Fræðsluráð

7. október 2013 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 288

Mætt til fundar

  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gestur Svavarsson varaformaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Björn Bergsson varamaður

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1309645 – Málefni innflytjenda í Hafnarfirði - skýrsla samráðshóps

      Lögð fram skýrsla samráðshóps um málefni innflytjenda í Hafnarfirði.

      Fræðsluráð þakkar fyrir skýrsluna og leggur til að frekari útfærsla verði unnin af fræðsluþjónustu. $line$Kristrúnu Sigurjónsdóttur og Hjálmfríði Sveinsdóttur þakkað fyrir komuna en þær mættu til fundarins og fylgdu skýrslunni eftir fyrir hönd samráðshópsins.

    • 1309649 – Valgreinar í grunnskólum

      Lagt fram til kynningar vinnuskjal um valgreinar í grunnskólum Hafnarfjarðar 2013-2014.

      Áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara vék af fundi kl. 9:40.$line$Þróunarfulltrúi grunnskóla fór yfir samantektina. Fræðsluráð þakkar fyrir samantektina.

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Lögð fram til kynningar endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar, óskað er eftir umsögn fræðsluráðs.

      Fræðsluráð felur fræðsluþjónustu að taka saman umsögn fyrir hönd ráðsins, umsögnin verði lögð fram á næsta fundi fræðsluráðs. Jafnframt er óskað eftir fresti til að skila umsögninni.

    • 1008212 – Forvarnir á fræðslusviði

      Yfirsálfræðingur fræðsluþjónustu mætti til fundarins og gerði grein fyrir hugmynd að “Áætlun gegn einelti – fræðsla til starfsfólks skóla og foreldra í Hafnarfirði 2013-2014.”

      Eiríki Þorvarðarsyni þakkað fyrir kynninguna. Fræðsluráð tekur vel í hugmyndina og vísar til fjárhagsáætlanagerðar, í samráði við skólasamfélagið.

    • 1305252 – Málfundur um skólamál í Hafnarfirði

      Lögð fram samantekt vegna málfundarins.

      Fræðsluráð þakkar fyrir málfundinn sem var mikilvægt innlegg inn í umræðu um þróun grunnskóla í Hafnarfirði.

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Tekið fyrir að ósk fulltrúa Sjálfstæðisflokks í fræðsluráði.

      Lögð fram eftirfarandi tillaga.$line$Tillaga Sjálfstæðisflokkins að skólaskipan á nýbyggingarsvæðum til næstu ára og aukinni samvinnu milli grunnskóla í Hafnarfirði.$line$ $line$Til að mæta þörfum vaxandi byggðar á Völlum, Skarðshlíð og Hvaleyrarholti, sem og þrengslum í Áslandsskóla er lagt til að skólaskipan á svæðinu verði með neðangreindum hætti næstu 4 ár:$line$$line$1 Byggður verði 5 deilda leikskóli að Bjarkavöllum 3, á þeim grunni sem þar er fyrir. Verkinu verði áfangaskipt í samræmi við þarfagreiningu og verði innan þeirra marka sem sveitarfélagið hefur til nýfjárfestinga án þess að skuldsetning aukist. Fyrsti áfangi leikskólans verði tekinn í notkun haustið 2015.$line$$line$2 Undirbúin verði frekari samvinna milli efsta stigs grunnskóla á nýbyggingarsvæðum, hvort sem er sín á milli og við eldri skóla bæjarins. Markmið með aukinni samvinnu verði: Að auka val nemenda, jafnræði milli skóla og nýta skólahúsnæði betur. $line$$line$Málinu frestað til næsta fundar ráðsins.

    • 1309642 – Tillaga um uppbyggingu og samstarf grunnskóla í Hafnarfirði

      Eftirfarandi tillögu vísað úr bæjarstjórn.:$line$$line$”Tillaga að uppbyggingu og samvinnu skóla í Hafnarfirði.$line$ $line$Undirbúin verði frekari samvinna efsta stigs grunnskóla á nýbyggingarsvæðum hvort sem er sín á milli og við eldri skóla bæjarins. Markmið með aukinni samvinnu verði tvíþætt: Annars vegar að auka val sérgreina og hins vegar að nýta húsnæði og aðbúnað í skólum betur.$line$ $line$Greinargerð: $line$Við blasir húsnæðisvandi skóla í nýjustu hverfum bæjarins og afar takmarkað fjármagn er til framkvæmda og nýfjárfestinga. Því er lagt til að skólastjórnendur í samráði við fræðsluráð auki samstarf í elstu bekkjum grunnskólanna í því skyni að nýta betur húsnæði og aðbúnað skólanna og auka valmöguleika nemenda. Í þessu skyni kæmi einnig til greina að taka tímabundið í notkun annað laust húsnæði í eigu bæjarins. Myndaður verði sérstakur fjárhagspottur og úthlutað úr honum til skóla sem taka upp samstarf sín á milli. Mikilvægt er að uppbygging í skólakerfinu taki mið af þörfum íbúa og sé í samræmi við getu sveitarfélagsins til fjárfestinga. Ennfremur að fagfólk og foreldrar fái aðkomu að tillögum á frumstigi til að samvinna sé best tryggð.”$line$Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),$line$Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign). $line$$line$$line$Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi tilvísunartillögu:$line$,,Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu án frekari umræðu til fræðsluráðs, til umfjöllunar.”$line$$line$(Sigriður Björk Jónsdóttir)$line$$line$Gert stutt fundarhlé.$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, vék af fundi kl. 15:30. Gestur Svavarsson tók sæti á fundinum. $line$$line$$line$Kristinn Andersen tók til máls. Þá Geir Jónsson.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu með áorðnum breytingum forseta um að vísa málinu til frekar umfjöllunar í fræðsluráði.

      Málinu frestað til næsta fundar ráðsins.

    • 1208216 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2013

      Lagt fram átta mánaða uppgjör fræðsluþjónustu Hafnarfjarðar 2013.

      Rekstrarstjóri fræðsluþjónustu fór yfir uppgjörið.

Ábendingagátt