Fræðsluráð

4. febrúar 2013 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 274

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Magnússon varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn:
Magnús Baldursson, fræðslustjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Leifur S. Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Eyrún Baldvinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir, áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn:
Magnús Baldursson, fræðslustjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Leifur S. Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Eyrún Baldvinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir, áheyrnarfulltrúi

  1. Almenn erindi

    • 1212079 – Samningi um ræstingu í grunnskólum sagt upp - tillaga úr bæjarstjórn.

      Vegna þessa liðar mæta Guðmundur Sverrisson, rekstrarstjóri fræðsluþjónustu og Guðmundur Ragnar Ólafsson, innkaupastjóri og kynna samanburð kostnaðar á núverandi ræstingakerfi og þeirri leið sem lagt er til að verði farin.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir að fá að kynna sér gögnin betur og að frekari umræðu verði frestað til næsta fundar. Samþykkt.$line$$line$Gestum þakkað fyrir komuna.

    • 1301719 – Félag grunnskólakennara, kjaraviðræður

      Lagt fram til kynningar bréf frá KÍ.

    • 1301760 – Símenntun grunnskólakennara SSH

      Kynnt samstarfsverkefni sveitarfélaga innan SSH í símenntun grunnkennara en það hófst nú í janúar með fræðslufundaröð sem verður á vorönn 2013.

    • 0909258 – Fræðslusvið, námskeiðahald

      Lögð fram til kynningar funda- og námskeiðshandbók leikskóla Hafnarfjarðar fyrir vorönn 2013.

    • 0801395 – Skólastefna Hafnarfjarðar

      Lagt fram uppfært erindisbréf fyrir stýrihóp um endurskoðun skólastefnu Hafnarfjarðar.

      Uppfært erindisbréf er samþykkt.

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Lögð fram skýrsla starfsfólks um skólaskipan í Víðistaðaskóla í Engidal og leikskólans Álfabergs.

      Frekari umræða um tillögu á næsta fundi.

Ábendingagátt