Fræðsluráð

23. febrúar 2015 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 320

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Helgi Arnarson,áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Herborg Friðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Þórður Ingi Bjarnason, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ólafía Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Björg Jónatansdótttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks í leikskóla og Helga Hrönn Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Helgi Arnarson,áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Herborg Friðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Þórður Ingi Bjarnason, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ólafía Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Björg Jónatansdótttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks í leikskóla og Helga Hrönn Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1502366 – SMT/PMT

      Kynningu frestað til næsta fundar.

    • 1412156 – Hvatning til að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla

      Lögð fram frekari útfærsla og kostnaðargreining á fyrstu tillögum til eflingar menntunarstigs í leikskólum Hafnarfjarðar, sbr. fundargerð fræðsluráðs frá 26. janúar sl.

      Fræðsluráð samþykkir að fara í aðgerðir til að auka menntunarstig starfsmanna í leikskólum Hafnarfjarðarbæjar. Sviðsstjóra er falið að gera könnun á því í leikskólum bæjarins hver áhuginn er varðandi hvern lið 1, 2 og 3. $line$Ákvarðanir um fjölda styrkja í hverjum lið verða teknar þegar niðurstaða könnunarinnar liggur fyrir. Varðandi 4. liðinn um að efla leiðtogahæfni og stuðning við stjórnendur leikskólanna er sviðsstjóra falið að gera tillögu um framkvæmdina.$line$ $line$Í lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla segir m.a. að: “Að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla skulu teljast til stöðugilda leikskólakennara.” Í Hafnarfirði er hlutfall leikskólakennara í dag um 31% og aðrir með uppeldismenntun um 17%. Alls er hlutfall fagfólks því um 48% í leikskólum Hafnarfjarðar. Þótt þetta sé í hærri kantinum ef miðað er við önnur sveitarfélög vantar talsvert upp á að ákvæði laganna sé náð. Markmiðið er að á næstu árum verði komnar aðstæður til að geta boðið yngri börnum leikskóladvöl og er þá grundvallaratriði að kennarar séu til staðar í leikskólunum. Með samþykkt þessarar tillögu er verið að taka mikilvægt skref til að hækka þetta hlutfall og fjölga kennurum.$line$

    • 1502364 – Skóladagatöl 2015-2016

      Lögð fram tillaga að samræmdum hluta skóladagatala leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2015 – 2016

      Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að samræmdum hluta skóladagatala leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2015 – 2016. Gert er ráð fyrir því að vetrarfrí á vorönn verði valfrjálst meðal einstakra grunnskóla. Leikskólar geta sótt um tilfærslur á skipulagsdögum vegna námsferða eins og áður. Leik- og grunnskólar skili endanlegum skóladagatölum, staðfestum af skóla-/foreldraráðum fyrir 20.mars nk.

    • 1502165 – Framtíðarsýn fræðsluráðs um inntökualdur barna í leikskóla

      Tekið fyrir að nýju.

