Fræðsluráð

29. apríl 2013 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 280

Mætt til fundar

 • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Gestur Svavarsson aðalmaður
 • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Gunnarsdóttir varamaður

Ritari

 • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla
 1. Almenn erindi

  • 1304482 – Vímuefnaneysla nemenda í 8. - 10. bekk árið 2013

   Geir Bjarnason, forvarnarfulltrúi mætti til fundarins og kynnti niðurstöður könnunarinnar fyrir Hafnarfjörð.

   Geir þakkað fyrir kynninguna.

  • 1302170 – Upplýsingatækni í skólastarfi

   Fulltrúar frá tölvudeild mættu til fundarins og fóru yfir tölvuvæðingu á sviðinu.

   Fræðsluráð þakkar fyrir komuna og kynninguna.$line$$line$Fræðsluráð bókar: Brýn þörf er á skýrri stefnumótun varðandi nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi. Ráðið leggur áherslu á mikilvægi samstarfs og aðkomu aðila skólasamfélagsins um mótun þeirrar stefnu í samstarfi við bæjaryfirvöld.

  • 1304506 – Mötuneytiskönnun

   Innkaupastjóri mætti til fundarins og kynnti niðurstöðu úttektar á mötuneytum grunnskóla Hafnarfjarðar.

   Fræðsluráð þakkar kynninguna.$line$$line$Fulltrúi foreldra leikskólabarna óskar bókað: Foreldraráð leikskóla telur eðlilegt að sambærileg úttekt verði gerð á mötuneytum leikskóla Hafnarfjarðar.

  • 1304451 – Skólahreysti 2013, umsókn um styrk

   Lögð fram beiðni frá Skólahreysti um styrk vegna verkefnisins.

   Samþykkt að styrkja verkefnið um 150.000 krónur.

  • 11032689 – Fyrirspurn frá fulltrúa foreldra leikskólabarna.

   Lagðar fram fyrirspurnir frá fulltrúa foreldrar leikskólabarna.

   Svör lögð fram á næsta fundi.

  • 1208216 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2013

   Kynnt niðurstaða uppgjörs fyrstu þriggja mánaða rekstrarársins 2013.$line$

   Guðmundur Sverrisson, rekstrarstjóri, kynnti stöðuna. Honum þakkað fyrir kynninguna.

  • 1111268 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2012

   Kynnt niðurstaða fjárhagsáætlun fyrir fræðsluþjónustu 2012

   Guðmundur Sverrisson, rekstrarstjóri, kynnti fjárhagsniðurstöðuna. Honum þakkað fyrir kynninguna.$line$$line$Fræðsluráð bókar ánægju sína með að fjárhagsniðurstaða fræðsluþjónustu er í samræmi við áætlun ársins.

  • 0708153 – Viðurkenningar fræðsluráðs

   Kynntar tilnefningar til viðurkenningar fræðsluráðs 2013

   Skólaskrifstofu falið að gera tillögu(r) að viðurkenningunum.

  • 1301450 – Víðistaðaskóli, skólastjóri

   Sviðsstjóri fór yfir ráðningarferlið og kynnti þá niðurstöðu um stöðu skólastjóra Víðistaðaskóla sína að Hrönn Bergþórsdóttir sé hæfust umsækjenda til að gegna stöðu skólastjóra Víðistaðaskóla.

   $line$Umsögn fræðsluráðs:$line$”Lagður hefur verið fram listi yfir umsækjendur um stöðu skólastjóra Víðistaðaskóla sem allir uppfylla formlegar grunnhæfniskröfur til starfans. Sviðsstjóri hefur upplýst fulltrúa fræðsluráðs um ráðningarferlið og faglegt mat hans á því hver teljist hæfastur til að gegna starfinu. Ráðið gerir ekki athugasemdir við þá niðurstöðu.”

Ábendingagátt