Fræðsluráð

2. desember 2013 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 293

Mætt til fundar

 • Eyjólfur Sæmundsson formaður
 • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Gestur Svavarsson aðalmaður
 • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Ritari

 • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla
 1. Almenn erindi

  • 1304179 – Framhaldsskólar

   Skólameistarar Flensborgarskólans og Iðnskólans mættu til fundarins og gerðu grein fyrir rekstrarstöðu skólanna.

   Fræðsluráð samþykkir eftirfarandi tillögu og vísar til bæjarstjórnar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að óska eftir formlegum viðræðum við mennta- og menningarmálaráðuneytið um stöðu og framtíð framhaldsskólastigsins í Hafnarfirði.”$line$$line$

  • 1301237 – Samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk í grunnskólum

   Kynnt drög að niðurstöðum samræmdra könnunarprófa í grunnskólum Hafnarfjarðar á haustönn 2013.

   Þróunarfulltrúi grunnskóla fór yfir fyrstu niðurstöður en meiri upplýsingar koma á nýju ári.

  • 1208216 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2013

   Lagt fram tíu mánaða uppgjör fræðsluþjónustu.

   Rekstur fræðsluþjónustu er í samræmi við áætlun.

  • 1310408 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2014

   Farið yfir fjárhagstillögur fyrir seinni umræðu.

   Fræðsluráð samþykkir tillöguna með þremur atkvæðum og vísar henni til bæjarráðs. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá og óska bókað: “Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fræðsluþjónustu í fræðsluráði en munu við framlagningu fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðar í bæjarráði og í bæjarstjórn fjalla um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar í heild sinni.” $line$Helga Ingólfsdóttir$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir $line$

  • 0907038 – Gjaldskrár á fræðslusviði

   Farið yfir gjaldskrár á fræðsluþjónustu.

   Gert er ráð fyrir óbreyttum gjaldskrám fræðsluþjónustu árið 2014 en tekjuviðmið vegna sérstakra afslátta verða endurskoðuð til samræmis við breytingar á launavístölu fyrir næsta skólaár.

  • 1008213 – Fræðsluráð, fundadagskrá

   Rætt fundarplan fræðsluráðs á nýju ári.

   Gert ráð fyrir fyrsta fundi ráðsins á nýju ári þann 13. janúar og síðan á tveggja vikna fresti.

Ábendingagátt