Fræðsluráð

26. nóvember 2012 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 270

Mætt til fundar

 • Eyjólfur Sæmundsson formaður
 • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Gestur Svavarsson aðalmaður
 • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Halldóra Björk Jónsdóttir varamaður

Ritari

 • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
 1. Almenn erindi

  • 1211267 – Samþætting skólaskila

   Kynnt skýrsla starfshóps um samþættingu mennta- og atvinnumála, “Allir stundi nám og atvinnu við hæfi” útgfefin af forsætisráðuneytinu í nóvember 2012. Skýrsluna má finna á:$line$ $line$http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/7412$line$$line$Kynnt bók Gerðar G. Óskarsdóttur, “Skil skólastiga” þar sem ítarlega er fjallað um skil leik- og grunnskóla og grunn- og framhaldsskóla. Niðurstöður í bókinni byggja á rannsókn höfundar sem byggist á vettvangsathugunum, spurningakönnunum og viðtölum.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1211275 – Bjarmi, ósk um stækkun

   Lagt fram bréf, dags. 21.11.2012 frá Björgum leikskólum ehf. þar sem óskað er eftir viðræðum við Hafnarfjarðarbæ um möguleika á stækkun og fjölgun barna við ungbarnaleikskólann Bjarma.

   Fræðsluráð samþykkir að ganga til viðræðna, við Bjargir leikskóla ehf. .

  • 1003251 – Viðburðir, fræðslusviði

   Sigurborg Kristjánsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla sagði frá námsstefnunni, “Frávik í málþroska”, sem haldin verður fimmtudaginn 29. nóvember nk.$line$Ingbjörg Einarsdóttir, skrifstofustjóri á Skólaskrifstofu, mætti til fundarins og sagði frá því sem fór af stað í grunnskólum á degi íslenskrar tungu 16. nóvember sl..$line$

   Ingibjörgu þakkað fyrir hennar framlag um kynningu á Stóru- og Litlu upplestrarkeppninni, samkeppni um boðskort í 6. bekk grunnskólanna, á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar og Smásagnasamkeppni fyrir 8. – 10. bekki grunnskólanna.

  • 1208216 – Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2013

   Tekið fyrir að nýju frá síðasta fundi.

   Eftirfarandi tillögur til viðbótar við framlagða fjárhagsáætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn teknar til afgreiðslu.$line$Tillaga 1$line$Byggt verði íþróttahús með fjórum kennslustofum við Áslandsskóla og tekið í notkun haustið 2013. Rekstrarkostnaður er nettó allt að 14 m.kr. á næsta ári, en framkvæmdin yrði fjármögnuð af fasteignafélaginu og er verið að skoða það sérstaklega. Húsið yrði í eigu bæjarins frá upphafi. Fyrirvari er um að samningar náist við eigendur Áslandsskólalóðarinnar undir þetta nýja hús.$line$$line$Tillaga 2$line$Skiptistundum í grunnskólanum verði fjölgað um sem nemur einni á hverja bekkjardeild næsta haust og verði þá þrjár í stað tveggja í 1. – 7. bekk og fimm í stað fjögurra í 8. – 10. bekk. Kostnaður áætlaður um 23 mkr. á næsta ári (nær 50 m.v. heilt ár).$line$$line$Tillaga 3$line$Full niðurgreiðsla til að eyða mun á leikskóla- og dagforeldragjöldum verði áfram miðuð við 24 mánaða aldur. Ekki verði stigin frekari skref með því að færa aldurinn niður í átt að 20 mánuðum. Aftur á móti verði almenn niðurgreiðsla til allra foreldra sem eru með börn hjá dagforeldrum aukin verulegu eða úr ca. 32 þús. kr. í um 40 þús. kr. Við erum mjög neðarlega í dag hvað þetta varðar m.v. nágrannasveitarfélögin en yrðum nær meðallagi eftir þessa hækkun. Kostnaður um 19 m.kr. á ársgrundvelli.$line$$line$Tillaga 4$line$Tekjuviðmið vegna viðbótarafsláttar á leiksskólagjöldum til tekjulágra hækki um 9% strax frá áramótum en aftur um 5% næsta haust. Þetta miðast við launavísitölu og kemur til móts við það að ekki varð hækkun nú í haust. Kostnaður um 8 m.kr.$line$$line$Tillaga 5$line$Ráðinn verði talmeinafræðingur á Skólaskrifstofu, en nokkur biðlisti hefur myndast vegna aukinnar þarfar fyrir talmeinaþjónustu í leik- og grunnskólum. Kostnaður um 9 mkr. m.v. heilt ár.$line$$line$Tillaga 6$line$Allar gjaldskrár hækki næsta haust sem svarar verðbólgu, sem er um 4% skv. verðbólguspá nema matur í leik- og grunnskólum sem hækki í samræmi við vísitöluhækkun matar og drykkjar sem er nokkuð meiri. Gjald fyrir viðbótartíma í leikskóla umfram 8,5 stundir hækki ekki og því jafnast munurinn á þeim tíma og almennu gjaldi nokkuð.$line$Gjaldrskrár með útreikningum byggðum á þessum forsendum lagðar fram.$line$$line$Fræðsluráð samþykkir tillögurnar með þremur atkvæðum, fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá. Tillögunum vísað til afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fræðslusviðs í fræðsluráði en munu við framlagningu fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðar í bæjarráði og í bæjarstjórn fjalla um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar í heild sinni.$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)$line$Halldóra Björk Jónsdóttir (sign)$line$ $line$Áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna óskar bókað:$line$Foreldraráð leikskóla í Hafnarfirði mótmælir harðlega 4% gjaldskrárhækkun á árinu 2013. Þessi hækkun kemur ofan á gríðarlegar hækkanir leikskólagjalda árið 2012 sem komu mjög hart niður á barnafjölskyldum í bænum. Foreldraráðið bendir einnig á að sumarlokun leikskólanna er 5 vikur árið 2013.$line$$line$Áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna óskar bókað:$line$Foreldraráð Hafnarfjarðar lýsir yfir áhyggjum sínum á hækkunum á gjaldskrá hádegismatar nemenda í grunnskólum sem koma munu harkalega niður á fjölskyldum í bænum. Foreldraráð lýsir ánægju sinni yfir að ráðinn verði talmeinafræðingur á Skólaskrifstofu og að fjölgað verði skiptistundum í grunnskólum.

Ábendingagátt