Fræðsluráð

18. febrúar 2013 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 275

Mætt til fundar

 • Eyjólfur Sæmundsson formaður
 • Gestur Svavarsson aðalmaður
 • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Gunnarsdóttir varamaður

Ritari

 • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
 1. Almenn erindi

  • 1212079 – Samningi um ræstingu í grunnskólum sagt upp - tillaga úr bæjarstjórn.

   Tekið fyrir að nýju frá síðasta fundi.

   Fræðsluráð telur að núverandi fyrirkomulag ræstingar í skólum bæjarins sé hagkvæmara en það sem felst í tillögum bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og leggur því ekki til breytingu, en vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði sem hefur með útboð og önnur rekstrarmál að gera.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:$line$$line$Gögn sem liggja þurfa til grundvallar ákvörðunartöku varðandi skólaliðaræstingu liggja ekki fyrir þrátt fyrir ítarlegar tilraunir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins til þess að afla þeirra gagna. Þegar skýrslur óháðra úttektaraðila gefa til kynna að um talsverðan sparnað geti verið að ræða af skólaliðaræstingu og önnur sveitarfélög af sömu stærðargráðu hafa valið það fyrirkomulag er ástæða til þess að fullkanna slíkt fyrirkomulag. Það hefur ekki verið gert. Tillaga fulltrúa meirihlutans um að vísa málinu í bæjarráð er sett fram í andstöðu við fulltrúa minnihlutans sem hafa óskað eftir frestun á málinu á milli funda vegna vöntunar á gögnum. $line$$line$$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)$line$$line$Helga Ingólfsdóttir (sign)

  • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

   Skýrsla starfsfólks um skólaskipan í Víðistaðaskóla, starfsstöð í Engidal og leikskólans Álfabergs tekin fyrir að nýju.

   Fræðsluráð samþykkir samhljóða að vísa vinnu að frekari tillögum og útfærslu, á grundvelli skýrslunnar og annarra gagna, til starfsfólks á Skólaskrifstofu.

  • 1201362 – Samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk 2012

   Kynnt skýrsla Námsmatsstofnunar um niðurstöður samræmdra könnunarprófa haustið 2012. Skýrsluna má finna á vefslóðinni:$line$$line$http://www.namsmat.is/vefur/skyrslur/samramd_prof/skyrsl_samramd_2012/samr_2012_vefur.pdf$line$

   Lagt fram til kynningar.

  • 1302160 – Skóladagtöl 2013-2014

   Lögð fram tillaga að samræmdum hluta skóladagatala leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2013 – 2014.

   Fræðsluráð samþykkir að skipulagsdagar í leikskólum verði sex skólaárið 2013-2014 vegna innleiðingar aðalnámskrár. Leikskólastjórar ákveða í samráði við starfsfólk og foreldraráð hvenær sjötti dagurinn verður. Þá verði sumarlokun leikskóla 2014 ákveðin síðar.

  • 1302170 – Upplýsingatækni í skólastarfi

   Kynnt þróunarverkefni með spjaldtölvur í sérkennslu í leik- og grunnskólum sem er að fara af stað.

   Fræðslustjóri og rekstrarstjóri fræðsluþjónustu gerðu grein fyrir verkefninu.$line$Ákveðið var að halda umræðum áfram á næsta fundi ráðsins.

  • 1301625 – Leikskólinn Stekkjarás, skýrsla með niðurstöðum úttektar

   Lögð fram til kynningar skýrsla vegna úttektar á starfsemi leikskólans Stekkjaráss sem unnin var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið í desember 2012.

   Fræðsluráð samþykkir samhljóða að fela starfsfólki á Skólaskrifstofu að koma með tillögur að viðbrögðum við skýrslunni. Skýrslan verður birt um leið og viðbrögð liggja fyrir.

  • 1205312 – Víðivellir, skógardeild

   Lagt fram bréf frá leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra/verkefnastjóra á Víðivöllum þar sem lýst er útikennslu í Kaldárseli og óskað er eftir að fá að halda henni áfram að loknu þessu skólaári.

   Fræðsluráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra að ganga til samninga um framlengingu leigusamninga fyrir skógardeild Víðivalla í Kaldárseli um eitt ár.

  • 1206289 – Hlíðarendi - skógardeild

   Lagt fram bréf frá leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra/verkefnastjóra á Hlíðarenda þar sem lýst er útikennslu í Skátalundi við Hvaleyrarvatn og óskað er eftir að fá að halda henni áfram að loknu þessu skólaári.

   Fræðsluráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra að ganga til samninga um framlengingu leigusamninga um skógardeild Hlíðarenda í Skátalundi við Hvaleyrarvatn um eitt ár.

Ábendingagátt