Fræðsluráð

4. nóvember 2015 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 335

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður
  • Karólína Helga Símonardóttir varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristinn Guðlaugsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Helga Hrönn Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristinn Guðlaugsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Helga Hrönn Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lögð fram beiðni um endurnýjun á starfsleyfi til að starfa sem dagforeldri í Hafnarfirði frá Sigríði Guðrúnu Jónsdóttur.
      Daggæslufulltrúi mælir með umsókninni.

      Fræðsluráð staðfestir umsóknina.

    • 1202004 – Dagur leikskólans

      Lagt fram bréf, dags. 27. október 2015 frá samstarfshópi um dag leikskólans.

      Þróunarfulltrúi leikskóla kynnti málið.

    • 1510104 – Skólastefna 2015

      Lögð fram fundargerð 7. fundar starfshóps um endurskoðun skólastefnu Hafnarfjarðar.

      Umræður og ábendingar á fundinum sem vísað er til starfshópsins.

    • 1508473 – Skólaskipan á Völlum

      Lögð fram fundargerð 2. fundar starfshóps um skólaskipan á Völlum.

    • 1510468 – Fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundaþjónustu 2016

      Kynntar tillögur til fjárhagsáætlunar 2016 fyrir fræðslu- og frístundaþjónustu.

      Sérfræðingur frá hagdeild fjármálasviði Hafnarfjarðar kynnti fjárhagsáætlunartillögur.

    • 1301760 – Símenntun grunnskólakennara SSH

      Lögð fram stöðuskýrsla samstarfshóps um símenntun grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu fyrir skólaárið 2014-2015 ásamt dagskrá vinnustofa og ráðstefnu um bráðgera og hæfileikaríka nemendur 6.-7. nóvember nk.

      Þróunarfulltrúi grunnskóla kynnti stöðuskýrslu og vinnustofur framundan.

    • 1405390 – Víðistaðatún

      Kynnt niðurstaða starfshóps um framtíðarnotkun á Víðistaðatúni.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti skýrslu starfshóps. Vísað til umhverfis- og skipulagsþjónustu til frekari úrvinnslu.

Ábendingagátt