Fræðsluráð

26. október 2015 kl. 12:30

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 334

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður
  • Magnús Baldursson sviðsstjóri
  • Helga Hrönn Óskarsdóttir Fulltrúi foreldra leikskólabarna
  • Arnrún Einarsdóttir Fulltrúi starfsmanna leikskóla
  • Kristín Guðnadóttir Fulltrúi kennara
  • Kristinn Guðlaugsson Fulltrúi skólastjóra grunnskóla

Ritari

  • Magnús Baldursson fræðslustjóri
  1. Almenn erindi

    • 1509763 – Fimleikafélagið Björk, rekstrarsamningur

      Frá síðasta fundi
      Drög að rekstrarsamningi við fimleikafélagið Björk tekinn til afgreiðslu.

      Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi samning og vísar honum til bæjarstjórnar.Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá.

      Fulltrúar Samfylkingar óskar bókað:

      Undirrituð telur sig ekki hafa forsendur til að samþykkja fyrirliggjandi drög að rekstrarsamningi við fimleikafélagið Björk að svo stöddu. Málið hefur ekki fengið nægjanlega kynningu auk þess sem eðlilegt væri að það fengi umræðu í umhverfis- og framkvæmdaráði sem fer alla jafna með rekstur fasteigna bæjarins. Þá tel ég einnig óvænlegt að taka einstaka rekstrarsamninga fyrir nú á meðan heildarendurskoðun allra þjónustu- og rekstrarsamninga við íþróttafélög bæjarins er ekki að fullu lokið.

Ábendingagátt