Fræðsluráð

21. október 2013 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 289

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gestur Svavarsson aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1111272 – Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál

      Formaður kynnti samþykkt bæjarstjórnar frá 16. október sl. um viðauka við fjárhagsáætlun 2014 þar sem gert er ráð fyrir 40 milljónum króna til hönnunar og byrjunar á framkvæmdum við 2. áfanga Áslandsskóla.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:$line$Framkomin samþykkt um byggingu nýs íþróttahúss ásamt 4 kennslustofum við Áslandsskóla er lögð fram án þess að fyrir liggi hvernig staðið verður að fjármögnun verksins. Fullkomin óvissa er um hvort eða hvernig meirihluti Samfylkingar og VG hyggst fjármagna verkefnið og allur málflutningur því óábyrgur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til aðra forgangsröðun í þeim fjárfestingarverkum sem ráðast þarf í á næstu misserum til að tryggja þjónustu við íbúa í þessum málaflokki.$line$Helga Ingólfsdóttir (sign)$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)

    • 1309642 – Tillaga um uppbyggingu og samstarf grunnskóla í Hafnarfirði

      Tekið fyrir að nýju frá síðasta fundi$line$$line$Tillagan er efnislega sú sama og í lið 2 á dagská fundarins.

      Formaður upplýsti að fundur, með skólasamfélaginu á Völlum, verður haldinn þriðjudaginn 29. október kl. 17 í Hraunvallaskóla.$line$$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:$line$Við getum ekki fallist á tillöguna af neðangreindum ástæðum:$line$Liður 1 um byggingu leikskóla við Bjarkavelli er þegar fram lögð í grunnatriðum í þeirri tillögu sem áður hefur verið lögð fram í fræðsluráði. Óþarfi er að okkar mati að kveða á þessu stigi á um áfangaskiptingu eða aðra tilhögun verksins.$line$Við tökum undir nauðsyn þess að leita leiða til að auka val í efstu bekkjum grunnskólans en getum ekki fallist á þessa tillögu af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi tekur hún ekki til samstarfs við framhaldsskólana og aðila eins og Leikfélag Hafnarfjarðar, en slíkt samstarf er þegar fyrir hendi og mætti hugsanlega auka. Í öðru lagi er í greinargerð gert ráð fyrir að aukið val geti komið í stað framkvæmda til að auka húsnæði grunnskólanna í Áslandi og á Völlum sem við teljum óraunhæft.$line$Í ljósi þessa leggjum við fram aðra tillögu um aukna fjölbreytni og aukið val í efstu bekkjum grunnskólans.$line$Eyjólfur Sæmundsson (sign)$line$Helena Mjöll Jóhannsdóttir (sign)$line$Gestur Svavarsson (sign)$line$$line$Afgreiðslu frestað til næsta fundar.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:$line$Það er ólýðræðislegt að hafna tillögum Sjálfstæðisflokksins án þess að þær fái faglega umfjöllun í fræðsluráði og meðal skólastjórnenda. Meginforsenda fyrir tillöguflutningi fulltrúa Sjálfstæðisflokksins er að innra starf skólanna fái forgang og takmarkaðir fjármunir til nýfjárfestinga verði sem best nýttir. $line$Helga Ingólfsdóttir (sign)$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)$line$$line$Áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara vék af fundi kl. 9:45.

    • 1210361 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2013-2016 viðauki

      Á fundi bæjarstjórnar 16. október sl. var eftirfarandi samþykkt:$line$ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls.$line$Þá Rósa Guðbjartsdóttir sem lagði fram svohljóðandi breytingartillögu f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:$line$”Í stað undirbúnings og hönnunar v. síðari áfanga Áslandsskóla komi undirbúningur framkvæmda við fyrri hluta leikskóla að Bjarkavöllum 3. $line$$line$Skýringar:$line$Þetta er í samræmi við tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram í fræðsluráði 7. okt. þar sem lagt er til að byggður verði 5 deilda leikskóli á Bjarkavöllum á þeim grunni sem þar er fyrir. Verkinu verði áfangaskipt í samræmi við þarfagreiningu og verði innan þeirra marka sem sveitarfélagið hefur til nýfjárfestinga án þess að skuldsetning aukist. Fyrsti áfangi leikskólans verði tekinn í notkun haustið 2015. Einnig eru ítrekaðar tillögur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að skoðað verði aukið samstarf milli efstu bekkja grunnskóla og betri nýtingu húsnæðis og aðbúnaðar í skólunum sem lausn á tímabundnum þrengslum við Áslandsskóla.” $line$Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Valdimar Svavarsson (sign), Geir Jónsson (sign),$line$Kristinn Andersen (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign). $line$$line$$line$$line$$line$Varaforseti las upp framlagða tillögu bæjarstjóra um að vísa breytingartillögu af fundi og í fræðsluráð. Tillagan var samþykkt með 6 atkvæðum. 5 greiddu atkvæði á móti. $line$$line$$line$$line$$line$

