Fræðsluráð

7. apríl 2014 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 300

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gestur Svavarsson aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla
  1. Almenn erindi

    • 1111272 – Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál

      Kynnt staðan í viðræðum við FM-hús.

      Formaður kynnti stöðu viðræðna við FM hús um 2. áfanga Áslandsskóla.$line$Umræðu frestað til næsta fundar$line$$line$

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Tekin fyrir að nýju skýrsla um útikennslu í Skátalundi.

      Fræðsluráð samþykkir að gert verði hlé á starfsemi Hlíðarenda í Skátalundi meðan leitað er að framtíðarlausn, vegna öryggissjónarmiða.

    • 1008206 – Barnaskóli Hjallastefnunnar

      Tekið fyrir að nýju og farið yfir stöðuna.

      Frekari viðræður framundan við Hjallastefnuna.

    • 1006276 – Mötuneyti grunnskóla

      Rekstrarstjóri kynnir samanburð á kostnaði við rekstur mötuneyta á móti kostnaði við aðkeyptan mat.

      Fræðsluráð samþykkir að setja í gang vinnuhóp til að gera tillögur um frekari skipan matarmála í grunnskóla, skipaður af fulltrúum fræðsluráðs ásamt starfsmanni frá Skólaskrifstofunni. Fulltrúar fræðsluráðs eru Gestur Svavarsson, Helena M. Jóhannesdóttir og Helga Ingólfsdóttir. Hópurinn skili tillögum um eftir fjórar vikur.

    • 1310408 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2014

      Rekstrarstjóri kynnir tveggja mánaða uppgjör

      Lagt fram.

Ábendingagátt