forsetanefnd telur ekki ástæðu til að breyta reglum sem í gildi eru hjá bænum er kveða á um valdframsal eða erindisbréfum ráða og nefnda. $line$$line$Forsetanefnd telur þó ástæðu til að vekja athygli á eftirfarandi atriðum í sambandi við valdframsalið og rétt pólitískra fulltrúa til að bera upp mál: $line$Í 27. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um rétt sveitarstjórnarmanns (á jafnframt við um fulltrúa í ráðum og nefndum) til að bera upp mál á fundum er varða sveitarfélagið. Á grundvelli þessa ákvæðis og eftirhlutverks með stjórnsýslunni geta fulltrúar óskað eftir því að mál sem eru til afgreiðslu hjá starfsmönnum séu tekin upp á fundum þar sem gerð sé grein fyrir stöðu eða afgreiðslu máls af hálfu starfsmanns. Viðkomandi ráð eða nefnd getur hins vegar ekki afgreitt málið vegna valdframsalsins. Forsetanefnd telur mikilvægt að pólitískir fulltrúar virði það verklag að þegar um er að ræða viðkvæm mál er varða einstaklinga, t.d. félagsþjónustumál, þá séu slík mál rædd og upplýst um stöðu þeirra utan dagskrár í trúnaði en þau ekki tekin sérstaklega fyrir á fundi nema þá á grundvelli almennra heimilda til að vísa erindum þangað til afgreiðslu. $line$$line$Jafnframt er áréttað mikilvægi þess að fulltrúar í bæjarstjórn, ráðum og nefndum beini erindum bæjarbúa sem þeim berast til bæjarstjóra og/eða sviðsstjóra viðkomandi sviðs og virði þannig valdmörk og verkaskiptingu í stjórnkerfi Hafnarfjarðarbæjar. Óski fulltrúi eftir upplýsingum um tiltekið mál skal sú beiðni afgreidd í samræmi verklagsreglur um aðgengi bæjarfulltrúa að gögnum. Að lokum er ástæða til að minna á að afgreiðslur erinda hjá starfsmönnum sem byggja á valdframsali bæjarstjórnar, ráðs eða nefndar skulu kynntar viðkomandi tryggilega og um leið kynntur réttur til að kæra ákvörðunina innan og/eða utan stjórnkerfis Hafnarfjarðarbæjar eftir því sem við á samkvæmt gildandi reglum.” $line$

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt