Fræðsluráð

13. maí 2013 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 281

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Gestur Svavarsson aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Gunnarsdóttir varamaður

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 11032689 – Fyrirspurn frá fulltrúa foreldra leikskólabarna.

      Lögð fram svör við fyrirspurnum sem lagðar voru fram á síðasta fundi ráðsins.

      Áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna óskar bókað:$line$$line$Bókun vegna leikskólaplássa: Foreldraráð leiksk Hf. telur mjög mikilvægt að börn fái leikskólapláss í sínu hverfi og telur það óásættanlegt að sömu hverfin anni ekki eftirspurn eftir leikskólaplássum ár eftir ár. Foreldraráðið telur brýnt að Hafnarfjarðarbær hugi sem allra fyrst að lausnum fyrir þau hverfi sem ekki anna eftirspurn eftir leikskólaplássum þannig að börnin fái leikskólapláss í sínu hverfi. Ráðið áréttar einnig að mikilvægt er fyrir foreldra að fá með góðum fyrirvara upplýsingar um hvenær börnin eiga að hefja aðlögun á leikskóla þar sem þeir þurfa oft á tíðum að taka mið að aðlögunartímanum við skipulagningu sumarfrísins.?$line$$line$ $line$Bókun vegna ófaglærðs starfsfólks: ?Foreldraráð leiksk Hf. telur afar mikilvægt að nýráðið ófaglært starfsfólk á leikskólum bæjarins fái góða fræðslu og þjálfun um sitt mikilvæga starf við umönnun barna. Einnig að Hafnarfjörður sé með skýra stefnu hvað þetta varðar og að þeirri stefnu sé fylgt eftir. Foreldraráðið þakkar fyrir svörin frá þróunarfulltrúa leikskólanna og leikskólastjórum og mun vinna frekar úr upplýsingunum sem að bárust.?$line$$line$Steinvör V. Þorleifsdóttir (sign)

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Rekstrarstjóri kynnti samantekt á þróun nemendafjölda í skólahverfum og þörf á skólahúsnæði í Hafnarfirði. Sérstaklega á Völlum og í Áslandi.

      Áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna óskar bókað:$line$$line$Fulltrúi foreldra grunnskólabarna telur óásættanlegt að ekki sé búið að tryggja nemendum við Áslandsskóla viðunandi aðstæður til náms þar sem húsnæði skólans er löngu sprungið. Foreldrar vilja ítreka að húsnæðisvandinn leiðir til vandamála er lýtur að bekkjastærðum, lengd stundatöflu og uppfyllingu á viðmiðunarstundaskrá. Einnig hefur húsnæðisvandinn áhrif á líðan barna, kennara og starfsfólk skólans. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir og áskoranir til bæjaryfirvalda um að leysa húsnæðisvanda skólans, hefur lítið þokast þrátt fyrir aukinn vanda.$line$Fulltrúi foreldra grunnskólabarna ítrekar að fræðsluráð svari fyrirspurn stjórnar foreldrafélags Áslandsskóla sem barst ráðinu þann 4. apríl sl., skriflega sem fyrst.$line$$line$Jóhanna Sveinbjörg B. Traustadóttir (sign)

    • 1303195 – Framhaldsskóli, ósk um viðræður

      Lagt fram svar mennta- og menningarmálaráðuneytisins við beiðni um viðræður um nýjan framhaldsskóla í Hafnarfirði.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1302160 – Skóladagatöl 2013-2014

      Lögð fram skóladagatöl leikskóla fyrir skólaárið 2013 – 2014 ásamt umsögnum foreldraráða.$line$Jafnframt lagðar fram beiðnir um tilfærslur á áður ákveðnum skipulagsdögum.

      Þróunarfulltrúi leikskóla gerði grein fyrir beiðnum um tilfærslur á ákveðnum skipulagsdögum. Fyrir liggja staðfestingar allra foreldraráða hvað varðar skóladagatöl leikskólanna.$line$$line$Áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna óskar bókað:$line$$line$Foreldraráð leikskóla Hafnarfjarðar mótmælir eins og í fyrra sjötta skipulagsdeginum þar sem að lokanir á leikskólum eru komnar yfir þolmörk foreldra. Foreldrar eiga ekki rétt á svo löngu fríi eins og skólayfirvöld ætla þeim að taka sbr. fimm vikna sumarlokanir og sex skipulagsdagar. Foreldraráðið óskar því eftir að bærinn endurskoði þessar lokanir og komi til móts við foreldra hvað þetta varðar.$line$$line$Steinvör V. Þorleifsdóttir (sign)

    • 1305065 – Leikskólinn Hörðuvellir, leikskólastjóri

      Kynntar umsóknir um stöðu leikskólastjóra á Hörðuvöllum.

      Sviðsstjóri kynnti umsóknir um stöðu leikskólastjóra.

    • 1305087 – Öldutúnsskóli, skólastjóri

      Lagt fram bréf, dags. 30. apríl frá Erlu Guðjónsdóttur þar sem hún segir lausri stöðu sinni sem skólastjóri Öldutúnsskóla.

      Lagt fram til kynningar.

    • 0708153 – Viðurkenningar fræðsluráðs

      Kynntar tvær tilnefningar til viðurkenningar fræðsluráðs til viðbótar þeim sem kynntar voru á síðasta fundi.

Ábendingagátt