Fræðsluráð

12. janúar 2015 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 317

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Karólína Helga Símonardóttir varamaður

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1305252 – Læsisverkefni

      Formaður stýrihóps um læsi ásamt verkefnastjórum kynna niðurstöður mælinga á skimunarprófum “Leið til læsis” og “HLJÓM-2” í leik- og grunnskólum.$line$Jafnframt farið yfir það sem framundan er.

      Haraldur L.Haraldsson bæjarstjóri og Ingibjörg Einarsdóttir skrifstofustjóri mættu á fundinn undir þessum lið.$line$$line$Fræðsluráð þakkar stýrihópnum um læsi fyrir kynninguna.

    • 1111272 – Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál

      Frestað á síðasta fundi.$line$Leifur S. Garðarsson skólastjóri mætti til fundarins.

      Haraldur L Haraldsson bæjarstjóri og Ingibjörg Einarsdóttir skrifstofustjóri voru á fundinum undir þessum lið.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:$line$$line$”Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna harma að ekki hafi verið stigin skref til þess að leysa húsnæðismál Áslandsskóla til framtíðar. Minnt er á þá einkennilegu stöðu sem Hafnarfjarðarbær er í gagnvart eignarhaldi á skólahúsnæðinu og mikilvægi þess að grípa til ráðstafana áður en samningstími rennur út. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna furða sig á því að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar hafi fellt tillögu fulltrúa minnihlutans varðandi húsnæðismál skólans og upphaflega var lögð fram þann 22. september sl., sem þó virðist í fullu samræmi við afstöðu bæjarstjóra í málinu.”$line$Adda María Jóhannsdóttir$line$Elva Dögg ÁsuogKristinsdóttir$line$$line$Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi bókun:$line$$line$”Fram kom í máli skólastjóra Áslandsskóla á fundinum að ekki er ágreiningur um úrlausn húsnæðismála fyrir komandi skólaár. Þá hefur ítrekað komið fram á fundum fræðsluráðs á undanförnum vikum að unnið er að framtíðarlausn skólamála á svæðinu, m.a. með tilliti til eignarhalds á húsnæði Áslandsskóla.”$line$Rósa Guðbjartsdóttir$line$Hörður Svavarsson$line$Karólína Helga Símonardóttir

    • 1409495 – Grunnskóli, stofnun nýs skóla

      Frá síðasta fundi.$line$Lögð fram umbeðin samantekt.

      Ingibjörg Einarsdóttir skrifstofustjóri var á fundinum undir þessum lið.$line$$line$Fræðsluráð óskar eftir að sviðsstjóri afli frekari gagna í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1412170 – Bæjarbrú

      Tekið fyrir að nýju frá síðasta fundi.$line$Engar athugasemdir eða ábendingar hafa borist.

      Fræðsluráð staðfestir tillögu starfshópsins.

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lagt fram bréf, dags. 5. janúar 2015 frá daggæslufulltrúa vegna umsóknar um endurnýjun á starfsleyfi fyrir daggæslu í heimahúsi.$line$Daggæslufulltrúi mælir með að umsóknin verði samþykkt.

      Fræðsluráð staðfestir umsókn um endurnýjun á starfsleyfi fyrir Ólafíu Guðbrandsdóttur.

    • 1501338 – Fyrirspurn

      Tekin fyrir eftirfarandi fyrirspurn frá síðasta fundi.$line$$line$”Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska eftir upplýsingum um það hvort og þá hversu mörg börn í Hafnarfirði njóti ekki leikskólavistar eða dvalar á frístundaheimili vegna vangoldinna vistunargjalda.$line$ Adda María Jóhannsdóttir$line$ Elva Dögg ÁsuogKristinsdóttir

      Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðunni varðandi leikskólabörn. Fram kom að afar sjaldgæft er að börn missi pláss vegna skuldar.

    • 1410335 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2015

      Teknar fyrir að nýju eftirfarandi tillögur sem vísað var til fræðsluráðs úr bæjarstjórn.$line$$line$Tillaga merkt SV1:$line$”Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að sú hagræðing sem verður til vegna fækkunar barna á skilgreindum leikskólaaldri og er áætluð 73 m.kr. á næsta ári verði ekki nýtt til að standa undir nýjum útgjöldum á grunnskólastigi heldur til eflingar leikskólastigsins.”$line$$line$Tillaga merkt SV6:$line$”Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að framlög í þróunarsjóð verði í samræmi við fyrri áætlanir en verði ekki skornar niður eins og lagt hefur verið til. Sérstök áhersla verði lögð á að efla móðurmálskennslu leik- og grunnskólabarna af erlendum uppruna.”

