Fræðsluráð

10. júní 2013 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 283

Mætt til fundar

 • Eyjólfur Sæmundsson formaður
 • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Gestur Svavarsson aðalmaður
 • Halldóra Björk Jónsdóttir varamaður

Ritari

 • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
 1. Almenn erindi

  • 1305065 – Leikskólinn Hörðuvellir, leikskólastjóri

   Sviðsstjóri fór yfir ráðningarferlið og kynnti þá niðurstöðu sína að Sigþrúður Sigurþórsdóttir uppfylli best þau skilyrði sem lögð voru til grundvallar til að gegna stöðu leikskólastjóra Hörðuvalla.

   Lagður hefur verið fram listi yfir umsækjendur um stöðu leikskólastjóra Hörðuvalla sem allir uppfylla formlegar grunnhæfniskröfur til starfans. Sviðsstjóri hefur upplýst fulltrúa fræðsluráðs um ráðningarferlið og faglegt mat hans á því hver teljist hæfastur til að gegna starfinu. Ráðið gerir ekki athugasemdir við þá niðurstöðu.

  • 1305087 – Öldutúnsskóli, skólastjóri

   Sviðsstjóri kynnti þá niðurstöðu sína að Valdimar Víðisson uppfylli öll skilyrði sem lögð voru til grundvallar til að gegna stöðu skólastjóra Öldutúnsskóla.

   Fræðsluráð gerir ekki athugasemdir við niðurstöðu sviðsstjóra.

  • 11032689 – Fyrirspurn frá fulltrúa foreldra leikskólabarna.

   Lagt fram erindi frá foreldraráði leikskóla um sipulagsdaga og sumarlokun leikskólanna 2014.

   Eins og áður hefur komið fram er sumarlokun leikskóla til endurskoðunar eftir þetta skólaár og liggur fyrir að sumarlokun verði stytt. Sjötti skipulagsdagurinn á næsta skólaári er samþykktur vegna aukinnar vinnu við innleiðingu skólanámskrár leikskóla og skal þeirri vinnu lokið vorið 2014. Skipulagsdögum fækkar því aftur í fimm skólaárið 2014-2015.$line$$line$Áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna óskar bókað:$line$Árlegar lokanir leikskóla í Hafnarfirði eru lengri en orlofsréttur flestra foreldra. Þetta veldur flestum barnafjölskyldum í bænum miklum óþægindum. Hafnarfjörður er með lengstu sumarlokanirnar af nágrannasveitarfélögunum og er það bænum ekki til sóma. Foreldrafélög leikskólabarna hafa alltaf mótmælt fimm vikna sumarlokun leikskólanna og bindur miklar vonir við að sumarlokun verði stytt árið 2014.$line$Steinvör V. Þorleifsdóttir (sign)

  • 1302160 – Skóladagatöl 2013-2014

   Lagt fram skóladagatal leikskólans Hjalla. Jafnframt lögð fram beiðni um breytingu á skipulagsdegi á haustönn. Samþykki foreldraráðs liggur fyrir.

   Fræðsluráð samþykkir beiðni Hjalla enda liggur fyrir samþykki foreldraráðs leikskólans fyrir þessari breytingu.

  • 1008206 – Barnaskóli Hjallastefnunnar

   Kynnt vinnuskjal með fyrstu drögum að þjónustusamningi við Barnaskóla Hjallastefnunnar við Hjallabraut.

   Fræðsluráð samþykkir að kynnt drög séu notuð til grundvallar í samningaferlinu.

  • 1008077 – Leikskólabrú

   Lögð fram svohljóðandi tillaga:$line$”Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkir að styrkja á haustönn 2013 allt að 10 leiðbeinendur í leikskólum Hafnarfjarðar til að sækja nám í leikskólabrú sem boðið er upp á í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. Kostnaður fyrir haustönn 2013 er 35.000 kr. á mann. Þeir einir geti sótt um styrk sem hafa a.m.k. þriggja ára starfsreynslu í leikskóla í Hafnarfirði og meðmæli leikskólastjóra.”$line$$line$Greinargerð:$line$Í leikskólum Hafnarfjarðar er hátt hlutfall ófaglærðs starfsfólks og mikilvægt að gefa áhugasömu starfsfólki kost á að bæta við sig menntun sem nýtist í starfinu.$line$Leikskólabrúin er fjögurra anna nám sem fer fram utan dagvinnutíma.

   Fræðsluráð samþykkir fram lagða tillögu.

  • 1208216 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2013

   Kynnt fjögurra mánaða uppgjör fræðsluþjónustu 2013.$line$

   Lagt fram til kynningar.

  • 1008213 – Fræðsluráð, fundadagskrá

   Næstu fundir

   Í dag er síðasti fundur fræðsluráðs fyrir sumarfrí og verður boðað til fundar næst 19. ágúst nema eitthvað verði til þess að boða þurfi til aukafundar á tímabilinu.

Ábendingagátt