Fræðsluráð

27. janúar 2016 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 341

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristinn Guðlaugsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Margrét Linda Ásgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla og Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristinn Guðlaugsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Margrét Linda Ásgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla og Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lögð fram umsókn um endurnýjun á starfsleyfi sem dagforeldri í Hafnarfirði frá Díönu Ósk Pétursdóttur.
      Lögð fram umsókn um starfsleyfi sem dagforeldri í Hafnarfirði frá Silju Rut Sigurjónsdóttur.
      Daggæslufulltrúi mælir með umsóknunum.

      Samþykkt.

    • 1601686 – Skóli í Skarðshlíð

      Tilnefningar í starfshóp:
      Fulltrúar stjórnenda leik- og grunnskóla: Lars Imsland og Sigrún Kristinsdóttir.
      Fulltrúi foreldra leikskólabarna: Guðvarður Ólafsson.
      Fulltrúi foreldra grunnskólabarna: Sigríður Ólafsdóttir.

      Lögð fram fundargerð 1. fundar stýrihóps verkefnisins.

    • 16011138 – Öryggi barna í bíl

      Lagðar fram niðurstöður úr könnun Samgöngustofu á öryggi barna í bíl 2015.

      Lagt fram.

    • 16011139 – Leikskólinn Bjarkavellir

      Staða leikskólastjóra:
      Fræðsluráð felur sviðsstjóra að auglýsa eftir leikskólastjóra í leikskólann Bjarkavelli sem tekur til starfa í sumar.
      Leikskólastjóri verði ráðinn frá og með 1. maí nk.

    • 1508478 – Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði

      Kynnt drög að dagskrá Bóka- og bíóhátíðar barnanna 15. – 21. febrúar nk.

      Lagt fram.

    • 1302170 – Upplýsingatækni í skólastarfi

      Kynnt þróunarverkefni í upplýsingatækni leikskóla í Hafnarfirði.

      Jenný D. Gunnarsdóttir kynnir vefinn Blómstrum saman sem leikskólar Hafnarfjarðar standa að.

      Fræðsluráð óskar jafnframt upplýsinga um UT verkefni Áslandsskóla.

    • 1406405 – Frístundaheimili og niðurgreiðslur, starfshópur

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna bóka:
      „Í september 2014 var settur á starfshópur sem byggði á tillögu Samfylkingar og Vinstri grænna um endurskoðun á gjaldskrám og frístundastyrkjum. Starfshópurinn sem upphaflega átti að skila af sér skýrslu og tillögum í desember 2014 hefur nú verið starfandi í á annað ár án þess að verkinu sé lokið.
      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska þess að allt kapp verði lagt á og starfshópnum verði gert að ljúka sinni vinnu og skila tillögum sem allra fyrst. Það hefur dregist úr hófi fram og brýnt að það verk verði klárað.“
      Adda María Jóhannsdóttir
      Sverrir Garðarsson

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar bóka:
      „Fjölmörg þeirra verkefna sem umræddur starfshópur hafði með höndum er lokið eða hafa verið sett í farveg. Boðað hefur verið til fundar í starfshópnum og vonir standa til að verkefni hans ljúki á allra næstu vikum.“
      Rósa Guðbjartsdóttir
      Einar Birkir Einarsson
      Hörður Svavarsson

    • 1508473 – Skólaskipan á Völlum

      Lagðar fram spurningar frá fulltrúum Samfylkingar og Vinstri grænna:
      Hefur verið tekin ákvörðun um að festa kaup á spjaldtölvum fyrir Hraunvallaskóla eða hafa þær ef til vill þegar verið keyptar? Og ef svo er hvar var sú ákvörðun tekin?
      Hver er kostnaðurinn sem af þessu hlýst og hvernig er áætlað að fjármögnun verði háttað? Hefur verið gert ráð fyrir slíkum kostnaði í fjárhagsáætlun eða viðauka?
      Hefur verið tekin ákvörðun um kaup og innleiðingu á spjaldtölvum í alla grunnskóla í Hafnarfirði? Og ef svo er hvernig á að standa að þeirri innleiðingu?

