Fræðsluráð

15. júní 2016 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 352

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, fulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Arnrún Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastarfsmanna, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Elísabet Sverrisdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, fulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Arnrún Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastarfsmanna, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1606251 – Mötuneyti leik- og grunnskóla 2016, útboð

      Guðmundur Ragnar Ólafsson, innkaupastjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar, kynnti tilboð sem bárust í máltíðir fyrir grunnskólanemendur.

      Guðmundi Ragnari þökkuð kynningin, fræðsluráð felur innkaupastjóra að vinna frekar að málinu.

    • 1406405 – Frístundaheimili og niðurgreiðslur, starfshópur

      Lögð fram drög að uppfærðum reglum í kjölfar samþykktar á síðasta fræðsluráðsfundi.

      Fræðsluráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna frekar í málinu.

    • 1511157 – Dagforeldrar, innritun og aðstaða

      Lögð fram fundargerð frá starfshópi sem fundaði þriðjudaginn 14. júní.

      Lagt fram.

    • 1604378 – Viðurkenningar fræðsluráðs 2016

      Kynnt viðurkenning fræðsluráðs Hafnarfjarðar 2016 til tveggja skóla.

      Kynnt viðurkenning til tveggja skóla, Áslandsskóli fyrir menningardaga sína og Norðurberg fyrir skólastarf hjá elstu börnunum.

    • 1606193 – Skólahverfi grunnskóla

      Hafin umræða um Hafnarfjörð sem eitt skólahverfi.

      Fræðsluráð óskar eftir upplýsingum um stöðu innritunar grunnskólabarna fyrir næsta skólaár í þessu tilliti, þ.e. hvort börn komist inn á þá skóla sem þau óska eftir.

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lagðar fram tvær umsóknir um starfsleyfi dagforeldra. Ellý Ósk Erlingsdóttir sækir um endurnýjun á starfsleyfi og Valgeir Emil Sigurgeirsson sækir um nýtt leyfi dagforeldis.

      Samþykkt.

    • 1606222 – Brettafélagið, húsnæðismál og framtíðarsýn

      Farið yfir stöðu mála varðandi aðstöðu fyrir Brettafélag Hafnarfjarðar.

      Fræðsluráð felur íþróttafulltrúa- og tómstundafulltrúa að hefja viðræður við Brettafélagið um framtíðarhúsnæði þess og leggur áherslu á að fasteignin komi ekki til sölu fyrr en húsnæðismál félagsins hafa verið leyst í samráði við forsvarsmenn þess.

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

      Kynntur hluti fræðslu- og frístundaþjónustu í viðauka við fjárhagsáætlun bæjarins árið 2016 og um breytingu á viðmiðum um tekjutenggingu afsláttar á leikskólagjöldum.

      “Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar lýsa yfir ánægju sinni með að sá árangur sem náðst hefur í rekstri bæjarins verði að hluta til varið til að bæta 40 milljónum króna verið í kennsluúthlutun til grunnskóla frá þvi sem gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2016. Þessi ákvörðun undirstrikar áherslur meirihlutans í málefnum grunnskóla.”

      Fræðsluráð leggur til að úthlutunarreglur úr símenntunarsjóði bæjarins verði endurskoðaðar og vísar því til sviðsstjóra fræðslu- og frístundaþjónustu að fara yfir málið með mannauðsstjóra. Einnig að upphæð við úthlutun úr sjóðnum verði endurskoðuð í fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2017.

      “Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna ítreka bókun sem lögð var fram á fundi bæjarráðs í gær, 14. júní. Við gerum athugasemdir við þá forgangsröðun fjármuna sem kemur fram í viðauka við fjárhagsáætlun 2016 og birtist í framlagi til stofnun einkaskóla. Þá ítrekum við einnig fyrri bókanir okkar um málið, einkum varðandi það að finnist svigrúm innan fjárheimilda fræðslu- og frístundaþjónustu til þess að auka framlög til skólamála teljum við brýnt að forgangsraðað sé í þágu þeirra leik- og grunnskóla sem sveitarfélagið rekur sjálft áður en ráðist er í slíkt verkefni.
      Við bendum einnig á að 40 milljóna aukning til kennsluúthlutunar sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar tiltaka í bókun sinni eru ekki til ráðstöfunar. Hætt hefur verið við niðurskurð sem fyrirhugaður var í kennsluúthlutun, og því ber að fagna, en það er ekki það sama og að aukning sé að verða á fjármagni til skólamála. Sú framsetning er villandi.
      Við viljum einnig hvetja til þess að gildistaka á frístundastyrkjum verði 1. september eins og tillögur starfshóps gerðu ráð fyrir. Það er mikilvægt að fólk viti að hverju það gengur þegar það skráir börn sín í íþrótta- eða tómstundastarfi. Fjárhæðin sem sú breyting felur í sér er ekki há og við trúum að það sé vilji til að forgangsraða fjármunum í þá breytingu.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Sverrir Garðarsson”

    • 1606265 – Skákkennsla í grunnskólum

      Erindi frá skákdeild Hauka um skákkennslu í grunnskólum Hafnarfjarðar.

      Sviðsstjóra fræðslu- og frístundaþjónustu falið að skoða erindið frekar.

      Næsti fundur fræðslu- og frístundaráðs er ráðgerður 10 ágúst 2016.

Ábendingagátt