Fræðsluráð

4. maí 2015 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 324

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
 • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
 • Hörður Svavarsson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Guðmundur Sverrisson, rekstrarstjóri, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Herborg Friðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Þórður Ingi Bjarnason, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ólafía Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Björg Jónatansdótttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks í leikskóla og Helga Hrönn Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

 • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Guðmundur Sverrisson, rekstrarstjóri, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Herborg Friðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Þórður Ingi Bjarnason, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ólafía Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Björg Jónatansdótttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks í leikskóla og Helga Hrönn Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

 1. Almenn erindi

  • 1406187 – Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

   Á fundi bæjarstjórnar 29. apríl sl. var Sverrir Garðarsson, Norðurbraut 9, kosinn aðalmaður í fræðsluráð í stað Elvu Daggar Ásudóttur Kristinsdóttur, Austurgötu 41.

   Elvu Dögg er þakkað samstarfið og Sverrir er boðinn velkominn til starfa.

  • 1502366 – SMT/PMT

   Elísa Ingólfsdóttir, verkefnisstjóri PMTO og Eiríkur Þorvarðarson, deildarstjóri sálfræði- og talmeinaþjónustu á Skólaskrifstofunni kynna SMT/PMT0 í Hafnarfirði.

   Elísu og Eiríki þökkuð kynningin.

  • 1502364 – Skóladagatöl 2015-2016

   Lögð fram skóladagatöl leik- og grunnskóla ásamt beiðnum um tilfærslu skipulagsdaga vegna námsferða í nokkrum leikskólum. Jafnframt lagðar fram staðfestingar foreldraráða leikskóla og skólaráða grunnskóla.

   Skóladagatölin staðfest.

  • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

   Lögð fram umsókn um starfsleyfi frá Guðmundi Ingibergssyni til að starfa sem dagforeldri.$line$Daggæslufulltrúi mælir með leyfi til eins árs, frá 1. maí 2015 t.o.m 30. apríl 2016.$line$$line$Lagðar fram umsóknir frá Hildi Gylfadóttur og Hjördísi Arnbjörnsdóttur um endurnýjun á starfsleyfum.$line$Daggæslufulltrúi mælir með umsóknunum og leyfin verði framlengd t.o.m. 30. apríl 2016.

   Staðfest.

  • 1412156 – Hvatning til að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla

   Lögð fram drög að reglum um námsstyrki til starfsmanna í leikskólum Hafnarfjarðar.

   Regludrögin eru samþykkt með breytingatillögum sem voru samþykktar á fundinum.

  • 1410335 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2015

   Rekstrarstjóri kynnir 3ja mánaða uppgjör fræðslusviðs 2015.

   Kynnt.

  • 0911578 – Fræðsluráð, styrkveitingar 2009

   Lögð fram umsókn um styrk frá nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda.

   Samþykkt að styrkja verkefnið um 150.000 kr. $line$Einar Birkir situr hjá við afgreiðslu málsins.$line$Lagt er til að reglur um úthlutun styrkja fræðsluráðs verði endurskoðaðar.

  • 1406405 – Frístundaheimili og niðurgreiðslur, starfshópur

   Lögð fram fundargerð 9. fundar starfshóps ásamt fylgigögnum.

   Kynnt.

  • 1301237 – Samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk í grunnskólum

   Kynnt lokaniðurstaða samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar2014.$line$

   Lagt fram.

  • 1504489 – Stofnun Grunnskóla

   Tekin fyrir að nýju drög að stofnskrá vegna umsóknar um stofnun grunnskóla í Hafnarfirði

   Samþykktar.

  • 1504470 – Eftirlit í leikskólum

   Lögð fram samtekt á niðurstöðum eftirlits Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis á leikskólum á svæðinu 2014.

   Kynnt.

  • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

   Lögð fram greinargerð frá skólastjóra Hvaleyrarskóa vegna 5 ára deildar við skólann.

   Óskað frekari upplýsinga fyrir næsta fræðsluráðsfund.

  • 1008206 – Barnaskóli Hjallastefnunnar

   Lagt fram bréf dags. 30. apríl 2015 vegna húsnæðismála Barnaskóla Hjallastefnunnar um að fá aðstöðu í Víðistaðaskóla, Engidal, til kennslu á miðstigi þar frá næsta hausti.

   Fræðsluráð felur fræðslustjóra, í samstarfi við Fasteignafélagið, að ganga til viðræðna við hlutaðeigandi um mögulega útleigu á húsnæði Víðistaðaskóla í Engidal.$line$$line$Fulltrúi Samfylkingar gerir athugasemd við þau vinnubrögð sem hér eru viðhöfð en svo virðist sem málið hafi verið tekið í vinnslu án samráðs og umræðu í fræðsluráði.

