Fræðsluráð

18. mars 2013 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 277

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gestur Svavarsson aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn:
Magnús Baldursson, fræðslustjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Leifur S. Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Eyrún Baldvinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Sigurborg Kristjánsdóttir, þróunarfulltrúi leikskó

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn:
Magnús Baldursson, fræðslustjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Leifur S. Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Eyrún Baldvinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Sigurborg Kristjánsdóttir, þróunarfulltrúi leikskó

  1. Almenn erindi

    • 1302160 – Skóladagtöl 2013-2014

      Lögð fram skóladagatöl grunnskólanna vegna næsta skólaárs 2013-2014

      Fræðsluráð samþykkir framlögð skóladagatöl enda liggur fyrir samþykki skólaráða skólanna. Dagatölin verða birt á heimasíðum skólanna.

    • 1303185 – Viðhorfskönnun meðal foreldra leikskólabarna 2013

      Þróunarfulltrúi leikskóla gerði grein fyrir niðurstöðum viðhorfskönnunar.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka góða og gagnlega kynningu á viðhorfi foreldra leikskólabarna en lýsa áhyggjum sínum yfir þeirri stöðu sem blasir við við lestur skýrslunnar. Ljóst er að hagræðing sveitarfélagsins síðustu ára hefur þrengt mjög að öllu umhverfi leikskólans. Fjárhagsleg staða takmarkar mjög getu sveitarfélagsins til þess að ráða faglært starfsfólk og sinna nauðsynlegu viðhaldi á skólalóðum. Gott starf er unnið úti í leikskólunum og eiga foreldrar og starfsfólk skólanna hrós skilið fyrir vel unnin störf í þröngri stöðu. Mikilvægt er að fræðsluráð haldi vöku sinni og búi þannig að leikskólanum að unnt sé að halda úti metnaðarfullu og faglegu starfi og endurskoðuð verði fjárþörf leikskólans fyrir næsta fjárhagsár í samræmi við það.$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)$line$Helga Ingólfsdóttir (sign)$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:$line$Hagræðing unanfarinna ára hefur ekki bitnað á ráðningu fagfólks í leikskólana. Á þessu ári er varið auknu fé til viðhalds skólalóða og gert ráð fyrir lögformlegum úttekum á þeim. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að foreldrar í Hafnarfirði séu almennt ánægðir með starfsemi leikskólanna og á starfsfólk hrós skilið fyrir vel unnin störf.$line$Eyjólfur Sæmundsson (sign)$line$Helena Mjöll Jóhannsdóttir (sig)$line$Gestur Svavarsson (sign)$line$$line$Niðurstöður könnunarinnar verða birtar þegar kynningu í einstökum skólum er lokið.

    • 0806093 – Fræðsluráð, viðurkenningar

      Fræðsluráð veitir viðurkenningar á fræðsluþjónustu árlega.

      Fræðsluráð samþykkir samhljóða að kallað verði eftir tilnefningum til viðurkenninga fræðsluráðs 2013.

    • 1303195 – Framhaldsskóli, ósk um viðræður

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi tillögu:$line$$line$Fræðsluráð leggur til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að óska eftir viðræðum nú þegar við mennta- og menningarmálaráðuneytið um byggingu nýs framhaldsskóla í Hafnarfirði.”$line$Eyjólfur Sæmundsson (sign)$line$Gestur Svavarsson (sign)$line$Helena Mjöll Jóhannsdóttir (sign)$line$

      Tillagan var samþykkt með fimm samhljóða atkvæðum.

    • 1009022 – Leiksvæði, aðalskoðun

      Kynnt tilboð í aðalskoðun leik- og grunnskólalóða i Hafnarfirði.

      Fræðsluráð mælir með að farið verði í úttekt á öllum leiksvæðum við leik- og grunnskóla bæjarins. $line$Samþykkt með fjórum atkvæðum, einn situr hjá.$line$$line$Foreldraráð leikskóla Hafnarfjarðar og foreldraráð Hafnarfjarðar óska bókað:$line$Foreldraráð leikskóla Hafnarfjarðar og foreldraráð Hafnarfjarðar fagna því að farið verði í útboð á lögbundnum úttektum leik- og grunnskólalóða bæjarins.

    • 1210658 – Gjaldskrár Hafnarfjarðarbæjar 2013

      $line$3. liður gjaldskrárinnar orðist svo:$line$”Systkinaafsláttur$line$I. Fyrir annað systkini er veittur 25 % afsláttur$line$II. Fyrir þriðja systkini eða fleiri er veittur 50% afsláttur”$line$

      Tillagan var samþykkt með fimm samhljóða atkvæðum.

    • 1205312 – Víðivellir, skógardeild

      Lögð fram umbeðin áfangaskýrsla leikskólastjóra, vegna skógardeildar í Kaldárseli, um starfið í vetur.

      Fræðsluráð samþykkir samhljóða að samningur um leigu í Kaldárseli verði framlengdur um tvö ár.

    • 1303186 – Sameining grunnskóla í Norðurbæ - fyrirspurn

      Kynnt minnisblað vegna fyrirspurnar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði um hagræðingu við sameiningu Víðistaðaskóla og Engidalsskóla.

    • 1111268 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2012

      Kynnt rekstrarniðurstaða fræðsluþjónustu eftir desember 2012.

      Lagt fram til kynningar

    • 1208216 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2013

      Kynnt mánaðaruppgjör fræðsluþjónustu vegna janúar 2013.

      Lagt fram til kynningar

Ábendingagátt