Fræðsluráð

19. maí 2014 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 303

Mætt til fundar

 • Eyjólfur Sæmundsson formaður
 • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Gestur Svavarsson aðalmaður
 • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Ritari

 • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari
 1. Almenn erindi

  • 1103214 – Samstarf Tónlistarskóla Hafnarfjarðar (TH) og grunnskóla

   Skólastjórnendur Tónlistarskólans mættu til fundarins.

   Fræðsluráð leggur áherslu á að tónlistarstarf úti í grunnskólum verði eflt, sbr. skýrslu starfshóps frá 2011 og felur fræðslusviði að undirbúa tillögur til fræðsluráðs um slíkt samstarf við skólastjórnendur grunnskóla og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.

  • 1401677 – Skóladagatöl 2014 - 2015

   Lagt fram erindi frá skólastjóra Áslandsskóla þar sem farið er fram á breytingu á skóladagatali skólans vorið 2014.$line$Skólastjóri mætir til fundarins vegna þessa erindis.

   Fræðsluráð samþykkir tillögu skólastjórnenda og skólaráðs Áslandsskóla um breytingu á skóladagatali 10. bekkjar í þeim tilgangi að nemendum gefist lengri tími til undirbúnings próftöku í ljósi þess að hluti fyrri pófa er endurtekinn. Sviðsstjóra og stjórnendum skólans er falið að standa fyrir frekari kynningu á málinu meðal foreldra og nemenda. Jafnframt felur ráðið sviðsstjóra að fara yfir verkferla sem við eiga í málum sem þessum.

  • 1401677 – Skóladagatöl 2014 - 2015

   Lögð fram skóladagatöl leikskóla fyrir skólaárið 2014-2015 ásamt umsögnum foreldraráða.$line$Jafnframt lagðar fram beiðnir um tilfærslur á áður ákveðnum skipulagsdögum ásamt staðfestingu foreldraráða.

   Fræðsluráð samþykkir skóladagatöl leikskóla enda liggur fyrir samþykki allra foreldraráða.

  • 1404295 – Þróunar- og nýsköpunarverkefni fræðsluþjónustu

   Lagðar fram umsóknir um styrki til þróunar- og nýsköpunarsjóðs fræðsluráðs. Jafnframt lögð fram tillaga sviðsstjóra að styrkveitingu.

   Tillaga sviðsstjóra að styrkveitingu samþykkt með þremur atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

  • 1006276 – Mötuneyti grunnskóla

   Kynnt staða í vinnu starfshóps.

   Formaður starfshópsins gerði grein fyrir starfi hópsins. Starfshópurinn mun skila inn tillögum til fræðsluþjónustu.

  • 1405241 – Lækjarskóli, húsnæðismál

   Lagt fram erindi skólastjóra Lækjarskóla dags. 14.maí 2014 um létt loft eða gólf yfir þrjú anddyri Lækjarskóla ásamt teikningu.

   Fræðsluráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og fræmkvæmdaráðs til frekari skoðunar og kostnaðarmats.

  • 0806093 – Fræðsluráð, viðurkenningar

   Lagðar fram tillögur fræðsluþjónustu að veitingu viðurkenninga fræðsluráðs fyrir árið 2014.

   Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur fræðsluþjónustu.

Ábendingagátt