Fræðsluráð

11. ágúst 2014 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 305

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
 • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Blöndal varamaður
 • Hörður Svavarsson varamaður

Ritari

 • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari
 1. Almenn erindi

  • 1406404 – Þjálfun barna í leikskóla

   Tekin fyrir að nýju drög að viðmiðunarreglum varðandi ferðir barna úr leikskólum í þjálfun.

   Fræðsluráð staðfesti drögin.

  • 1408053 – Íþróttaskóli fyrir leikskólabörn í Hafnarfirði

   Lagt fram bréf, dags. 8. ágúst 2014, frá Jónu Margréti Brandsdóttur og Birnu Dís Bjarnadóttur þar sem þær fara þess á leit að teknar verði upp viðræður við þær um stofnun íþróttaskóla fyrir börn í leikskólum bæjarins. Með fylgja hugmyndir þeirra um áherslur.

   Erindinu vísað til frekari úrvinnslu sviðsstjóra fræðsluþjónustu.

  • 0909258 – Fræðslusvið, námskeiðahald

   Lagður fram til kynningar funda- og námskeiðsbæklingur leikskóla Hafnarfjarðar vegna haustannar 2014. Ennfremur lagt fram yfirlit yfir fjölda starfsmanna sem sóttu fræðsluerindi á vegum Skólaskrifstofu skólaárið 2013-2014.

  • 1406323 – Danskur farkennari

   Kynnt tilboð og samningur við HÍ um danskan farkennara næsta skólaár.

  • 1407192 – Fræðsluráð, stjúptengsl fyrir fagfólk, námskeið

   Lagt fram bréf, dags. 15. júlí 2014 frá Valgerði Halldórsdóttur þar sem kynnt er námskeiðið “Stjúptengsl-fyrir fagfólk haust 2014”

   Til kynningar.

  • 1310079 – Grunnskólar, ytra mat

   Lögð fram lokaskýrsla um ytra mat á Lækjarskóla sem unnið var af Námsmatsstofnun fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið.

   Þróunarfulltrúi grunnskóla kynnti helstu niðurstöður.

  • 1406403 – Netvæðing skóla

   Sviðssjóri gerir grein fyrir stöðu mála

  • 1408052 – Lestrarnám og læsi

   Kynnt boð frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu á opinn fyrirlestur um lestrarnám og læsi 27. ágúst nk.$line$

  • 1310408 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2014

   Lagt fram sex mánaða uppgjör fræðsluþjónustu.

   Rekstrarstjóri fræðsluþjónustu kynnti stöðuna.

Ábendingagátt