      Tillagan felld með þremur atkvæðum Samfylkingar og Vinstri grænna.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:$line$Tillagan er óþörf þar sem fyrir liggur að framkvæmdin við Bjarkavelli mun fá eðlilega fjármögnun í fjárhags- og fjárfestingaráætlunum bæjarins$line$$line$Eyjólfur Sæmundsson (sign)$line$Helena Bjöll Jóhannsdóttir (sign)$line$Gestur Svavarsson (sign)$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:$line$Tilllaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins er tillaga um forgangsröðun fjármuna til nýfjárfestinga í skólahúsnæði og á sem slík fullan rétt á að fá faglega umfjöllun. $line$Helga Ingólfsdóttir (sign)$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)

    • 10102849 – Sumarlokun leikskóla

      Lögð fram svohljóðandi tillaga:$line$”Fræðsluráð samþykkir að sumarlokun leikskóla 2014 verði stytt úr fimm vikum í fjórar og verði frá og með 10. júlí til og með 6. ágúst.”$line$

      Samþykkt samhljóða.$line$$line$Áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna óskar bókað:$line$Foreldraráð leikskóla í Hafnarfirði fagnar styttingu sumarlokana úr fimm vikum í fjórar. Því foreldraráðið mótmælti alltaf fimm vikna sumarlokun.

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Lögð fram umbeðin drög að umsögn um greinargerð með Aðalskipulagi Hafnarfjarðar.

      Afgreiðslu frestað til næsta fundar ráðsins sem verður mánudaginn 28. október.

    • 1310341 – Tillaga um aukna fjölbreytni og aukið val nemenda á efsta stigi grunnskólanna.

      Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:$line$Fræðsluráð felur fræðslusviði í samráði við stjórnendur grunnskóla bæjarins að taka saman greinargerð um möguleika til að auka fjölbreytni og val nemenda á efsta stigi grunnskólans. Einnig verði skoðað hvort auka megi enn frekar samstarf við framhaldskóla bæjarins og aðila utan skólakerfisins eins og Leikfélag Hafnarfjarðar, en einnig aukið samstarf milli skólanna sjálfra. Greinargerðin ásamt tillögum skal lögð fyrir fræðsluráð eins fljótt og kostur er þannig að taka megi tillit til þeirra við skipulag skólastarfs 2014-15.$line$$line$Eyjólfur Sæmundsson (sign)$line$Helena Mjöll Jóhannsdóttir (sign)$line$Gestur Svavarsson (sign)$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)$line$Helga Ingólfsdóttir (sign)

