Fræðsluráð

9. september 2015 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 330

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristinn Guðlaugsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Arnrún Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks í leikskóla og Helga Hrönn Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristinn Guðlaugsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Arnrún Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks í leikskóla og Helga Hrönn Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1509070 – Þjóðarsáttmáli um læsi

      Kynntur þjóðarsáttmáli um læsi milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og mennta- og menningarmálaráðherra sem undirritaður var í Lækjarskóla 28. ágúst sl.

      Eiríkur Þorvarðarson deildarstjóri sálfræði- og talmeinaþjónustu fór yfir innihald samningsins.

    • 1309414 – Sérfræðiþjónusta í sex sveitarfélögum, fyrirkomulag og framkvæmd

      Lögð fram greinargerð, úttektarskýrsla á framkvæmd sérfærðiþjónustu, greinargerð vegna úttektarskýrslu og úrbótaáætlun vegna úttektar á fyrirkomulagi og framkvæmd sérfræðiþjónustu í sex sveitarfélögum.

      Eiríkur Þorvarðarson deildarstjóri sálfræði- og talmeinaþjónustu kynnti málið.
      Tekið fyrir aftur á næsta fundi ráðsins.

    • 1504489 – Stofnun grunnskóla

      Kynnt niðurstaða skoðunar þróunarfulltrúa grunnskóla á stofnskrá Framsýnar sem kynnt var á síðasta fundi fræðsluráðs.

      Fræðslustjóra falið að vinna áfram að málinu sbr. umræður á fundinum.

    • 1504199 – Hinseginfræðsla í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar

      Kynnt staða í skipulagi á hinsegin fræðslu í grunnskólum.

      Fræðslustjóra falið að vinna áfram að málinu.

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lögð fram beiðni frá Dagnýju Albertsdóttur um endurnýjun starfsleyfis sem dagforeldri í Hafnarfirði.
      Daggæslufulltrúi mælir með beiðninni.

      Staðfest.

    • 1508473 – Skólaskipan á Völlum

      Lagt fram erindisbréf starfshóps um skólaskipan á Völlum sbr. samþykkt fræðsluráðs frá 26. ágúst sl.

      Fræðsluráð skipar Rósu Guðbjartsdóttur, Einar Birkir Einarsson og Öddu Maríu Jóhannsdóttur í starfshópinn. Fullrúar foreldra leik- og grunnskólabarna skili tilnefningum til fræðslustjóra fyrir 14. september nk.

    • 1506307 – Íþróttamál, greining á samningum

      Kynnt skýrsla um íþróttamál.

      Tryggvi Árnason ráðgjafi hjá R3 kynnti skýrsluna.

    • 1508460 – Seinkun/flýting nemenda - Verklagsreglur

      Lögð fram drög að reglum um seinkanir og flýtingar í grunnskólum Hafnarfjarðar sem grundvallast á nýjum lögum fyrir skólastigið og aðalnámskrá grunnskóla (2011).

      Til skoðunar og athugasemda fram til næsta fundar.

    • 11023155 – Skólavogin

      Lögð fram samantekt á niðurstöðum Skólavogarinnar 2014 -2015 fyrir grunnskóla Hafnarfjarðar.

      Óskað eftir nánari kynningu á næsta fundi ráðsins.

    • 1305357 – Hagir og líðan nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar.

      Kynntar niðurstöður rannsóknar og greiningar á högum og líðan ungs fólks í 5. – 7. bekk og vímuefnanotkun ungs fólks í 8. – 10.bekk árið 2015.

      Fræðsluráð þakkar kynninguna og fagnar þeirri staðreynd að síðan mælingar hófust árið 2001 hefur aldrei mælst minni neysla á áfengi og tóbaki á meðal hafnfirskra ungmenna.

    • 1508479 – Tómstundastarf barna í öðrum sveitarfélögum

      Sbr. 11. lið í fundargerð síðasta fundar.
      Lögð fram umbeðin samantekt.

      Fræðsluráð samþykkir að breyta reglum um niðurgreiðslur íþróttastyrkja barna þannig að niðurgreiðslur nái einnig til hafnfirskra barna sem stunda íþróttir og tómstundir í öðrum sveitarfélögum. Fræðslustjóra er falið að kanna hvort svigrúm sé í fjárhagsáætlun þessa árs til að breyta reglunum á yfirstandandi hausti eða frá og með næstu áramótum. Óskað er einnig eftir umsögn ÍBH og starfshóps um gjaldskrármál, á fyrirhuguðum breytingum.

    • 1303149 – Brettafélag Hafnarfjarðar

      Lagt fram bréf formanns Brettafélags Hafnarfjarðar dags. 25. ágúst 2015 um áframhaldandi samstarf við Hafnarfjarðarbæ og frekari stuðning við uppbyggingu félagsins.

      Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og vísað því til vinnslu fjárhagsáætlunar næsta árs.