      Svör við spurningar frá fulltrúum Samfylkingar og Vinstri grænna.

      Í framhaldi af umræðum um húsnæðismál í Hraunvallaskóla á fundum ráðsins þann 16. desember og 13. janúar sl. óska fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna svara við eftirfarandi:

      Hefur verið tekin ákvörðun um að festa kaup á spjaldtölvum fyrir Hraunvallaskóla eða hafa þær ef til vill þegar verið keyptar? Og ef svo er hvar var sú ákvörðun tekin?
      Spjaldtölvuvæðing unglingadeildar í Hraunvallaskóla er ein forsenda þess að sú lausn sem ákveðin hefur verið varðandi húsnæðimálin næsta skólaár gangi upp. Um áramótin voru keyptar 250 spjaldtölvur þar sem hluta þróunarsjóðs leik- og grunnskóla var óráðstafað. Verið er að huga að því hvert þau spjöld fara, en þessa dagana er verið að taka stöðuna með skólastjórnendum allra skóla um tölvuuppbyggingu og endurnýjun á hverjum stað. Hraunvallaskóli er að sjálfsögðu með í þeirri skoðun.

      Hver er kostnaðurinn sem af þessu hlýst og hvernig er áætlað að fjármögnun verði háttað? Hefur verið gert ráð fyrir slíkum kostnaði í fjárhagsáætlun eða viðauka?
      Kostnaður við spjaldtölvur fyrir unglingadeild í Hraunvallaskóla er um 20 miljónir kr., en það þarf nálægt 250 spjaldtölvum í verkefnið. Fjármögnun er hugsuð úr þróunarsjóði sem er á þessu ári 50 milljónir kr. auk fjárveitingar á tölvudeild til uppbyggingar og endurnýjunar á tölvubúnaði skóla.

      Hefur verið tekin ákvörðun um kaup og innleiðingu á spjaldtölvum í alla grunnskóla í Hafnarfirði? Og ef svo er hvernig á að standa að þeirri innleiðingu?
      Innleiðing á spjaldtölvum er þegar hafin í alla grunnskóla bæjarins. Búið er að tryggja þráðlaust netsamband í öllum skólum og útdeila fyrstu skömmtum af spjaldtölvum til allra.
      Hvernig framhaldið verður ræðst af þeim samtölum sem eru hafin við skólastjórnendur á hverjum stað.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna bóka:
      „Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna vísa í bókun sína frá 16. desember sl. varðandi spjaldtölvuvæðingu í grunnskólum Hafnarfjarðar. Slík stefna hlýtur að eiga að markast af faglegri stefnumótun en ekki skyndiviðbrögðum í húsnæðismálum grunnskóla bæjarins. Mikilvægt er að jafnræðis sé gætt varðandi kennslugögn og aðstöðu sem nemendum í skólum bæjarins stendur til boða.
      Það er athyglisvert að fulltrúar meirihlutans telji sig hafa ráðrúm til slíkra fjárfestinga vegna aðgerða sem vara eiga eitt skólaár á meðan skorið er niður í kennsluúthlutun til leik- og grunnskóla bæjarins og leikskóladeildum lokað. Einnig hefur skort hefur á efnislega og lýðræðislega umræðu um þessa ákvörðun.“
      Adda María Jóhannsdóttir
      Sverrir Garðarsson

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar bóka:
      „Fyrirhuguð kaup á spjaldtölvum fyrir unglingadeild Hraunvallaskóla rúmast innan fjárhagsáætlunar yfirstandandi fjárhagsárs. Kaupin verða fjármögnuð úr þróunarsjóði fræðslusviðs og með fjárveitingu frá tölvudeild af fjárhagslið sem ætlaður er til uppbyggingar og endurýjunar á tölvubúnaði skóla. Samkomulagið við stjórnendur Hraunvallaskóla hefur ítrekað verið rætt og til umfjöllunar í starfshópi um skólamál á Völlum og í fræðsluráði sem tók jákvætt í lausnina á fundi sínum í desember sl.“
      Rósa Guðbjartsdóttir
      Einar Birkir Einarsson
      Hörður Svavarsson

Ábendingagátt