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Teknar fyrir að nýju tillögur fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna annars vegar og fulltrúa Sjálstæðisflokks hins vegar um skólaskipan á Völlum og í Skarðshlíð:$line$$line$Tillaga Samfylkingar og Vinstri Grænna að skólaskipan á Völlum og í Skarðshlíð$line$$line$ $line$Til að mæta þörfum vaxandi byggðar á Völlum og nýrrar byggðar í Skarðshlíð er lagt til að skólaskipan á svæðinu verði með neðangreindum hætti:$line$$line$1. Heilsuleikskólinn að Hamravöllum stækkar úr fimm deildum í sjö, þannig að rými skapast fyrir fjörutíu börn til viðbótar þeim fjölda sem nú er í skólanum. $line$2. Hafinn verði undirbúningur að byggingu 5 deilda leikskóla við Bjarkarvelli á næsta ári, á þeim grunni sem þar er fyrir (um 100 m.kr. þar þegar fjárfest á núvirði). Þar verða til um 120 leikskólapláss. Á móti verða losaðar lausar kennslustofur við Hraunvallaskóla þar sem nú eru 50 leikskólabörn og húsnæðið nýtt fyrir grunnskólann til að mæta fjölgun nemenda þar.$line$3. Undirbúin verði bygging nýs grunnskóla fyrir yngsta- og miðstig (1. – 7. bekk) við Hádegisskarð (áður Liljuvellir), sem þjóni Skarðshlíð og hluta Valla (5 og 6). Þegar er gert ráð fyrir slíkri skólabyggingu í skipulagi. Unglingar fari í Hraunvallaskóla sem verði safnskóli á unglingastigi fyrir allt Vallasvæðið, en dregið verði úr yngsta- og miðstigi þar. Stærð og áfangaskipting hins nýja skóla ræðst af uppbyggingu í hinu nýja hverfi og til að byrja með verði hann útibú frá Hraunvallaskóla.$line$$line$$line$Fyrir teknar að nýju tillögur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá síðasta fundi:$line$Lögð fram eftirfarandi tillaga Sjálfstæðisflokks.$line$Tillaga Sjálfstæðisflokkins að skólaskipan á nýbyggingarsvæðum til næstu ára og aukinni samvinnu milli grunnskóla í Hafnarfirði.$line$$line$Til að mæta þörfum vaxandi byggðar á Völlum, Skarðshlíð og Hvaleyrarholti, sem og þrengslum í Áslandsskóla er lagt til að skólaskipan á svæðinu verði með neðangreindum hætti næstu 4 ár:$line$$line$1 Byggður verði 5 deilda leikskóli að Bjarkavöllum 3, á þeim grunni sem þar er fyrir. Verkinu verði áfangaskipt í samræmi við þarfagreiningu og verði innan þeirra marka sem sveitarfélagið hefur til nýfjárfestinga án þess að skuldsetning aukist. Fyrsti áfangi leikskólans verði tekinn í notkun haustið 2015.$line$$line$2 Undirbúin verði frekari samvinna milli efsta stigs grunnskóla á nýbyggingarsvæðum, hvort sem er sín á milli og við eldri skóla bæjarins. Markmið með aukinni samvinnu verði: Að auka val nemenda, jafnræði milli skóla og nýta skólahúsnæði betur. $line$$line$$line$

      Tillaga Sjálfstæðisflokks felld með þremur atkvæðum meirihluta gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokks.$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:$line$Við getum ekki fallist á tillöguna af neðangreindum ástæðum:$line$Liður 1 um byggingu leikskóla við Bjarkavelli er þegar fram lögð í grunnatriðum í þeirri tillögu sem áður hefur verið lögð fram í fræðsluráði. Óþarfi er að okkar mati að kveða á þessu stigi á um áfangaskiptingu eða aðra tilhögun verksins.$line$Við tökum undir nauðsyn þess að leita leiða til að auka val í efstu bekkjum grunnskólans en getum ekki fallist á þessa tillögu af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi tekur hún ekki til samstarfs við framhaldsskólana og aðila eins og Leikfélag Hafnarfjarðar, en slíkt samstarf er þegar fyrir hendi og mætti hugsanlega auka. Í öðru lagi er í greinargerð gert ráð fyrir að aukið val geti komið í stað framkvæmda til að auka húsnæði grunnskólanna í Áslandi og á Völlum sem við teljum óraunhæft.$line$Í ljósi þessa leggjum við fram aðra tillögu um aukna fjölbreytni og aukið val í efstu bekkjum grunnskólans.$line$Eyjólfur Sæmundsson (sign)$line$Helena Mjöll Jóhannsdóttir (sign)$line$Gestur Svavarsson (sign)$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:$line$Það er ólýðræðislegt að hafna tillögum Sjálfstæðisflokksins án þess að þær fái faglega umfjöllun í fræðsluráði og meðal skólastjórnenda. Meginforsenda fyrir tillöguflutningi fulltrúa Sjálfstæðisflokksins er að innra starf skólanna fái forgang og takmarkaðir fjármunir til nýfjárfestinga verði sem best nýttir. $line$Helga Ingólfsdóttir (sign)$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)

Ábendingagátt