Fræðsluráð

5. maí 2014 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 302

Mætt til fundar

 • Eyjólfur Sæmundsson formaður
 • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Gestur Svavarsson aðalmaður
 • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Ritari

 • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari
 1. Almenn erindi

  • 1305252 – Málfundur um skólamál í Hafnarfirði

   Tekið fyrir að nýju.$line$Eiríkur Þorvarðarson mætti til fundarins og gerði grein fyrir niðurstöðum starfshópsins og tillögum um næstu skref.

   Fræðsluráð samþykkti áætlunina með tveimur breytingum. Ennfremur að hún verði sent ásamt öðrum gögnum til þátttakenda í ráðstefnu um læsi sem haldin var í byrjun apríl.

  • 1111272 – Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál

   Lagt fram bréf frá foreldrafélagi skólans varðandi húsnæðismál.

   Lagt fram. Formaður fræðsluráðs upplýsti um stöðu málsins í bæjarkerfinu.

  • 1404191 – Lóð við Ölduslóð

   Tekið til umræðu hvort breyta eigi deiliskipulagi Öldutúnsskóla og nágrennis, þannig að reistur verði íbúðakjarni á lóð sem ætluð er fyrir leikskóla.$line$ $line$Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn fræðsluráðs. Í dag er lóðin skilgreind sem stofnanalóð samkvæmt núgildandi deiliskipulagi.$line$

   Fræðsluráð samþykkti eftirfarandi umsögn.$line$Fræðsluráð getur ekki að svo stöddu samþykkt að fallið verði frá leikskólalóð við Ölduslóð. Jafnframt verði þess gætt að aðrar byggingar þrengi ekki um of að leikskólalóðinni.

  • 1103214 – Samstarf Tónlistarskóla Hafnarfjarðar (TH) og grunnskóla

   Rætt um samstarf Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og grunnskóla m.t.t. samantektar starfshóps frá desember 2011.

   Frestað til næsta fundar.

  • 1405020 – Leikskólaáætlun

   Rætt um framtíðaruppbyggingu leikskóla í Hafnarfirði.

   Fræðsluráð samþykkir að hafin verði vinna við gerð leikskólaáætlunar þar sem m.a. verði horft til íbúafjölgunar sem fylgir þéttingu byggðar, uppbyggingu nýrra hverfa og að innritunaraldur í leikskóla verði lækkaður frá því sem nú er. Sviðsstjóra er falið að undirbúa erindisbréf fyrir starfshóp sem heldur utan um viðfangsefnið og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

  • 0806093 – Fræðsluráð, viðurkenningar

   Kynntar tilnefningar.

   Sviðsstjóri kynnti níu tilnefningar sem borist hafa. Fræðsluþjónustu er falið að gera nánara mat á tilnefningunum og koma með tillögu að viðurkenningum á næsta fundi.

  • 1310408 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2014

   Kynnt þriggja mánaða uppgjör.

   Kynnt niðurstaða rekstrar fyrstu þrjá mánuði ársins þar sem fram kom að rekstur er í grundvallaratriðum á áætlun. Fræðsluráð leggur til við bæjarráð að teknar verði upp viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga um greiðslur vegna nemenda sem stunda nám utan lögheimilssveitarfélags.

Ábendingagátt