Fræðsluráð

1. júní 2016 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 350

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður
  • Þórunn Blöndal varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristinn Guðlaugsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Arnrún Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastarfsmanna og Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Elísabet Sverrisdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristinn Guðlaugsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Arnrún Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastarfsmanna og Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1605605 – Heilsa og lífskjör skólanema í Hafnarfirði

      Lögð fram skýrsla um viðhorf hafnfirskra nemenda í alþjóðlegum samanburði auk tveggja minnisblaða um málið.

      Geir Bjarnasyni, íþrótta- og tómstundafulltrúa þökkuð kynningin. Skýrslunni vísað í stýrihóp um heilsueflandi samfélag.

    • 1411166 – Samræmd könnunarpróf í grunnskólum 2015

      Lagðar fram lokaniðurstöður á samræmdum könnunarprófum haustið 2015 í grunnskólum Hafnarfjarðar.

      Vigfúsi Hallgrímssyni, þróunarfulltrúa grunnskóla þökkuð kynningin.

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lögð fram beiðni um endurnýjun á starfsleyfi fyrir Selmu Þórisdóttur

      Samþykkt.

    • 1409495 – Grunnskóli, stofnun nýs skóla

      Framhald máls frá síðasta fundi.

      Sviðsstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræðu á fundinum.

      Bókun frá fulltrúum minnihlutans:
      “Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna ítreka athugasemdir sínar við þá forgangsröðun fjármuna sem birtist í áherslum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Á meðan unnið er að gerð þjónustusamnings um einkarekinn grunnskóla sem mun auka útgjöld bæjarins um tugi milljóna er verið að loka einum elsta starfandi leikskóla bæjarins í hagræðingarskyni. Forgangsröðun í þágu einkaframtaks á kostnað grunnþjónustu sem rekinn er af sveitarfélaginu hugnast okkur ekki.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Sverrir Garðarsson”

    • 1605403 – Starfsskrá tómstundamiðstöðva

      Lögð fram starfsskrá fyrir tómstundamiðstöðvar Hafnarfjarðar sem samþykkt er af Íþrótta- og tómstundanefnd Hafnarfjarðar.

      Starfsskráin er staðfest af fræðsluráði.

    • 1504309 – Staða innritunar leikskóla

      Þróunarfulltrúi leikskóla fer yfir stöðu innritunarmála.

      Jenný Dagbjörtu Gunnarsdóttur, þróunarfulltrúa leikskólana þökkuð kynningin.

    • 0909258 – Fræðslusvið, námskeiðahald

      Lögð fram handbók um námskeið fyrir starfsfólk grunnskóla Hafnarfjarðar skólaárið 2015-2016.

      Lagt fram.

    • 1605059 – Fundargerð, Íþrótta- og tómstundanefndar 2016

      Lögð fram 229. fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðar.

      Lagt fram.

      Óskað eftir að áheyrnarfulltrúar yfirgefi fund og aðeins kjörnir fræðsluráðsfulltrúar sitji síðasta lið fundarins.

    • 1604378 – Viðurkenningar fræðsluráðs 2016

      Lagðar fram tillögur til viðurkenningar fræðsluráðs.

      Fræðsluráð staðfestir tillögur fræðslu- og frístundaþjónustunnar og verða viðurkenningar kynntar viðkomandi skólum.

Ábendingagátt