      Lagt fram svar fulltrúa Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks.$line$$line$”Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 er ekki gert ráð fyrir niðurskurði á leikskólastiginu. Inntökuskilyrði eru óbreytt, en vegna fækkunar barna á leikskólaaldri er ekki þörf fyrir öll leikskólarými sem eru fyrir hendi. Hver heildarmynd á þeirri útfærslu verður mun liggja fyrir á næstu vikum þegar umsóknir foreldra um leikskóla skýrast og hægt verður að bera saman við laus pláss í leikskólum bæjarins. $line$Ósk um nánari útlistun á framtíðarsýn fræðsluráðs Hafnarfjarðar varðandi inntökualdur leikskólabarna í framtíðinni er vísað til vinnu við endurskoðun á skólastefnu Hafnarfjarðar sem nú stendur yfir. Þar kemur m.a. til skoðunar hvenær forsendur eru til að bjóða yngri börnum leikskóladvöl og er einnig vert að skoða möguleika og hugmyndir um gjaldfrían leikskóladag. $line$Hvað varðar skoðun á því hvort starfandi dagforeldrar anni eftirspurn þá verður á næstunni farið yfir þau mál en bent skal á að fækkun barna í yngstu árgöngum veldur því að börnum fækkar í leikskólum og sú fækkun veldur þá ekki heldur auknum fjölda barna hjá dagforeldrum. Dagforeldrakerfið er mikilvægt fyrir yngstu börnin og þurfa foreldrar að geta treyst á að þar sé um gott úrræði að ræða.”$line$$line$Samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi bókun:$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna taka undir áhyggjur foreldraráðs leikskóla Hafnarfjarðar um framtíðarsýn fræðsluráðs varðandi inntökualdur barna i leikskóla.$line$Eins og fram hefur komið er talið að börnum á skilgreindum leikskólaaldri muni fækka um 120-140 á næsta ári og um allt að 300 á næstu fimm árum. Með lokun leikskólans Bjarma var fækkað um 24 pláss. Enn er því með öllu óljóst hvar frekari fækkun á að eiga sér stað. Það hlýtur að vera krafa leikskólasamfélagsins að gerð verði grein fyrir frekari hugmyndum að breytingum og fækkunum leikskólaplássa hið fyrsta.$line$Adda María Jóhannsdóttir (sign)$line$Elva Dögg Ásu- og Kristinsdóttir (sign)$line$$line$Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:$line$$line$Ítrekað hefur komið fram að við lokun Bjarma breytist ekki þjónustan við leikskólabörn í Hafnarfirði. Þau 24 pláss sem þar leggjast niður verða færð inn á ungbarnadeildir annarra leikskóla bæjarins þar sem húsnæði er fyrir hendi vegna fækkunar barna á leikskólaaldri. Eingöngu börn foreldra í svokölluðum forgangshópi komast að á ungbarnadeildum í leikskólum bæjarins líkt og undanfarin ár. Börnum á leikskólaaldri fækkar verulega í Hafnarfirði og er áhersla á að bregðast við þeirri staðreynd með því að nýta húsnæði betur og leggja áherslu á innra starf leikskóla.$line$Rósa Guðbjartsdóttir (sign)$line$Einar Birkir Einarsson (sign)$line$Hörður Svavarsson (sign)

    • 1301760 – Símenntun grunnskólakennara SSH

      Lögð fram samantekt samstarfshóps um símenntun grunnskólakennara innan SSH frá vinnustofu um bráðgera/hæfileikaríka nemendur í nóvember 2014.

      Fræðsluráð felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu og næstu skref.

    • 1111272 – Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál

      Frá síðasta fundi. Farið yfir stöðuna

      Farið var yfir nýjustu tölur um nemendaspá í skólanum og kynnt að verið er vinna að og taka saman frekari gögn og upplýsingar m.a. á skipulags,- umhverfis-og framkvæmda, – og fræðslusviði. Einnig var sagt frá því að fræðslustjóri og bæjarstjóri eiga í virku og góðu samtali um þessar mundir við stjórn foreldrafélags og stjórnendur skólans þar sem farið er ítarlega yfir staðreyndir málsins og framtíðarfyrirkomulag skólastarfseminnar og er sú vinna enn í fullum í gangi.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi bókun:$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna harma að ekki hafi verið haft samráð við skólasamfélagið í Áslandi í aðdraganda þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á húsnæðismálum skólans. Við ítrekum einnig fyrri bókanir okkar varðandi eignarhald á skólahúsnæðinu og mikilvægi þess að finna lausnir fyrir skólann til framtíðar.$line$Þá gagnrýna fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna harðlega þá aðför sem fram kemur í fréttatilkynningu á vef bæjarins sem beinist gegn fyrri meirihluta og fyrrverandi formanni fræðsluráðs. Það hlýtur að teljast í hæsta máta óeðlilegt að heimasíðu bæjarins sé beitt með slíkum hætti á pólitískum vettvangi.$line$Adda María Jóhannsdóttir (sign)$line$Elva Dögg Ásu- og Kristinsdóttir (sign)$line$$line$Fulltrúar Bjartar framtíðar og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:$line$$line$Eins og komið hefur skýrt fram í umræðum og gögnum sem birt hafa verið á fundinum, var í lok síðasta kjörtímabils unnið með allt aðrar forsendur um nemendaþróun í Áslandsskóla en nýjustu tölur bera vott um og notaðar hafa verið við lausn mála á síðastliðnum mánuðum. Tölurnar sýna að ekki er um meiriháttar breytingar á forsendum skólastarfs að ræða og því teljast skipulagsbreytingarnar falla innan þess sjálfstæðis sem skólastjórnendur hafa við endurskipulagningu og stjórnun í sínum skólum.$line$Rósa Guðbjartsdóttir (sign)$line$Einar Birkir Einarsson (sign)$line$Hörður Svavarsson (sign)

