Fræðsluráð

18. maí 2015 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 325

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Herborg Friðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Þórður Ingi Bjarnason, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ólafía Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Björg Jónatansdótttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks í leikskóla og Helga Hrönn Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Magnús Baldursson fræðslustjóri

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Herborg Friðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Þórður Ingi Bjarnason, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ólafía Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Björg Jónatansdótttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks í leikskóla og Helga Hrönn Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Tekið fyrir að nýju.$line$Skólastjóri Hvaleyrarskóla mætti til fundarins vegna þessa liðar.

      Óskað eftir umsögn skólaráðs, að haldinn verði kynningarfundur á verkefninu, fá upplýsingar annars staðar frá og nákvæmari kostnaðarútreikning á verkefninu.

    • 1412156 – Hvatning til að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla

      Sviðsstjóri kynnti tillögu um eflingu leiðtogahæfni og stuðning við stjórnendur leikskólanna.

      Fræðsluráð samþykkir tillögurnar enda í samræmi við fyrri samþykkt vegna fjárhagsáætlunar þessa árs. $line$Fulltrúi leikskólastjóra fagnar því að fá fræðslu fyrir stjórnendur og vísar í bréf leikskólastjóra frá september sl.

    • 1504478 – Leikskóli, innritunaraldur

      Frá síðasta fundi.$line$Lögð fram umbeðin umsögn leikskólastjóra á því að taka börn inn oftar á ári en nú er.$line$Lögð fram áskorun frá foreldrum barna sem fædd eru árið 2014 til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar varðandi innritun barna í leikskóla og niðurgreiðslu vegna daggæslu í heimahúsum.

      Fræðslustjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1503292 – Skólastjóri Hvaleyrarskóla

      Sviðsstjóri kynnti að Kristinn Guðlaugsson hefði verið ráðinn nýr skólastjóri Hvaleyrarskóla.$line$

      Kristinn Guðlaugsson boðinn velkominn til starfa.

    • 1012058 – Fjölgreinadeild

      Lagt fram svar sviðsstjóra við eftirfarandi fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingar frá síðasta fundi.$line$$line$”Hefur komið til álita að loka fjölgreinadeild í Lækjarskóla og þá á hvaða forsendum?$line$Já, það hefur komið til álita.$line$Efasemdir um að heppilegt sé að safna nemendunum saman á einn stað í stað þess að hafa þá í sínum heimaskólum. Skóli án aðgreiningar.$line$$line$Ef svo er, hvar hefur sú umræða farið fram?$line$Umræðan fór fram hjá meirihluta fræðsluráðs og hér innanhúss á síðasta kjörtímabili.$line$$line$Hefur verið tekið ákvörðun um að loka fjölgreinadeild í Lækjarskóla?$line$Nei, það hefur ekki verið tekin formleg ákvörðun.$line$Til stóð að vinna úttekt á sérúrræðum í grunnskólum Hafnarfjarðar en það dróst m.a. vegna þess að beðið er eftir viðmiðum Sambands ísl sveitarféaga um sérrúrræði og sérdeildir sem nýlega var sett inn í reglugerð.$line$$line$Ef svo er, hvar hefur sú ákvörðun verið tekin?$line$Á ekki við.

      Fræðsluráð óskar eftir frekari gögnum og upplýsingum um verkefnið. $line$$line$$line$$line$Áheyrnarfulltrúar leik- og grunnskóla véku af fundi kl. 10:20.

    • 0806093 – Fræðsluráð, viðurkenningar

      Kynntar tillögur að viðurkenningum fræðsluráðs 2015.

      Fræðsluráð samþykkti fyrirliggjandi tillögur fræðsluþjónustu.

Ábendingagátt