Fræðsluráð

9. september 2013 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 286

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gestur Svavarsson aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Halldóra Björk Jónsdóttir varamaður

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1106161 – Tillögur ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

      Tekið fyrir að nýju frá síðustu fundum ráðsins.

      Skólamatur: Fræðsluþjónustu er falið að koma á fundi með verktaka sem er Skólamatur ehf. og ungmennaráði ásamt fulltrúum úr fræðsluráði.$line$Forvarnir: Fræðsluráð samþykkir að fela starfsfólki á Skólaskrifstofu ásamt starfsfólki á fjölskylduþjónustu að vinna að forvörnum með tilliti til óska ungmennaráðs.$line$Húsnæðisástand grunnskólanna: Fræðsluráð tekur undir að auka þarf viðhald á skólahúsnæði. Auknu fjármagni var varið í þessar framkvæmdir á árinu 2013. Sviðsstjóri upplýsti að frá og með næsta skólaári verði stefnt að því að fjármagni hvað varðar viðhald og endurnýjun búnaðar, sem tengist rekstri, sett í fjárhagsáætlun fræðslusviðs.

    • 1008206 – Barnaskóli Hjallastefnunnar

      Lögð fram drög að þjónustusamningi við Barnaskóla Hjallastefnunnar. Sviðssjóri gerði grein fyrir viðræðum við Hjallastefnuna.

      Lagt fram og afgreiðslu frestað til næsta fundar ráðsins.

    • 1305252 – Málfundur um skólamál í Hafnarfirði

      Lögð fram drög að dagskrá fyrir málfund, um árangur í skólastarfi í Hafnarfirði, fundurinn verður í Lækjarskóla föstudaginn $line$20. september nk. kl. 13-16.$line$$line$Áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara vék af fundi kl. 9:50.

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Formaður kynnti hugmyndir um skólaskipan á Völlum og í Skarðshlíð.

      Umræðu frestað til næsta fundar ráðsins.

    • 1110293 – Skólanámskrár og starfsáætlanir leikskóla

      Lagðar fram starfsáætlanir leikskólanna ásamt umsögnum foreldraráða.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt