Fræðsluráð

26. ágúst 2015 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 329

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
 • Hörður Svavarsson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Sverrir Garðarsson aðalmaður
 • Karólína Helga Símonardóttir varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristinn Guðlaugsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Þórður Ingi Bjarnason, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Arnrún Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks í leikskóla.

Ritari

 • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristinn Guðlaugsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Þórður Ingi Bjarnason, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Arnrún Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks í leikskóla.

 1. Almenn erindi

  • 1508473 – Skólaskipan á Völlum

   Húsnæðismál leik- og grunnskóla á Völlum, lögð fram eftirfarandi tillaga.

   “Lagt er til að stofnaður verði starfshópur fræðsluráðs sem fái það verkefni að meta húsnæðisþörf leik- og grunnskóla á Völlum.
   Markmiðið verði að leita leiða til að tryggja húsnæði og skólastarf í ört vaxandi hverfi til framtiðar. Það verði gert með virku samráði við fulltrúa hagsmunaaðila úr skólasamfélaginu á svæðinu.
   Starfshópurinn fái það hlutverk að móta tillögur um framtíðarfyrirkomulag skólastarfs á svæðinu og skili tillögum þar um fyrir 1. desember 2015. Erindisbréf starfshópsins og tilnefningar í hann verði lagðar fram á næsta fundi fræðsluráðs.”

   Fræðsluráð samþykkti tillöguna.

  • 1502160 – Yrkja sjóður æskunnar til ræktunar landsins, styrkbeiðni

   Lagt fram bréf frá yrkjusjóði Skógræktarfélags Íslands þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á trjáplöntum sem úthlutað er til grunnskólabarna til ræktunar lansins.

   Lagt fram.

  • 1405011 – Frístundaheimili, starfsemi og rekstur

   Íþrótta- og tómstundafulltrúi greindi frá stöðunni.
   Lögð fram drög að samþykkt um starfsemi og rekstur frístundaheimila í Hafnarfirði.

  • 1407182 – Haukar, frístundaheimili, rekstur

   Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti drög að samningi.

   Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að ganga frá samningi sbr. umræður og drög sem voru kynnt á fundinum.

  • 1305252 – Læsisverkefni

   Lögð fram ársskýrsla læsishóps og læsisáherslan LESTUR ER LÍFSINS LEIKUR.

   Fræðsluráð þakkar kynninguna og lýsir yfir ánægju með vinnuna sem lögð hefur verið í verkefnið. Hvatt er til þess að í samstarfi við upplýsingafulltrúa verði unnið að því að efna til almennrar vitundarvakningar í bæjarfélaginu um mikilvægi lestrar, til stuðnings læsisverkefninu.

  • 1508478 – Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði

   Lagt er til að haldin verði menningarhátíð fyrir börn með áherslu á bækur og kvikmyndir í febrúar 2016.

   Tilgangur hátíðarinnar er að efla áhuga barna á lestri og læsi í víðum skilningi og styðja við læsisverkefnið sem fram fer í leik- og grunnskólum bæjarins.
   Fræðslustjóra falinn undirbúningur hátíðarinnar og fái Bókasafn Hafnarfjarðar, Bæjarbíó og fleiri til samstarfs og undirbúnings.

  • 1508461 – Þjóðarsáttmáli um læsi

   Kynnt undirritun þjóðarsáttmála milli mennta- og menningarmálaráðherra og Hafnarfjarðarkaupstaðar sem fram fer í Lækjarskóla föstudaginn 28. ágúst n.k. kl. 13:00.

  • 1409495 – Grunnskóli, stofnun nýs skóla

   Kynnt stofnskrá Framsýnar skólafélags ehf vegna umsóknar um stofnun grunnskóla í Hafnarfirði.

  • 1405391 – Endurmenntunarsjóður grunnskóla, úthlutun

   Lagt fram til kynningar.

  • 1508147 – Námsgagnasjóður, úthlutun 2015

   Lagt fram til kynningar.

  • 1508479 – Tómstundastarf barna í öðrum sveitarfélögum

   Tómstundastarf barna í öðrum sveitarfélögum – niðurgreiðsla.

   Óskað er eftir yfirliti um fjölda hafnfirskra barna sem sækja tómstundir í öðrum sveitarfélögum. Einnig að lagðar verði fram tillögur að breytingum á niðurgreiðslum vegna þessa og kostnaðarmati.

  • 1508480 – Niðurgreiðsla til ungbarnaleikskóla í öðrum sveitarfélögum

   Tekið til umræðu.

   Óskað er eftir samantekt og samanburði á milli sveitarfélaga á fyrirkomulagi niðurgreiðslna vegna barna sem eru í ungbarnaleikskólum í öðrum sveitarfélögum en sínum eigin.

  • 1508512 – Gjaldfrjáls skóli - ókeypis skólagögn

   Tekin til umræðu ályktun Barnaheilla.

   Fræðsluráð hvetur til umræðu um þessi mál og að leitað verði leiða til að draga úr kostnaði foreldra við kaup á skólagögnum barna sinna.

   Fræðslusvið taki saman upplýsingar frá skólum sem farið hafa aðrar leiðir í þessum efnum og hvernig framkvæmd og reynsla sé af því fyrirkomulagi. Mikilvægt er að hafa til hliðsjónar umhverfissjónarmið með það markmið að tvinna saman betri nýtingu skólagagna og betra aðgengi barnanna að þeim búnaði sem þarf til náms.

  • 1503055 – Heilsueflandi samfélag

   Heilsueflandi samfélag – Kynntir íbúafundir 26.ágúst í Hraunvallaskóla og 31.ágúst í Víðistaðaskóla kl. 19.30.

   Fræðsluráð hvetur áhugasama til að taka þátt í heilsueflingu bæjarins og koma sínum sjónarmiðum og hugmyndum á framfæri á íbúafundunum.

  • 1410335 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2015

   Rekstrarstjóri kynnti 6 mánaða stöðu fjárhagsáætlunar fræðsluþjónustu.

Ábendingagátt