Fræðsluráð

27. maí 2013 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 282

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gestur Svavarsson aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla
  1. Almenn erindi

    • 1305087 – Öldutúnsskóli, skólastjóri

      Kynnt umsókn um stöðu skólastjóra Öldutúnsskóla

      Einn umsækjandi er um stöðuna: $line$Valdimar Víðisson

    • 0909258 – Fræðslusvið, námskeiðahald

      Lögð fram skýrslan “Grunnþættir menntunar, samantekt um fræðslu skólaárið 2012 – 2013” á vegum Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar.

    • 1305252 – Málþing um skólamál

      Sviðsstjóri kynnti hugmynd sína að dagskrá og fyrirkomulagi málþings um bættan árangur í skólastarfi.

      Fræðslustjóra falin frekari útfærsla hugmyndarinnar, stefnt að 13. september til að halda málþingið.

    • 1111272 – Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál

      Tekið fyrir að nýju erindi foreldraráðs Áslandsskóla varðandi húsnæðismál skólans.

      Formaður kynnti stöðu máls.

    • 0708153 – Viðurkenningar fræðsluráðs

      Kynnt tillaga um veitingu viðurkenninga

      Tillagan samþykkt en kynnt síðar.

Ábendingagátt