Fræðsluráð

2. apríl 2013 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 278

Mætt til fundar

  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gestur Svavarsson aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður

Ritari

  • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla
  1. Almenn erindi

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      $line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi tillögu:$line$$line$“Fræðsluráð samþykkir að frá og með næsta skólaári verða tveir aðstoðarskólastjórar við Víðistaðaskóla, annar staðsettur í Engidal, hinn við Víðistaðatún.“$line$Gestur Svavarsson (sign)$line$Helena Mjöll Jóhannsdóttir (sign)$line$Friðþjófur Helgi Karlsson (sign)$line$$line$$line$Greinargerð með tillögu:$line$$line$Starfshópur á vegum starfsfólks Víðistaðaskóla í Engidal og Álafabergs skilaði skýrslu til fræðsluráðs í byrjun árs 2013. Þar lagði hópurinn fram tillögu um aukna samvinnu milli skólastiganna. Skýrslan hefur farið í umræðu innan Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar í samræðu við skólastjórnendur í Víðistaðaskóla og Álfabergs á nokkrum fundum. Niðurstaða Skólaskrifstofunnar af þeirri umræðu er að styrkja beri samstarfið milli skólastiganna og innan hvors skóla fyrir sig. Að sinni er því gert ráð fyrir óbreyttu skólafyrirkomulagi, þannig að Víðistaðaskóli verði áfram á tveimur starfsstöðum, við Víðistaðatún og í Engidal og leikskólinn Álfaberg í Engidal verði áfram sjálfstæður leikskóli.$line$$line$Þessu til rökstuðnings má nefna tvær meginástæður:$line$- Nýr skólastjóri verður ráðinn við Víðistaðaskóla í vor og er eðlilegt að hann komi að frekari mótun þessa samstarfs. Með nýjum skólastjórnendum verður samstarfið þróað frekar.$line$- Vinna fyrir bæði skólastigin um innleiðingu aðalnámskráa með verkáætlunarferli fyrir hvort skólastig um sig er í fullum gangi og verður áfram. Full sameining á þessum tímapunkti gæti truflað eða tafið það ferli.$line$$line$Tillagan gerir ekki ráð fyrir að breyta þurfi fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.$line$

      Tillagan er samþykkt með þremur atkvæðum meirihlutans. $line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá og óska bókað: $line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lýsa vonbrigðum með að ekki eigi að nýta það tækifæri sem er til staðar á þeim tímamótum sem skólastarf stendur nú frammi fyrir í starfsstöðinni í Engidal. Í skýrslu sem starfshópur um skólaskipan í Víðistaðaskóla í Engidal og leikskólanum Álfabergi skilaði til fræðsluráðs í janúar sl. kemur fram að ekki hefur gengið nógu vel stjórnunarlega hvað varðar sameiningu Engidalsskóla og Víðistaðaskóla og að samvinna starfsfólks á milli starfsstöðva hafi ekki gengið sem skyldi t.d. vegna fjarlægðar þeirra á milli. Í skýrslunni er lagt til að leik- og grunnskólinn sem nú þegar starfa í starfsstöðinni í Engidal verði sameinaðir. Ljóst er að meirihlutinn í fræðsluráði hyggst ekki fara leið starfshópsins sem var að mörgu leyti samhljóma þeirri tillögu sem sjálfstæðismenn lögðu fram í bæjarstjórn í tengslum við fjárhagsáætlun vegna yfirstandandi fjárhagsárs, tillagan var svohljóðandi: „Þróunarverkefni í Engidalsskóla fyrir 2- 10 ára börn.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að ráðast í þróunarverkefni í starfsstöð Víðistaðaskóla í Engidal. Þar verði starfræktur heildstæður skóli fyrir 2-10 ára börn sem færi fyrir þróunarstarfi á afmörkuðum sviðum. Skólinn myndi starfa á grundvelli bókunar fimm í kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands fyrir grunnskóla. Skólinn hefði það að leiðarljósi að starfa eftir nýjum grunnþáttum í menntun og lykilhæfni, sbr. læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Ennfremur yrði skólinn forystuskóli á sviði upplýsingatækni þar sem sérstakt þróunarverkefni yrði mótað um notkun rafrænna kennslugagna.$line$Fræðslusviði yrði í samráði við starfshóp um skólaskipan falið að vinna að útfærslu tillögunnar fyrir 1. mars 2013.“$line$Skólaskrifstofu var falið að vinna úr fram komnum tillögum. Það er mat fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að hætta sé á að sú lausn sem nú er lögð til af hálfu meirihlutans í fræðsluráði skapi stjórnunarlega óvissu og leysi ekki þau viðfangsefni sem skýrsla starfsfólksins lýsir.$line$ $line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)$line$Helga Ingólfsdóttir (sign)$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna bóka eftirfarandi: Eins og fram kemur í greinargerð rúmast hugmyndir um frekara samstarf innan framlagðrar tillögu. Hér er ekki verið að loka fyrir frekari hugmyndir um skólaþróun í Engidal.$line$$line$Gestur Svavarsson (sign)$line$Helena Mjöll Jóhannsdóttir (sign)$line$Friðþjófur Helgi Karlsson (sign)

