Fræðsluráð

7. október 2015 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 332

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristinn Guðlaugsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristinn Guðlaugsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra.

  1. Almenn erindi

    • 1309414 – Sérfræðiþjónusta í sex sveitarfélögum, fyrirkomulag og framkvæmd

      Kynntar helstu niðurstöður úttektar

      Fræðsluráð þakkar fyrir kynninguna.

    • 1502324 – Skólalóð Hvaleyrarskóla og efling hreyfingar

      Lagt fram bréf, dagsett 25. september 2015 frá foreldrafélagi Hvaleyrarskóla varðandi skólalóð Hvaleyrarskóla og eflingu hreyfingar.

      Fræðslustjóri skýrði frá stöðu málsins og að uppsetning leiktækja væri í undirbúningi í samráði umhverfis- og skipulagsþjónustu og skólastjórnenda.

    • 1410035 – Öldutúnsskóli, skólalóð

      Tekin fyrir að nýju erindi skólastjóra og skólaráðs Öldutúnsskóla um endurbætur á skólalóð.

      Fræðsluráð ítrekar þá afstöðu sína að nauðsynlegu viðhaldi verði sinnt sem fyrst og lóðin endurhönnuð í samráði við skólastjórnendur.
      Óskað er eftir viðbrögðum frá umhverfis- og skipulagsþjónustu vegna málsins en því var vísað á sl. hausti þangað til skoðunar.

    • 1302170 – Upplýsingatækni í skólastarfi

      Lagðar fram skýrslur vegna UT-væðingar í leik- og grunnskólum 2015.

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lagðar fram beiðnir frá Þórdísi Mörtu Böðvarsdóttur og Eyrúnu Gísladóttur um endurnýjun starfsleyfa sem dagforeldrar í Hafnarfirði.
      Daggæslufulltrúi mælir með beiðnunum.

      Staðfest.

    • 1510035 – Grunnskólavist

      Kynnt beiðni útlendingastofnunar um að sjö börn hælisleitendenda sem búsett eru á Bæjarhrauni 16 fái inngöngu í grunnskóla Hafnarfjarðar.

      Fræðslustjóri fór yfir stöðuna og upplýsti að verið væri að undirbúa inngöngu barnanna í móttökudeild Lækjarskóla. Fyrstu börnin munu hefja þar nám á allra næstu dögum.

    • 1410335 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2015

      Kynnt átta mánaða staða.

    • 1405011 – Frístundaheimili, starfsemi og rekstur

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir stöðunni á skráningu í frístundaheimili bæjarins.

      Fram kom að umsóknir í Frístundaheimili í Hafnarfirði hafi aldrei verið fleiri og að öll börn væru komin með pláss. Staðan hvað biðlista varðar er betri en á sama tíma og í fyrra þótt um 100 fleiri börn séu nú að fá inngöngu. Enn vantar þó sums staðar starfsfólk í 50% starf.

    • 1510009 – Gervigrasvellir

      Lögð fram ályktun Heimilis og skóla um endurnýjun gervigrasvalla vegna eiturefna í dekkjakurli.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir málið.

    • 1509727 – Íþróttafélög, þjónustusamningur

      Kynnt staða í endurskoðun þjónustusamninga við íþróttafélögin í bænum.

    • 1509763 – Fimleikafélagið Björk, rekstrarsamningur

      Kynnt drög að rekstrarsamningi við fimleikafélagið Björk.

    • 1510104 – Skólastefna 2015

      Lagðar fram fundargerðir 1. – 6. fundar stýrihóps um endurskoðun skólastefnu.

      Starfshópur um endurskoðun skólastefnu frá árinu 2009 hefur verið starfandi í tæpt ár. Á fundinum var til umræðu framgangur við vinnu stefnunnar og hvatt til þess að starfshópur um endurskoðun skólastefnu hraði vinnu sinni.

    • 1504477 – Brekkuhvammur v/Hlíðarbraut

      Tekið fyrir að nýju

      Fram kom á fundinum að bréfritara hefði verið svarað í gær og vísað að öðru leyti til bókunar á síðasta fundi fræðsluráðs.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi bókun.
      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna harma þann drátt sem orðið hefur á svörum til foreldra varðandi starfsstöð Brekkuhvamms v/Hlíðarbraut. Auk þess ítrekum við fyrri bókanir um að engar forsendur séu fyrir því að foreldrum sé synjað um pláss fyrir börn sín á starfsstöðinni og minnisblað um viðhaldsþörf gefur ekkert tilefni til þess að starfsemin sé sett í uppnám. Við leggjum því áherslu á að lausum plássum verði úthlutað hið fyrsta.
      Adda María Jóhannsdóttir (sign)
      Sverrir Garðarsson (sign)

    • 1112138 – Jafnréttisstefna 2012-2014

      Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn;
      Jafnréttisstefna Hafnarfjarðar er gerð af miklum metnaði.
      Þar eru nokkrar skyldur lagðar á stjórnendur og sviðsstjóra bæjarins m.a.
      1. kynna stefnuna,
      2. vinna samkvæmt stefnunni,
      3. vinna starfsáætlun, sem gildir í tvö ár, gegn mismunun fyrir öll sviðin samhliða starfs- og fjárhagsáætlun,
      4. beita samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í fjárhagsáætlunarferlinu,
      5. tilnefna sérstakan jafnréttisfulltrúa á öllum sviðum og tilgreina ábyrgðar- og verksvið hans,
      6. tilkynna jafnréttisfulltrúana til bæjarráðs.

      Nú stendur yfir sérstakt jafnréttisátak í samvinnu Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Menntamálaráðuneytisins sem miðar að því að jafna kynjahlutfallið í kennarahópi yngstu barnanna, en aðeins 1% kennara í leikskólum eru karlmenn og engin leikskólastjóri í bænum er karlkyns.

Ábendingagátt