    • 1502324 – Skólalóð Hvaleyrarskóla og efling hreyfingar

      Lagt fram bréf foreldrafélags Hvaleyrarskóla dags. 8. febrúar 2015 varðandi skólalóð skólans og eflingu hreyfingar.

      Vísað til skoðunar hjá umhverfis- og framkvæmdaráði og starfshópi um heilsustefnu.

    • 1502226 – Skipulagsdagar og vetrarfrí í skólum Hafnarfjarðar, frítt í sund

      Kynnt samþykkt bæjarráðs frá 12. febr. um að dagana 25. feb. – 1. mars þegar skipulagsdagur og vetrarfrí er í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar, verði frír aðgangur í sundlaugar bæjarins. Skólastjórnendur eru hvattir til að vekja athygli á þessu innan sinna stofnana.

    • 0801395 – Skólastefna Hafnarfjarðar

      Lögð fram tillaga stýrihóps að vinnufyrirkomulagi við endurskoðun skólastefnu Hafnarfjarðar.$line$Lögð fram tillaga að bréfi til hagsmunaaðila vegna endurskoðunar á skólastefnu Hafnarfjarðar.

      Fræðsluráð staðfestir tillögur stýrihóps að vinnufyrirkomulagi og tillögu að bréfi til hagsmunaaðila.

    • 1502396 – Bættur námsárangur

      Lagt fram minnisblað frá Skólastofunni slf um “Samstarfsverkefni leikskólanna og grunnskólanna í Hafnarfirði um að efla læsi og bæta árangur”$line$Jafnframt kynnt drög að samningi um “Ráðgjöf um þróunarverkefni í Hafnarfirði vorið 2015”

      Fræðsluráð lýsir yfir ánægju sinni með samningsdrögin og felur sviðsstjóra að ganga frá samningi við Skólastofuna slf.$line$Það er stefna og markmið fræðsluyfirvalda í Hafnarfirði að hafnfirskir nemendur standi a.m.k. jafnfætis nemendum nágrannasveitarfélaga hvað námsárangur varðar og er þetta verkefni mikilvægt skref í þá átt að bæta námsárangur.$line$Á þessu skólaári hefur verið í gangi þróunarverkefni um læsi sem gengur út á að auka lestrarfærni og lesskilning í leik- og grunnskólum bæjarins en þetta tvennt er grundvöllur þess að geta náð góðum árangri í námi. Stýrihópur, skipaður af sérfræðingum af Skólaskrifstofu og fulltrúum skólastjóra leik- og grunnskóla, fer fyrir verkefninu.$line$Það nýja verkefni sem nú er samþykkt að ráðast í miðar einnig að því að efla læsi og bæta námsárangur með sérstaka áherslu á íslensku og stærðfræði og munu þessi verkefni því styðja við hvort annað.$line$Fræðsluyfirvöld leggja áherslu á innviði skólastarfs og auk þessa sem að ofan greinir verður m.a. 120 milljónum króna varið til ýmissa þróunarverkefna á yfirstandandi fjárhagsári.$line$

Ábendingagátt