    • 1405011 – Frístundaheimili, starfsemi og rekstur

      Lögð fram drög að samþykkt um starfsemi og rekstur frístundaheimila.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir stöðunni á skráningu í frístundaheimili bæjarins. Fræðsluráð fagnar því sem fram hefur komið á fundinum hve vel gengur að ráða starfsfólk. Því lítur út fyrir þrátt fyrir aukinn fjölda barna sem óskar eftir skráningu í frístundaheimili sé biðlisti óðum að styttast og að öll börn verði komin inn á allra næstu dögum.

      Fræðsluráð samþykkir drög að samþykkt um frístundaheimili með þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá.

      Fulltrúar Samfyklingar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi bókun:
      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna fagna ýmsum úrbótums sem fram koma í drögum að samþykkt um frístundaheimili. Flestar þeirra eiga enda uppruna sinn í vinnu starfhóps sem fjallar um frístundaheimili meðal annars. Við hörmum hins vegar að þá breytingu sem orðið hefur á verklagi og skipuriti varðandi frístundaheimili enda ganga þær gegn því sem starfshópurinn lagði til. Þær breytingar sem lagðar eru til með tilfærslu frístundaheimila undir fræðslu- og frístundaþjónustu eru auk þess gerðar án faglegra umsagna eða samráðs við hagsmunaaðila.

      Adda María Jóhannsdóttir (sign)
      Sverrir Garðarsson (sign)

    • 1407182 – Haukar, frístundaheimili, rekstur

      Lögð fram lokadrög að samningi milli Hauka og Hafnarfjarðarkaupstaðar um rekstur frístundaheimils að Ásvöllum.

      Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi samning við knattspyrnufélagið Hauka. Með þessum samningi er brotið blað í þróun frístundastarfs fyrir hafnfirsk börn og stigið mikilvægt skref í að auka fjölbreytni í þjónustu við fjölskyldufólk.

    • 11032690 – Námskeið fyrir skólanefndir

      Kynnt bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er námskeið fyrir skólanefndir 3. október nk.

    • 1504477 – Brekkuhvammur v/Hlíðarbraut

      Lðgð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Samfyklingar og Vinstri grænna;

      Frá því í mars á þessu ári hafa fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna ítrekað lagt fram fyrirspurnir, bæði formlegar og óformlegar, varðandi framtíð starfsstöðvar Brekkuhvamms við Hlíðarbraut ? Kató. Þar hafa ekki verið tekin inn nema örfá börn þetta haustið án þess þó að fyrir því liggi skýrar ástæður. Þau svör sem fengist hafa eru m.a. þau að húsnæðið þarfnist viðhalds.
      Á fundi fræðsluráðs þann 4. maí sl. óskuðu fulltrúar meirihlutans eftir mati umhverfis og framkvæmdasviðs á ástandi hússins og viðhaldsþörf. Þessi gögn hafa ekki borist fulltrúum minnihlutans þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurn til bæjarstjóra þann 27. ágúst sl. og 2. september.
      Við gerum enn og aftur athugasemd við þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið varðandi starfsstöðina við Hlíðarbraut sem virðast ekki eiga sér neina stoð í ákvörðunum bæjarstjórnar eða undirnefnda hennar sem bæjarstjórn hefur falið heimild til fullnaðarákvörðunnar. Ótækt er að vísa ábyrgð á því verklagi á embættismenn eða annað starfsfólk. Á meðan ekki liggur fyrir ákvörðun um lokun starfsstöðvarinnar eða tillaga lögð fram þess efnis, sjáum við ekki að forsendur séu til að synja foreldrum barna um leikskólapláss á starfsstöðinni við Hlíðarbraut. Í ljósi þess er eðlilegt að fræðsluráð beini því til fræðslu- og frístundasviðs að umræddar synjanir verði dregnar til baka og foreldrar sem sótt hafa um leikskólavist þar fyrir börn sín verði upplýstir um þá þróun mála.

      Adda María Jóhannsdóttir (sign)
      Sverrir Garðarsson (sign)

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna harma þá ákvörðun að leggja niður 5 ára deild í Hvaleyrarskóla. Um var að ræða metnaðarfullt verkefni sem vel hefur verið staðið að. Þá hafa foreldrar líst ánægju með starfið og telja mikilvægt að boðið verði áfram upp á þennan valkost. Velta má fyrir sér hvort þau þrjú ár sem verkefnið hefur staðið sé nægur tími til að festa slíkt verkefni í sessi og því hefðum við talið æskilegt að gefa því lengri tíma. Með því að leggja niður 5 ára deild í Hvaleyrarskóla hefur því leikskólaplássum í bænum fækkað sem nemur þeim fjölda barna sem þar dvöldu. Þessi þróun skýtur skökku við í ljósi þess að til stendur að lækka inntökualdur í leikskólum bæjarins í þrepum á næstu misserum.

      Adda María Jóhannsdóttir (sign)
      Sverrir Garðarsson (sign)

Ábendingagátt