Fræðsluráð

22. september 2014 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 308

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1111272 – Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál

      Sviðssjóri fór yfir stöðu mála varðandi húsnæðismál Áslandsskóla.

      Fræðsluráð leggur áherslu á að ákvörðun í málinu verði hraðað.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi tillögu:$line$$line$Áslandsskóli er einn fárra grunnskóla á Íslandi sem er alfarið í einkaeign og líklega eini skilgreindi hverfisskólinn sem ekki er í eigu sveitarfélags. Þetta fyrirkomulag má rekja til samnings sem undirritaður var þann 16. mars 2000 milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og FM húsa ehf. um svokallaða einkaframkvæmd. Með samningnum tóku FM hús að sér byggingu og rekstur Áslandsskóla í einkaframkvæmd og Hafnarfjarðarbær leigði húsnæðið til 25 ára. Að leigutíma loknum verður húsnæði Áslandsskóla alfarið í einkaeigu fyrrnefnd fyrirtækis.$line$$line$Við samningsundirritun var ekkert hugað að þeirri stöðu sem bærinn yrði í að leigutíma loknum, enda þótt fyrirséð væri að sveitarfélagið þyrfti með einum eða öðrum hætti að tryggja viðunandi húsnæði til skólahalds í þessu hverfi til lengri framtíðar. Ákvarðanir um allar breytingar á núverandi skólahúsnæði, m.a. um nauðsynlega stækkun þess nú, er sömuleiðis háð samþykki eigenda skólans og þeirrar lóðar sem hann stendur á, þ.e. FM húsa ehf.$line$$line$Eftir nokkur ár mun Hafnarfjarðarbær því að óbreyttu standa frammi fyrir fordæmalausri stöðu. Þegar leigusamningur aðila rennur sitt skeið standa bæjaryfirvöld að óbreyttu frammi fyrir tveimur afarkostum, að semja við eigendur Áslandsskóla eða senda börn búsett í hverfinu í önnur skólahverfi.$line$$line$Þar sem samningar hafa enn ekki nást við FM hús um byggingu og fyrirkomulag síðari áfanga Áslandsskóla, gera fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna það að tillögu sinni að sett verði af stað vinna sem miði að því að tryggja skólahald í hverfinu til framtíðar, með hagsmuni bæjarins og íbúa í Áslandi að leiðarljósi. Sérstaklega verði skoðað hvort bygging nýs skóla annars staðar í hverfinu sé raunhæfur kostur. Þá verði einnig gerð athugun á því hvort núverandi samningar og fyrirkomulag skólamála í hverfinu standist 67. grein sveitarstjórnarlaga, sem m.a. kveður á um skyldu sveitarfélaga til að tryggja sér yfirráð yfir þeim fasteignum sem nauðsynlegar eru til að rækja lögboðin hlutverk, þ.m.t. rekstur grunnskóla.$line$$line$Tillögunni er frestað.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartar framtíðar lögðu fram eftirfarandi bókun:$line$$line$Fulltrúar Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokks ítreka og vísa í þá umræðu sem átt hefur sér stað á fundinum, að húsnæðismál skólastarfsemi í Áslandi eru til sérstakrar skoðunar þessa dagana og er áhersla lögð á að finna góða lausn á því til framtíðar með samstöðu og í sátt við alla hlutaðeigandi.

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála varðandi húsnæðismál leik- og grunnskóla í Vallahverfi.

      Sviðsstjóra falið að endurmeta þörfina í samræmi við nýjustu upplýsingar um íbúaþróun á svæðinu og fjölgun barna í Hraunvallaskóla. Lögð er áhersla á að unnið verði markvisst að framtíðarlausn mála.

    • 0810213 – Stóra upplestrarkeppnin

      Lagt fram bréf dags. 1. september 2014 frá Röddum, samtökum um vandaðan upplestur og framsögn þar sem gerð er grein fyrir landsverkefni í upplestri sem staðið hefur í 18 ár í 7. bekkjum grunnskólanna og er óskað eftir áframhaldandi góðu samstarfi vegna þess.

    • 11023155 – Skólavogin

      Kynntar helstu niðurstöður Skólavogarinnar fyrir skólaárið 2013-2014.

      Þróunarfulltrúi grunnskóla fór yfir helstu niðurstöður.

    • 1105363 – Aðalnámskrár grunn- og leikskóla

      Lagt fram bréf, dags. 10. september 2014 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem kynnt er breyting á námsmati í grunnskóla.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1108345 – Öryggi skólabarna

      Lögð fram til kynningar Handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum, gefin út af mennta- og menningarmálaráðuneytinu í ágúst 2014.

    • 1301760 – Símenntun grunnskólakennara SSH

      Lagt fram bréf frá samráðshópi um símenntun grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða málstofu um málefni bráðgerra nemenda á höfuðborgarsvæðinu.

    • 0904173 – FH, Afreksskóli

      Lögð fram greinargerð um starfsemi afreksskóla FH

      Lagt fram.

    • 0803123 – Afreksskóli Hauka

      Lögð fram greinargerð um starfsemi afreksskóla Hauka.

      Lagt fram.

    • 1409527 – Tæknisetur

      Lagt fram erindi frá framkvæmdastjóra sprotafyrirtækisins Skema þar sem hefur haldið námskeið í forritun og leikjahönnun fyrir börn á aldrinum 6 til 16 ára auk þess að kenna kennurum að kenna forritun og nýta tækni betur í skólastarfi.$line$Í erindinu er lýst áhuga á samstarfi um uppbyggingu tækniseturs í Hafnarfiði.

      Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að ræða við forsvarsmenn fyrirtækisins.

    • 1406405 – Gjaldskrár, starfshópur

      Tilnefnt í starfshóp um heilsdagsskóla, fristundastyrki og fyrirkomulag niðurgreiðslna og gjalda. Lagt fram erindsbréf starfshópsins.

      Fræðsluráð tilnefnir Hörð Svavarsson, Karólínu Helgu Símonardóttur og Öddu Maríu Jóhannsdóttur í starfshópinn.

Ábendingagátt