Fræðsluráð

9. mars 2015 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 321

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
 • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
 • Hörður Svavarsson aðalmaður
 • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Herborg Friðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Þórður Ingi Bjarnason, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ólafía Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Björg Jónatansdótttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks í leikskóla og Helga Hrönn Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

 • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Herborg Friðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Þórður Ingi Bjarnason, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ólafía Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Björg Jónatansdótttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks í leikskóla og Helga Hrönn Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

 1. Almenn erindi

  • 1412156 – Hvatning til að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla

   Kynnt niðurstaða könnunar á áhuga starfsfólks leikskóla á að nýta sér námstilboð sem samþykkt var á síðasta fundi fræðsluráðs.

   Sviðsstjóri leggur til að allt að 40 starfsmenn í leikskólum Hafnarfjarðar verði styrktir til að afla sér menntunar skv. liðum A, B og C í tillögunum með megináherslu á liði A og B. Gerður verði skriflegur samningur um námið sem geti hafist haustið 2015.$line$Áætlaður kostnaður vegna þessa er um 20 milljónir kr. miðað við heilt ár eða 10 milljónir kr. á árinu 2015.$line$Varðandi lið D um að efla leiðtogahæfni og stuðning við stjórnendur leikskóla þá er verið að vinna í því og tillögu að vænta á næsta fundi fræðsluráðs.$line$$line$Fræðsluráð samþykkir tillöguna og vísar henni til bæjarráðs til staðfestingar.

  • 1503107 – Eineltisviðbrögð í skólum Hafnarfjarðar

   Óskað er eftir kynningu á umfangi eineltismála í skólum Hafnarfjarðarbæjar og hvernig viðbragðsáætlunum skóla er fylgt. Tekið verði saman hve mörg slík mál koma inn á borð fræðslusviðs árlega að jafnaði og hvernig eftirfylgni og úrlausnir Skólaskrifstofunnar eru í þeim tilvikum. $line$$line$Greinargerð:$line$Í ljósi fjölmiðlaumræðu síðastliðna daga þar sem rakið er alvarlegt eineltismál sem kom upp í einum af skólum bæjarins fyrir nokkrum árum er mikilvægt að fræðsluráð fái upplýsingar og greinargerð um umfang og fjölda slíkra tilvika. Mikilvægt er að viðbrögð og eftirfylgni eineltismála séu í föstum skorðum enda er líðan og lífsgæði barna í húfi. $line$

  • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

   Lagðar fram til samþykktar tvær beiðnir um framlengingu starfsleyfis og ein ný umsókn um leyfi.$line$Daggæslufulltrúi mælir með umsóknunum.

   Fræðsluráð staðfestir umsóknir um endurnýjun fyrir Evu Dís Björgvisdóttur, Guðbjörgu Lind Valdimarsdóttur og nýja umsókn um leyfi fyrir Hildi Björk Margrétardóttur.

  • 1409495 – Grunnskóli, stofnun nýs skóla

   Lagt fram minnisblað þróunarfulltrúa grunnskóla eftir fund með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um “rekstrarleyfisferli til samþykkis nýs grunnskóla í sveitarfélagi.”

   Óskað er eftir því að fulltrúar Framsýnar leggi fram þau gögn sem tiltekin eru í meðfylgjandi minnisblaði, stofnskrárplagg, skólanámskrá og starfsáætlun. Fræðslusviði falið að útfæra verklagsreglur um það sem hér um ræðir.

  • 1501965 – Fækkun barna á leikskólaaldri, viðbrögð, Bjargir ungbarnaleikskóli

   Lagt fram bréf frá Samtökum verslunar og þjónustu varðandi uppsögn á þjónustusamningi við ungbarnaleikskólann Bjarma.

   Lagt fram.

  • 1503055 – Heilsueflandi samfélag

   Kynntur samstarfssamningur milli Hafnarfjarðarbæjar og embættis landlæknis um þróunarverkefnið “Heilsueflandi samfélag”, sem undirritaður var 4.mars sl.

   Sagt frá verkefninu Heilsueflandi samfélag og hvernig ætlunin er að kynna það fyrir fulltrúum skóla bæjarins á upplýsingafundi síðar í mánuðinum og hvetja þannig áhugasama til þátttöku. Lögð er áhersla á að enginn verður skikkaður til þátttöku í þessu verkefni.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi bókun:$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna fagna verkefninu um Heilsueflandi samfélag. Við furðum okkur hins vegar á því hvers vegna samstarfssamningur var undirritaður áður en innihald hans og verkefnið sjálft var kynnt í nefndum og ráðum bæjarins. Í samningnum kemur fram að bærinn eigi að koma að fjármögnun og að byggt verði á stöðugreiningu sem rétt hefði verið að fulltrúum yrðu kynnt. Það hlýtur að teljast eðlilegt að slíkir samningar séu kynntir formlega áður en verkefni af þessu tagi er ýtt úr vör.$line$Adda María Jóhannsdóttir (sign)$line$Eva Dögg Ásud. Kristinsdóttir (sign)$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar lögðu fram eftirfarandi bókun:$line$$line$Fulltrúar meiri- og minnihluta áttu allir fulltrúa í samráðshópnum og er þessari gagnrýni vísað til föðurhúsanna.$line$Rósa Guðbjartsdóttir (sign)$line$Einar Birkir Einarsson (sign)$line$Hörður Svavarsson (sign)$line$$line$Fulltrúar Samfylingar og Vinstri grænna óskuðu eftir stuttu fundarhlé.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi bókun:$line$$line$Það hlýtur að teljast eðlileg krafa að samningar séu formlega afgreiddir á fundum en ábyrgð á kynningu þeirra sé ekki sett á hendur einstakra fulltrúa.$line$Adda María Jóhannsdóttir (sign)$line$Eva Dögg Ásud. Kristinsdóttir (sign)

  • 1301760 – Símenntun grunnskólakennara SSH

   Kynntur fundur um afburðaárangur í PISA sem haldinn verður í apríl.

   Kynnt.

Ábendingagátt