    • 1008206 – Barnaskóli Hjallastefnunnar

      Tekið fyrir að nýju að ósk skólastjóra Barnaskóla Hjallastefnunnar og leikskólastjóra á Hjalla um samþykki fyrir fjölgun nemenda í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði fram fyrir gerð væntanlegs þjónustusamnings.

      Meirihlutinn vísar í fyrri samþykkt sína um að málið bíði afgreiðslu nýs þjónustusamnings, gerð samningsins verði hraðað og drög liggi fyrir á fyrsta fundi fræðsluráðs í maí. $line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram bókun:$line$Mikilvægt er að sjálfstæðir skólar í Hafnarfirði fái svigrúm til að vaxa og þróast í samræmi við aðsókn að skólanum og komið verði til móts við ósk stjórnenda um fjölgun nemenda. Skólinn hefur staðið sig vel faglega og mjög mikilvægt að tryggja að skólinn búi við örugg starfsskilyrði, að valkostir í skólastarfi standi til boða í Hafnarfirði og styðjum ósk stjórnenda skólans um fjölgun nemenda og teljum mikilvægt að taka upp formlegar viðræður sem fyrst um málið í samræmi við framkomna beiðni.$line$$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)$line$Helga Ingólfsdóttir (sign)$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna bóka:$line$Í samræmi við málefnasamning Samfylkingar og Vinstri grænna er lögð áhersla á að styðja við fjölbreytni í skólastarfi skóla á vegum bæjarins. Engin ástæða er til að snúa frá ákvörðun fræðsluráðs þann 10. desember 2012 um að skoða málið í tengslum við gerð þjónustusamnings.$line$$line$Gestur Svavarsson (sign)$line$Helena Mjöll Jóhannsdóttir (sign)$line$Friðþjófur Helgi Karlsson (sign)

    • 1209541 – Foreldraráð Hafnarfjarðar

      Lagt fram bréf, dags. 17. mars frá Foreldraráði Hafnarfjarðar þar sem óskað er eftir að fulltrúar foreldrar úr öllum grunnskólunum í Hafnarfirði sitji vinnufund um námsárangur í skólastarfi í vor.

      Meirihluti fræðsluráðs samþykkir að vísa afgreiðslu erindis til næsta fundar.

    • 1301450 – Víðistaðaskóli, skólastjóri

      Lagður fram listi yfir umsækjendur um stöðu skólastjóra Víðistaðaskóla. Eftirtaldir sækja um stöðuna:$line$Anna Bergsdóttir$line$Anna Kristín Guðmundsdóttir$line$Friðþjófur Helgi Karlsson$line$Hrönn Bergþórsdóttir$line$Þórhildur Helga Þorleifsdóttir$line$Þorkell Ingimarsson

      Fræðsluráð samþykkir að hefja ráðningarferlið í samræmi við samþykktir bæjarins.

    • 1105363 – Aðalnámskrár grunn- og leikskóla

      Lögð fram og kynnt ný aðalnámskrá gunnskóla – greinasvið 2013.

Ábendingagátt