Fræðsluráð

9. júlí 2015 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 328

Mætt til fundar

  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Herborg Friðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Ólafur St. Arnarsson, fulltrúi foreldra grunnskóla og Ólafía Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra.

Ritari

  • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Herborg Friðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Ólafur St. Arnarsson, fulltrúi foreldra grunnskóla og Ólafía Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra.

  1. Almenn erindi

    • 1406187 – Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

      Á fundi bæjarstjórnar 24. júní sl. voru eftirtaldir kosnir í fræðsluráð til eins árs:
      Aðalmenn:
      Rósa Guðbjartsdóttir, Kirkjuvegi 7, formaður
      Einar Birkir Einarsson, Hverfisgötu 42, varaformaður
      Hörður Svarvarsson, Hólabraut 6
      Sverrir Garðarsson, Norðurbraut 9
      Adda María Jóhannsdóttir, Skógarhlíð 7
      Varamenn:
      Kristinn Andersen, Austurgötu 42
      Karólína Helga Símonardóttir, Kelduhvammi 24
      Þórunn Blöndal, Brekkugötu 7
      Gestur Svavarsson, Blómvangi 20
      Algirdas Slapikas, Burknavöllum 21b

    • 1504199 – Hinseginfræðsla í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar

      Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðunni.
      Lögð fram umsögn fjölskylduráðs.

      Sviðsstjóra fræðsluþjónustu er falið, í samráði við skólastjórnendur grunnskóla, að koma með tillögur að fyrirkomulagi hinseiginfræðslu í grunnskólum bæjarins á næsta fundi ráðsins.

    • 1410335 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2015

      Rekstrarstjóri kynnti 5 mánaða stöðu fjárhagsáætlunar fræðsluþjónustu.

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lagðar fram umsóknir frá Selmu Þórsdóttur um starfsleyfi til að starfa sem dagforeldri í Hafnarfirði og um framlengingu starfsleyfis frá Hildi Guðmundsdóttur og Ingibjörgu Kristinsdóttur. Daggæslufulltrúi mælir með umsóknunum.

    • 1507101 – Fræðsluráð 2015-2016

      Fundartímar fræðsluráðs 2015-2016

      Samþykkt að fundir ráðsins verði haldnir á miðvikudögum kl. 13 og verður fyrsti reglulegi fundur að loknu sumarleyfi haldinn 26. ágúst nk. Aukafundur boðaður fyrr ef nauðsyn krefur.

    Leik- og grunnskólamál

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Fimm ára deild í Hvaleyrarskóla

      Fræðsluráð bókar:
      Í ljósi þeirra upplýsinga sem fram koma á fundinum, um að umframkostnaður við fimm ára deild í Hvaleyrarskóla sé óverulegur miðað við leikskóla, er stjórnendum skólans heimilt að reka deildina áfram á næsta skólaári, óski þeir eftir því og geri skýra grein fyrir verkefninu og markmiðum þess. Skilyrðið er að fjöldi barna nái þeim mörkum að kostnaður við deildina verði ekki hærri en við dvöl barna á leikskóla. Þá er því beint til stýrihóps um skólastefnu að skoða möguleika á framþróun hugmynda sem lúta að samþættingu skólastiga í hafnfirskum skólum.

      Einar Birkir Einarsson situr hjá.

