Fræðsluráð

21. október 2015 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 333

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristinn Guðlaugsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Arnrún Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks í leikskóla og Helga Hrönn Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristinn Guðlaugsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Arnrún Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks í leikskóla og Helga Hrönn Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1504199 – Hinseginfræðsla í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar

      Lagt fram minnisblað um afgreiðslu tillögu frá bæjarstjórn og í samhengi við þá afgreiðslu að samstarfssamningur verði gerður við Samtökin 78 þar sem drög að samningi við samtökin er lagður fram sömuleiðis.

      Fræðsluráð fagnar því að hafi tillaga um hinsegin fræðslu sem lögð var fram í bæjarstjórn þann 15. apríl sl. verið samþykkt. Með þessu teljum við stigið jákvætt skref í átt að aukinni fræðslu og upplýstri umræðu um málefni hinsegin fólks. Tillagan er samþykkt með áorðnum breytingum frá upphaflegu tillögunni og vísað til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2016.

    • 1508473 – Skólaskipan á Völlum

      Lögð fram fundargerð 1. fundar starfshópsins.

      Lagt fram til upplýsingar.

    • 1502364 – Skóladagatöl 2015-2016

      Lögð fram beiðni frá Skólum ehf. um tilfærslu skipulagsdags í vor á leikskólanum Hamravöllum.

      Foreldraráð skólans samþykkir breytinguna og fræðsluráð staðfestir hana sömuleiðis.

    • 1105363 – Aðalnámskrár grunn- og leikskóla

      Lagt fram bréf, dags. 8. október 2015 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem kynnir áður kynntar breytingar á aðalnámskrá grunnskóla sem birt voru formlega í auglýsingu í Stjórnartíðindum fyrir stuttu.

      Þróunarfulltrúi grunnskóla fór yfir kynntar breytingar.

    • 10102848 – Dagur íslenskrar tungu

      Lagt fram bréf, dags. 7. október 2015, vegna dags íslenskrar tungu sem er 16. nóvember.

      Fræðsluráð minnir á að á degi íslenskrar tungu hefst Stóra upplestrarkeppnin sem í Hafnarfirði heldur upp á 20 ára afmæli sitt á þessu skólaári. Litla upplestrarkepnin hefst sömuleiðis á degi íslenskrar tungu.

    • 1509763 – Fimleikafélagið Björk, rekstrarsamningur

      Geir Bjarnason kynnti drög að rekstrarsamningi við fimleikafélagið Björk.

      Kynnt.

    • 1510198 – FH, frístundaheimili, rekstur

      Upphafsdrög að samningi milli Hafnarfjarðarbæjar og Fimleikafélags Hafnarfjarðar varðandi rekstur á frístundaheimili lögð fram.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að halda áfram að úrvinnslu máls í samræmi við umræður á fundinum.

Ábendingagátt