Fræðsluráð

21. janúar 2013 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 273

Mætt til fundar

 • Eyjólfur Sæmundsson formaður
 • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Gestur Svavarsson aðalmaður
 • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Ritari

 • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
 1. Almenn erindi

  • 1206323 – Foreldraráð leikskólabarna - fyrirspurn

   Fyrir tekið að nýju.$line$

   Svanlaugur Sveinsson og Björn Hilmarsson frá umhverfis- og framkvæmdasviði mættu til fundarins og fóru yfir stöðuna og er þeim þakkað fyrir.$line$Fulltrúi foreldraráðs leikskóla óskar bókað:$line$Samkvæmt reglugerð nr. 942/2002 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og síðari viðaukum, skal aðalskoða leiksvæði barna af faggildum aðila. Aðalskoðunin skal staðfesta öryggi leiktækja, undirstöðu þeirra og umhverfis. Hafnarfjarðarbær hefur ekki látið framkvæma þessa lögbundnu aðalskoðun árlega og við það gerir Foreldraráð leikskóla Hafnarfjarðar alvarlegar athugasemdir.$line$Það er ekki fullnægjandi að Hafnarfjarðarbær, sem rekur leikskólana, framkvæmi einnig úttektir á leikskólalóðum. Ekki er rétt að eitt fyrirtæki hafi þessa löggildingu en þau eru tvö.

  • 1301237 – Samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk í grunnskólum 2013

   Lagt fram bréf, dags. 7. janúar 2013 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem tilkynnt er um dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk haustið 2013.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1301450 – Víðistaðaskóli, skólastjóri

   Lagt fram bréf, dags. 11. janúar 2013 frá skólastjóra Víðistaðaskóla þar sem hann tilkynnir um starfslok sín að loknu yfirstandandi skólaári.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1301464 – Nýsköpunarkeppni grunnskóla

   Lögð fram styrkbeiðni frá Nýsköpunarkeppni grunnskóla.

   Fræðsluráð samþykkir samhljóða að styrkja Nýsköpunarkeppni grunnskóla um kr. 150.000.

  • 1301186 – Áslandshverfi - skólamál

   Kynnt samþykkt bæjaráðs frá 10. janúar sl. um að farið verði í könnunarviðræður við eigendur Áslandsskóla um hugsanlegar leiðir til að ljúka uppbyggingu á skólamannvirkjum á lóðinni. Formaður fræðsluráðs og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs annist viðræðurnar.

   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera ekki athugasemdir við að farið verði í könnunnarviðræður varðandi viðbyggingu við Áslandsskóla en minna á að ekki er gert ráð fyrir fjármagni til verksins á yfirstandandi fjárhagsári samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun vegna ársins 2013. Ljóst er að könnunarviðræður munu ekki leysa núverandi húsnæðisvanda skólans vegna næsta skólaárs og því mikilvægt að starfshópi um skólaskipan verði falið að skoða mögulegar leiðir til lausnar vandans sem fyrst.$line$$line$Helga Ingólfsdóttir (sign)$line$$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)

  • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

   Formaður ræddi framhald vinnunnar um skólaskipan í Hafnarfirði.

   Formaður leggur fram eftirfarandi bókun:$line$Starfshópur um skólaskipan skilaði sl. vor áfangskýrslu með tillögum sem síðan hefur verið unnið að. Fræðsluráð samþykkir að verkefni starfshópsins verði færð til ráðsins sjálfs sem taki upp þráðinn þar sem vinnu starfshópsins sleppti. Ráðið þakkar þeim sem í starfshópnum voru fyrir vel unnin störf. Tillagan samþykkt með þremur atkvæðum VG og Samfylkingar, fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði á móti tillögunni.$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lýsa andstöðu sinni við tillögu meirihluta fræðsluráðs. Ljóst er að fjöldi fundarmanna á fundum fræðsluráðs sem og tímarammi funda ráðsins mun ekki leyfa þá vönduðu og ítarlegu umræðu og vinnu sem viðfangsefni skólaskipunarhópsins þarfnast.$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)$line$Helga Ingólfsdóttir (sign)

Ábendingagátt