    • 1506546 – Stjórnskipulag, tillaga að breytingum

      Farið yfir stjórnsýslubreytingar gagnvart fræðslumálum.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna bóka:
      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna gera alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð meirihluta bæjarstjórnar varðandi stjórnskipulagsbreytingar sem keyrðar voru í gegnum bæjarstjórn á aukafundi þann 29. júní sl.
      Með samþykkt fræðsluráðs frá 8. september og fjölskylduráðs frá 10. september sl. var skipaður starfshópur með fulltrúum úr fjölskylduráði og fræðsluráði sem gera átti tillögur m.a. um frístundaheimili. Í hópnum sitja 5 fulltrúar auk starfsmanna viðkomandi sviða. Hópurinn hefur fundað 10 sinnum og lagt fram metnaðarfullar tillögur varðandi frístundaheimili og var ætlunin að efla starf þeirra til muna.
      Með þeim stjórnskipulagsbreytingum sem hér um ræðir er fyrirkomulagi frístundaheimila breytt frá því sem nú er án alls samráðs við fulltrúa starfshópsins. Í það minnsta hafa fulltrúar minnihlutans sem þar eiga sæti ekki verið hafðir með í ráðum. Enn og aftur hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar tekið fram fyrir hendur starfshópsins og hundsar þannig alla þá vinnu sem þar hefur átt sér stað.
      Það má auk þess benda á að starfshópurinn hefur verið að störfum í allan vetur og þiggja fulltrúar laun fyrir setu sína þar. Það er að okkar mati illa farið með fjármuni að borga fyrir vinnu sem ekki er ætlunin að nýta.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Sverrir Garðarsson

    • 0801395 – Skólastefna Hafnarfjarðar

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi tillögu:
      Samstarf foreldra og skóla er mikilvægur þáttur í velferð barna. Í nútímasamfélagi á stór hluti barna tvö heimili og því nauðsynlegt að tekið sé mið af þeirri staðreynd í öllu skólastarfi.
      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja til að mótuð verði fjölskyldustefna fyrir leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar sem tekur mið af margbreytileika fjölskyldugerða með hagsmuni barna og ungmenna að leiðarljósi. Mótaðar verði verklagsreglur um samstarf leik- og grunnskóla við foreldra barna sem eiga tvö heimili.
      Með þessu viðurkenni Hafnarfjörður formlega aðstæður barna sem eiga tvö heimili og skuldbindi sig til að laga skólakerfið að því. Þannig verði bæði foreldrum og starfsfólki skóla gert kleift að uppfylla skyldur sínar varðandi gott samstarf og samráð milli foreldra og skóla um nám nemenda og stuðlað að gagnkvæmu trausti allra aðila í skólasamfélaginu.

      Greinargerð með tillögu
      Í nútímasamfélagi geta fjölskyldugerðir verið margbreytilegar og stór hluti barna á tvö heimili. Þrátt fyrir að forsjá sé almennt sameiginleg við skilnað foreldra fara samskipti skóla oftast í gegnum lögheimili. Dvalartími barna á hvoru heimili getur verið misjafn og sífellt algengara að börn dvelji til jafns á báðum heimilum. Það er mikilvægt að skólakerfið viðurkenni og komi móts við þessar aðstæður með því að hafa ákveðna stefnu og verkferla sem unnið er eftir.
      Skv. reglugerð nr. 1040/2011 frá 21. október 2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólunum ber starfsfólki skóla skylda til að bera ávallt velferð nemenda fyrir brjósti og tryggja þeim öryggi og vellíðan. Ennfremur ber skólastjórnendum og kennurum að eiga samstarf við foreldra. Á sama hátt er það á ábyrgð foreldra að gæta hagsmuna barna sinna og stuðla að því að þau stundi nám sitt. Þeim ber að fylgjast með námsframvindu og skulu fá tækifæri til að taka þátt í námi barna sinna, sem og í skólastarfinu almennt.
      Mikilvægt er að skapa þær aðstæður að auðvelt sé að uppfylla skilyrði reglugerðarinnar. Til að stuðla að velferð nemenda þarf skólakerfið að styðja við foreldra og starfsfólk skóla. Ábyrgðin á upplýsingamiðlun milli heimila á ekki að liggja á herðum barns, einstaka kennara eða starfsmanns og því mikilvægt að verklag sé skýrt. Upplýsingamiðlun þarf að vera fullnægjandi og traust á milli foreldra og skóla. Þannig tryggjum við börnum öryggi og vellíðan í skólaumhverfinu.
      Adda María Jóhannsdóttir
      Sverrir Garðarsson

      Tillögunni er vísað til stýrihóps um endurskoðun skólastefnu Hafnarfjarðar.

Ábendingagátt