Fræðsluráð

9. febrúar 2015 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 319

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gestur Svavarsson varamaður

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1401677 – Skóladagatöl 2014 - 2015

      Lögð fram beiðni frá leikskólanum Bjarma um tilflutning á skipulagsdegi í maí. Staðfesting foreldraráðs fylgir með.

      Fræðsluráð samþykkir beiðni Bjarma enda liggur fyrir samþykki foreldraráðs.

    • 1111272 – Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál

      Kynnt erindi frá foreldrafélagi Áslandsskóla varðandi lausn húsnæðismála skólans.

    • 1305252 – Læsisverkefni

      Kynnt dagskrá læsisráðstefnu fræðsluþjónustu Hafnarfjarðar sem verður 25. febrúar nk.

      Lagt fram.

    • 1502165 – Framtíðarsýn fræðsluráðs um inntökualdur barna á leikskóla

      Lagt fram erindi foreldraráðs leikskóla dags.3. febrúar 2015 um framtíðarsýn fræðsluráðs um inntökualdur barna á leikskólum.

      Lagt fram.

    • 1409495 – Grunnskóli, stofnun nýs skóla

      Tekið til umræðu og óskað eftir frekari gögnum og upplýsingum.

      Fræðsluráð óskar eftir upplýsingafundi með fulltrúa menntamálaráðuneytisins vegna málsins.

Ábendingagátt