Fræðsluráð

4. mars 2013 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 276

Mætt til fundar

 • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Gestur Svavarsson aðalmaður
 • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn:
Magnús Baldursson, fræðslustjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Haraldur Haraldsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Eyrún Baldvinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir, áheyrnarfulltrúi

Ritari

 • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn:
Magnús Baldursson, fræðslustjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Haraldur Haraldsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Eyrún Baldvinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir, áheyrnarfulltrúi

 1. Almenn erindi

  • 1001193 – Innkaupareglur, endurskoðun

   Erindi sent frá bæjarráði þar sem óskað er eftir umsögn fræðsluráðs um drög að endurskoðuðum innkaupareglum.

   Fræðsluráð gerir ekki athugasemdir við drögin.

  • 1205312 – Víðivellir, skógardeild

   Tekið fyrir að nýju frá síðasta fundi ráðsins.$line$Lagður fram tölvupóstur frá fjármálastjóra KFUM og KFUK á Íslandi.

   Málið bíður afgreiðslu og óskað áfangaskýrslu á næsta fundi ráðsins þar sem fram komi mat á rekstri og árangri starfseminnar í vetur – ásamt samanburði við rekstur leikskóladeildar í bænum með sambærilegan barnafjölda.

  • 1201362 – Samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk 2012

   Lögð fram samantekt um niðurstöður samræmdra könnunarprófa 2012, framhald frá hausti.

   Frekari umræða um niðurstöðurnar verða á væntanlegu málþingi þann 19. apríl nk.

  • 1003251 – Viðburðir, fræðslusviði

   Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði verður þriðjudaginn 19. mars í Hafnarborg.

   Kynnt lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarborg þriðjudaginn 19. mars og fræðsluráði afhent boðskort á hátíðina.

Ábendingagátt