      Gert var stutt fundarhlé$line$$line$Tillaga merkt SV1:$line$$line$Tillagan er samþykkt samhljóða.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar leggja fram eftirfarandi bókun.$line$$line$”Tillagan er samþykkt af hálfu Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar enda hefur sú hagræðing sem verður til vegna fækkunar barna á skilgreindum leikskólaaldri sannarlega verið nýtt til eflingar leikskólastigsins en kostnaður bæjarfélagsins við laun til starfsmanna leikskóla eykst um tugi milljóna króna á milli ára vegna áhrifa kjarasamninga. Og það er fjárfesting í mannauð leikskólanna.”$line$Rósa Guðbjartsdóttir$line$Hörður Svavarsson$line$Karólína Helga Símonardóttir$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja fram eftirfarandi bókun:$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja fram eftirfarandi bókun:$line$”Í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun kom vilji okkar ítrekað í ljós, þ.e. að við hefðum viljað sjá að með þeirri hagræðingu sem til verður vegna fækkunar barna á skilgreindum leikskólaaldri og er áætluð 73 milljónir króna á næsta ári yrðu stigin skref í þá átt að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla í skrefum. Við höfum nú þegar lagt fram okkar bókun sem sýnir vilja minnihlutans í málinu. Sú bókun kom fram á fundi ráðsins þann 24. nóvember sl. og var ítrekuð í bæjarstjórn þann 10. desember. Meirihlutinn kaus hins vegar að fara aðra leið. Nú er búið að samþykkja fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 og því ekki ljóst hvers vegna tillögum minnihlutans var vísað inn í fræðsluráð yfir höfuð. Það að fara fram á nánari útfærslu nú þegar búið er að afgreiða fjárhagsáætlun og meirihlutinn hefur ráðstafað hagræðingunni í annað er hreinn leikaraskapur. Vilji okkar og áherslur voru skýrar og komu ítrekað fram á fundum tengdum fjárhagsáætlunargerð en engu að síður kaus meirihlutinn að ráðstafa peningum á annan hátt. Kjarasamningar eru vissulega fjárfesting í mannauði en við teljum það hártoganir að líta á aukinn launakostnað nú sem svar við tillögu okkar sem miðar að því að nýta það svigrúm sem skapast hefur til að lækka í skrefum inntökualdur á leikskóla.”$line$$line$Adda María Jóhannsdóttir$line$Elva Dögg ÁsuogKristinsdóttir$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartar framtíðar leggja fram eftirfarandi bókun:$line$$line$”Ítrekað hefur komið fram að kjarasamningar leik- og grunnskólakennara auka útgjöld bæjarfélagsins um hundruð milljóna króna og því teljum við það sýndarmennsku hjá fulltrúum minnihlutans að halda því fram að hægt sé að ráðstafa hagræðingunni á annan veg en að standa við gerða kjarasamninga.”$line$Rósa Guðbjartsdóttir$line$Hörður Svavarsson$line$Karólína Helga Símonardóttir$line$$line$$line$Tillaga merkt SV6$line$$line$Tillagan er felld með vísan til bókana frá fundi fræðsluráðs 15. desember sl.

    • 1410099 – Foreldraráð Hafnarfjarðar - mötuneyti í skólum

      Á fundi fræðsluráðs var eftirfarandi samþykkt:$line$”Fræðsluráð fagnar óskum foreldraráðs Hafnarfjarðar um að foreldrar í Hafnarfirði geti valið um vikudaga í áskrift að mat hjá Skólamat, en niðurstöður athugunar Skólaskrifstofu leiða það í ljós að þetta er vel framkvæmanlegt.$line$Fræðsluráð felur fræðslustjóra að endurskoða samning við Skólamat með það í huga að foreldrum verði gefinn kostur á að velja einnig staka daga í matarkaupum og nýtt fyrirkomulag verði kynnt svo fljótt sem auðið er. Einnig verði unnið að því að bjóða upp á sams konar fyrirkomulag í þeim skólum sem ekki selja mat frá Skólamat.”

      Sviðsstjóri gerði grein fyrir framgangi málsins.

Ábendingagátt