Fræðsluráð

19. ágúst 2013 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 284

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gestur Svavarsson aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1006187 – Ráð og nefndir 2010-2014, kosningar,

      Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 19. júní sl. hlutu eftirtaldir kosningu í fræðsluráð til eins árs.$line$Aðalmenn$line$Eyjólfur Þór Sæmundsson, Fagrahvammi 7, formaður (S)$line$Helena Mjöll Jóhannsdóttir, Austurgötu 29b (S)$line$Gestur Svavarsson, Blómvangi 20 (VG)$line$Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26 (D)$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, Lækjarkinn 6 (D)$line$$line$Varamenn$line$Friðþjófur Karlsson, Lækjarbergi 17 (S)$line$Björn Bergsson, Skerseyrarvegur 4 (S)$line$Súsanna Westlund, Norðurvangi 44 (VG)$line$Halldóra Björk Jónsdóttir, Hverfisgötu 45 (D)$line$Þóroddur Skaptason, Miðvangi 3 (D)$line$$line$Kosning varaformanns:

      Gestur Svavarsson (VG) var kosinn varaformaður með þremur atkvæðum, fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá.

    • 1301760 – Símenntun grunnskólakennara SSH

      Lögð fram stöðuskýrsla um símenntun grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu – samstarfsverkefni fræðslusviða sveitarfélaga innan SSH.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Formaður fer yfir stöðuna.

      Formaður gerði grein fyrir stöðunni, varðandi síðari áfanga Áslandsskóla, flutning á lausum stofum frá leikskólanum Hvammi yfir á Vellina og varðandi vinnu við tillögur að skólaskipan á Vallasvæðinu.

    • 1302170 – Upplýsingatækni í skólastarfi

      Lögð fram skýrsla þróunarverkefnisins “Spjaldtölvur í sérkennslu í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar” unnin af sérkennslufulltrúum leik- og grunnskóla.

      Þróunarfulltrúar leik- og grunnskóla gerðu grein fyrir verkefninu.$line$Sviðsstjóri upplýsti að í sumar hafi verið unnið, að hálfu tölvudeildar bæjarins, að uppfærslu á tölvubúnaði í leik- og grunnskólum. Nú þegar hafa hátt í 400 nýjar tölvur verið settar upp í grunnskólunum. Í framhaldinu verður farið í uppfærslu á tölvum innan leikskólanna.$line$Fræðsluráð fagnar fram kominni skýrslu og samþykkir að mótuð verði ný stefna um tölvu- og upplýsingatækni í leik- og grunnskólum bæjarins.

    • 1208216 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2013

      Kynnt vinnuskjal að sex mánaða uppgjöri fræðsluþjónustu.

      Rekstrarstjóri fræðsluþjónustu mætti til fundarins og fór yfir uppgjörið.$line$Í uppgjöri fræðsluþjónustu kemur fram að notuð hafa verið 50,4%, miðað við sex mánaða uppgjör af fjárhagsáætlun allra eininga. Með það fyrir augum leggur fræðsluráð áherslu á að farið verði yfir rekstur allra eininga og leggur jafnframt áherslu á að reksturinn verði innan áætlunar ársins.

    • 1106161 – Tillögur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

      Lagðar fram tillögur ungmennaráðs Hafnarfjarðar sem beinast að fræðsluráði.

      Lagt fram og afgreiðslu frestað til næsta fundar ráðsins sem verður í næstu viku.

Ábendingagátt