  • 1504476 – Daggæsla í heimahúsum

   Rædd endurskoðun á daggæslumálum í heimahúsum í Hafnarfirði með eflingu dagforeldrakerfisins að leiðarljósi.

   Fræðslustjóra er falið að koma með tillögur til eflingar dagforeldrakerfisins í Hafnarfirði í samræmi við umræður á fundinum og leggja fram áætlaðan kostnað við hækkun mótframlags til foreldra til samræmis við það sem tíðkast í nágrannasveitarfélögunum.$line$$line$”Fulltrúi Samfylkingar gerir athugasemd við að hafa ekki fengið nein gögn eða upplýsingar um það hvað hafi legið til grundvallar umræðu um þetta mál á fundinum. Slíkt gerir fulltrúum erfitt um vik við undirbúning og ýtir ekki undir vönduð vinnubrögð og upplýsta umræðu.$line$$line$Fulltrúi Samfylkingar lýsir yfir áhyggjum af þeirri stöðu sem foreldrar barna fædd 2014 eru í næsta vetur. Ljóst er að fækkun leikskólaplássa mun auka eftirspurn eftir vistun hjá dagforeldrum en óljóst er hvort nægilegur fjöldi dagforeldra sé í bænum til að bregðast við því. Það er dapurlegt að foreldrar fái ábendingar um að leita út fyrir sveitarfélagið til að fá dagvistun fyrir ung börn sín.”$line$ $line$Adda María Jóhannsdóttir.

  • 1504477 – Brekkuhvammur v/Hlíðarbraut

   Lagt fram bréf, ódagsett, frá foreldrum leikskólabarna á starfsstöð Brekkuhvamms við Hlíðarbraut þar sem óskað er svara um framtíð leikskólans.

   Óskað er eftir mati sviðs Umhverfis og framkvæmda á ástandi hússins og viðhaldsþörfum umrædds húsnæðis. Óskað er sömuleiðis eftir kostnaðaráætlun vegna mögulegrar viðbyggingar Brekkuhvamms við Smárabarð.$line$$line$”Fulltrúi Samfylkingar gerir athugasemd við þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið varðandi starfsstöð leikskólans Brekkuhvamms v/Hlíðarbraut. Svo virðist sem farið sé að vinna eftir verklagi sem hvergi hefur verið tekin ákvörðun um á vettvangi fræðsluráðs eða í bæjarstjórn.”$line$$line$Adda María Jóhannsdóttir.

  • 1504478 – Leikskóli, innritunaraldur

   Rætt um innritunaraldur barna í leikskóla.

   Fræðsluráð samþykkir að kannaðir verði möguleikar og fengið álit og umsögn leikskólastjóra á því að taka börn inn í leikskóla oftar á ári en nú er.$line$$line$”Fulltrúi Samfylkingar fagnar hugmyndum um að skoðaðar verði leiðir til að lækka innritunaraldur í leikskóla og það svigrúm sem skapast vegna fækkunar barna á leikskólaaldri verði nýtt til að taka inn yngri börn. Það er í samræmi við þann málflutning sem við höfum haldið á lofti og kemur til móts við óskir foreldra. Á meðan enginn ákvörðun hefur verið tekin bíða foreldrar í óvissu um stöðu sína og því mikilvægt að hraða þessu ferli sem mest. Foreldrar barna fædd 2014 eru að óbreyttu í þeirri stöðu að fá ekki leikskólavist á næsta skólaári og mikilvægt að skýra þeirra stöðu sem fyrst.”$line$ $line$Adda María Jóhannsdóttir

  • 1504479 – Skólamálanefnd SSH

   Lagður fram tölvupóstur frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem tilkynnt er um ákvörðun stjórnar SSH að setja á laggirnar skólamálanefnd SSH.

   Kynnt.

  • 0806093 – Fræðsluráð, viðurkenningar

   Kynntar tilnefningar til viðurkenninga fræðsluráðs 2015.

   Fræðslustjóra falið að vinna úr tilnefningum og gera tillögu að úthlutun viðurkenninga á næsta fundi ráðsins.$line$$line$$line$$line$Fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingar: $line$”Hefur komið til álita að loka fjölgreinadeild í Lækjarskóla og þá á hvaða forsendum?$line$Ef svo er, hvar hefur sú umræða farið fram?$line$Hefur verið tekið ákvörðun um að loka fjölgreinadeild í Lækjarskóla?$line$Ef svo er, hvar hefur sú ákvörðun verið tekin?”$line$ $line$Adda María Jóhannsdóttir.

Ábendingagátt